Gunnar: Margir Írar halda að ég sé írskur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. mars 2014 07:00 Gunnar Nelson eftir sigurinn á Akhmedov í O2-höllinni á laugardagskvöldið. Vísir/Getty Gunnar Nelson er enn ósigraður á atvinnumannsferli sínum í blönduðum bardagalistum en hann vann sinn tólfta sigur um helgina – og þann þriðja í UFC-bardagadeildinni – er hann hengdi Rússann Omari Akhmedov í fyrstu lotu í O2-höllinni í Lundúnum. Sigurinn var glæsilegur en Gunnar hafði fullt vald á bardaganum nánast frá upphafi. Dómarinn stöðvaði svo bardagann eftir 4:36 mínútur eftir að Gunnar hafði læst Rússann í svokölluðu „guillotine“-hálstaki. „Bardaginn fór á minn veg frá a til ö og gekk vonum framar,“ sagði sigurreifur Gunnar í samtali við Fréttablaðið í gær.Hægt að fara fram hjá hlutunum Gunnar segist hafa reiknað með því að Akhmedov væri bæði höggþungur og sterkur. „Svo vissi ég líka að hann væri góður glímumaður enda margfaldur meistari í sambo [rússneskri bardagaíþrótt],“ segir Gunnar. „Ég var því viðbúinn hverju sem var. En ég vissi líka að menn sem eru jafn sterkir og hann missa líka ákveðinn sveigjanleika. Það er því undantekningarlítið hægt að fara fram hjá hlutunum gegn svoleiðis mönnum en að brjótast einfaldlega í gegn.“ Eftir að Gunnar eyddi fyrstu mínútum bardagans í að þreifa á andstæðingi sínum kom hann þungu höggi í andlit hans sem kom Rússanum í gólfið. Þaðan átti hann ekki eftir að standa upp aftur en hæfileikar Gunnars sem glímumanns komu þá berlega í ljós. Rússinn átti ekki möguleika. Fram kom fyrir bardagann að Gunnar, sem var lengi frá vegna meiðsla, hafði eytt síðustu mánuðum í að styrkja sig sem standandi bardagamann. „Það er enginn vafi á því að þær æfingar skiluðu sínu. Hann vildi pottþétt halda bardaganum standandi og var ég tilbúinn í þann slag. Þetta snýst svo bara um að grípa þau tækifæri sem gefast – hvort sem er standandi eða í gólfinu,“ segir hann.Sigurinn sendir skýr skilaboð Gunnar hefur getið sér orð í heimi þessarar vinsælu íþróttar fyrir yfirvegun sína, bæði innan „búrsins“ og utan. Hann gerir sér þó grein fyrir því að jafn sannfærandi sigur og þessi sendi skýr skilaboð til annarra í UFC-bardagadeildinni. „Sérstaklega þegar hann er með jafn sannfærandi hætti og þessum. Ég spái annars lítið í því,“ sagði Gunnar af sinni kunnu hógværð. Sérfræðingar hafa keppst við að spá Gunnari miklum frama í UFC og þjálfari hans, John Kavanagh, spáði því að Gunnar yrði heimsmeistari í veltivigt innan tólf mánaða. Ljóst er að orðspor hans eftir sigurinn á Akhmedov um helgina fer enn víðar en Gunnar fékk mikla athygli í Lundúnum í aðdraganda bardagans. Hann kunni ágætlega við þá athygli. „Maður heldur sig bara við sitt en þetta er ágætt. Ég er samt enginn glamúrkall – það eru aðrir sem eru töluvert betri í því en ég,“ sagði hann í léttum dúr. Talið er líklegt að næsti bardagi Gunnars Nelson fari fram í Dublin á Írlandi í sumar en það hefur þó ekki fengist staðfest. Gunnar lýsti þó yfir áhuga á að berjast þar og telur líklegt að UFC nýti sér vinsældir hans hjá írskum bardagaáhugamönnum. „Ég á virkilega stóran aðdáendahóp þar og margir Írar halda að ég sé frá Írlandi. Ég hef verið með annan fótinn þar í dágóða stund og oftast barist þar á ferlinum,“ sagði Gunnar og bætti við: „Ég náði að að skapa mér nafn á Írlandi áður en ég varð þekktur heima.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. 9. mars 2014 11:32 Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24 Gunnar á sér ekki óskamótherja Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov sannfærandi í London í gærkvöldi. Hann veitti Vísi viðtal frá hótelherbergi sínu í London. 9. mars 2014 14:30 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Gunnar Nelson er enn ósigraður á atvinnumannsferli sínum í blönduðum bardagalistum en hann vann sinn tólfta sigur um helgina – og þann þriðja í UFC-bardagadeildinni – er hann hengdi Rússann Omari Akhmedov í fyrstu lotu í O2-höllinni í Lundúnum. Sigurinn var glæsilegur en Gunnar hafði fullt vald á bardaganum nánast frá upphafi. Dómarinn stöðvaði svo bardagann eftir 4:36 mínútur eftir að Gunnar hafði læst Rússann í svokölluðu „guillotine“-hálstaki. „Bardaginn fór á minn veg frá a til ö og gekk vonum framar,“ sagði sigurreifur Gunnar í samtali við Fréttablaðið í gær.Hægt að fara fram hjá hlutunum Gunnar segist hafa reiknað með því að Akhmedov væri bæði höggþungur og sterkur. „Svo vissi ég líka að hann væri góður glímumaður enda margfaldur meistari í sambo [rússneskri bardagaíþrótt],“ segir Gunnar. „Ég var því viðbúinn hverju sem var. En ég vissi líka að menn sem eru jafn sterkir og hann missa líka ákveðinn sveigjanleika. Það er því undantekningarlítið hægt að fara fram hjá hlutunum gegn svoleiðis mönnum en að brjótast einfaldlega í gegn.“ Eftir að Gunnar eyddi fyrstu mínútum bardagans í að þreifa á andstæðingi sínum kom hann þungu höggi í andlit hans sem kom Rússanum í gólfið. Þaðan átti hann ekki eftir að standa upp aftur en hæfileikar Gunnars sem glímumanns komu þá berlega í ljós. Rússinn átti ekki möguleika. Fram kom fyrir bardagann að Gunnar, sem var lengi frá vegna meiðsla, hafði eytt síðustu mánuðum í að styrkja sig sem standandi bardagamann. „Það er enginn vafi á því að þær æfingar skiluðu sínu. Hann vildi pottþétt halda bardaganum standandi og var ég tilbúinn í þann slag. Þetta snýst svo bara um að grípa þau tækifæri sem gefast – hvort sem er standandi eða í gólfinu,“ segir hann.Sigurinn sendir skýr skilaboð Gunnar hefur getið sér orð í heimi þessarar vinsælu íþróttar fyrir yfirvegun sína, bæði innan „búrsins“ og utan. Hann gerir sér þó grein fyrir því að jafn sannfærandi sigur og þessi sendi skýr skilaboð til annarra í UFC-bardagadeildinni. „Sérstaklega þegar hann er með jafn sannfærandi hætti og þessum. Ég spái annars lítið í því,“ sagði Gunnar af sinni kunnu hógværð. Sérfræðingar hafa keppst við að spá Gunnari miklum frama í UFC og þjálfari hans, John Kavanagh, spáði því að Gunnar yrði heimsmeistari í veltivigt innan tólf mánaða. Ljóst er að orðspor hans eftir sigurinn á Akhmedov um helgina fer enn víðar en Gunnar fékk mikla athygli í Lundúnum í aðdraganda bardagans. Hann kunni ágætlega við þá athygli. „Maður heldur sig bara við sitt en þetta er ágætt. Ég er samt enginn glamúrkall – það eru aðrir sem eru töluvert betri í því en ég,“ sagði hann í léttum dúr. Talið er líklegt að næsti bardagi Gunnars Nelson fari fram í Dublin á Írlandi í sumar en það hefur þó ekki fengist staðfest. Gunnar lýsti þó yfir áhuga á að berjast þar og telur líklegt að UFC nýti sér vinsældir hans hjá írskum bardagaáhugamönnum. „Ég á virkilega stóran aðdáendahóp þar og margir Írar halda að ég sé frá Írlandi. Ég hef verið með annan fótinn þar í dágóða stund og oftast barist þar á ferlinum,“ sagði Gunnar og bætti við: „Ég náði að að skapa mér nafn á Írlandi áður en ég varð þekktur heima.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. 9. mars 2014 11:32 Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24 Gunnar á sér ekki óskamótherja Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov sannfærandi í London í gærkvöldi. Hann veitti Vísi viðtal frá hótelherbergi sínu í London. 9. mars 2014 14:30 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. 9. mars 2014 11:32
Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24
Gunnar á sér ekki óskamótherja Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov sannfærandi í London í gærkvöldi. Hann veitti Vísi viðtal frá hótelherbergi sínu í London. 9. mars 2014 14:30