Milljarðamæringar í músíkbransanum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. mars 2014 10:00 Billboard hefur tekið saman lista yfir þá tónlistarmenn sem öfluðu mestra tekna á síðasta ári. Viss kántríslagsíða er á listanum en þrír listamenn úr þeim geira komast inn á topp tíu listann. Það slær samt enginn kántríprinsessuna Taylor Swift út sem trónir á toppnum. Þá skipar verðandi Íslandsvinurinn Justin Timberlake þriðja sætið með tekjur uppá 3,5 milljarða króna á árinu 2013.1. Taylor SwiftTekjur: $39,7 milljónir eða 4,5 milljarðar kr. Poppsöngkonan Taylor Swift er aðeins 23ja ára gömul en náði að rústa samkeppninni á síðasta ári. Hún hefur skapað sér tekjur ekki aðeins með plötusölu heldur einnig með ýmiss konar vörum og auglýsingasamningum. Á lista Billboard yfir mest seldu plöturnar er hún í áttunda sæti en nær í sjötta sæti á stafræna listanum enda var efni hennar hlaðið niður tæplega tíu milljón sinnum árið 2013. Söngkonan er líka framar öllum þegar kemur að tónleikaferðalögum og er áætlað að RED-tónleikaferðalag hennar hafi halað inn um þrjátíu milljónir dollara. Í tengslum við tónleikaferðalagið gerði hún samninga við vörumerkin Keds, Elizabeth Arden og Diet Coke en ekki liggur fyrir hve miklu þeir samningar skiluðu.2. Kenny ChesneyTekjur: $33 milljónir eða 3,7 milljarðar kr. Kenny er í öðru sæti yfir þá kántrísöngvara sem hafa náð lögum í toppsæti á Billboard 200-listanum en í fyrsta sæti er sjálfur Garth Brooks. Hann gaf út plötuna Life on a Rock í fyrra og náði að halda sinni stöðu sem konungur tónleikaferðalaganna þegar hann náði því að að spila fyrir meira en milljón áhorfendur, tíunda tónleikaferðalagið í röð.3. Justin TimberlakeTekjur: $31,5 milljónir eða 3,5 milljarðar kr. Justin kom tvíefldur inn á sjónarsviðið í fyrra eftir sjö ára hlé í tónlistarbransanum. Hann gaf út sína fyrstu plötu síðan árið 2006, The 20/20 Experience og hefur verið öflugur á tónleikaferðalagi sem endar eins og margir vita hér á Íslandi næsta sumar. Á síðasta ári skemmti hann fyrir tæplega eina milljón áhorfenda á 39 tónleikum og skilaði tónleikahaldið um 43 milljónum dollara í kassann. Lagið Suit & Tie fékk mesta spilun á fyrstu viku sinni í loftinu í sögu Billboard 40-listans yfir tónlist sem höfðar til fjöldans.4. Bon JoviTekjur: $29,4 milljónir eða 3,3 milljarðar kr. Hljómsveitin fór í tónleikaferðalagið Because We Can í fyrra og varð það ferðalagið á síðasta ári sem skilaði mestum hagnaði allra slíkra tónleikaferða. Bandið gaf út plötuna What About Now og fór hún í fyrsta sæti á Billboard 200-listanum. Þá var lögunum þeirra hlaðið rúmlega 1,5 milljón sinnum. Áætlað að aðdáendur sveitarinnar kaupi vörur tengdar tónlistinni fyrir tvær milljónir dollara á ári á netinu, um 225 milljónir króna.5. The Rolling StonesTekjur: $26,2 milljónir eða 3 milljarðar kr. Lengi lifir í gömlum glæðum og náðu gömlu brýnin í The Rolling Stones að hala inn um áttatíu milljónir dollara, um níu milljarða króna, á fimmtán tónleikum um Norður-Ameríku til að fagna fimmtíu ára afmæli sveitarinnar. Þá bættu þeir nokkrum nýjum lögum við smellapakkann sinn Grrr! en hann hefur selst í tæplega þrjú hundruð þúsund eintökum og verið hlaðið niður 1,5 milljón sinnum. Erfitt að toppa það!6. BeyoncéTekjur: $24,4 milljónir eða 2,8 milljarðar kr. Tónlistarkonan kom öllum á óvart þegar hún gaf út fimmtu stúdíóplötu sína á iTunes en hún fór strax í fyrsta sæti á Billboard 200-listanum og seldist í 617 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Tónleikaferðalagið hennar, Mrs. Carter Show, komst á áttunda sætið yfir 25 arðvænlegustu ferðalögin hjá Billobard og hlotnaðist Beyoncé sá heiður að skemmta í hálfleik Super Bowl-leiksins.7. Maroon 5Tekjur: $22,3 milljónir eða 2,5 milljarðar kr. Bróðurpartur tekna sveitarinnar kemur úr tónleikaferðalögum, eða 17,6 milljónir dollara, tæplega tveir milljarðar króna. Lagið Payphone náði öðru sæti á Billboard Hot 100-listanum en lagið One More Night var á toppi listans í níu vikur í röð. Er plötusala þeirra á síðasta ári metin á 1,4 milljónir dollara, tæplega 160 milljónir króna.8. Luke BryanTekjur: $22,1 milljónir eða 2,5 milljarðar kr. Luke er ein skærasta stjarnan í kántríheiminum og hefur selt um 2,7 milljónir platna og 7,6 milljónir laga á netinu. Þá græddi hann 15,4 milljónir dollara á tónleikaferðalagi sínu í fyrra, rúmlega 1,7 milljarða króna og var fenginn til að vera meðkynnir á kántrítónlistarverðlaununum.9. PinkTekjur: $20,1 milljónir eða 2,3 milljarðar kr. Pink fór í tónleikaferðalag um heiminn og afrekaði það að selja upp á átján tónleika í röð í Melbourne í Ástralíu. Hennar helsti smellur, Just Give Me a Reason með Nate Ruess, fleytti henni langt í plötusölu og náði á topp Billboard Hot 100-listans.10. Fleetwood MacTekjur: $19,1 milljónir eða 2,2 milljarðar kr. Meirihluti tekna sveitarinnar skapaðist vegna tónleikaferðalags þeirra en hljómsveitin spilaði í 34 borgum víðs vegar um heiminn. Þá gaf sveitin út sína fyrstu stúdíóplötu í áratug, Extended Play, sem náði 48. sætinu á Billboard 200-listanum. Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Billboard hefur tekið saman lista yfir þá tónlistarmenn sem öfluðu mestra tekna á síðasta ári. Viss kántríslagsíða er á listanum en þrír listamenn úr þeim geira komast inn á topp tíu listann. Það slær samt enginn kántríprinsessuna Taylor Swift út sem trónir á toppnum. Þá skipar verðandi Íslandsvinurinn Justin Timberlake þriðja sætið með tekjur uppá 3,5 milljarða króna á árinu 2013.1. Taylor SwiftTekjur: $39,7 milljónir eða 4,5 milljarðar kr. Poppsöngkonan Taylor Swift er aðeins 23ja ára gömul en náði að rústa samkeppninni á síðasta ári. Hún hefur skapað sér tekjur ekki aðeins með plötusölu heldur einnig með ýmiss konar vörum og auglýsingasamningum. Á lista Billboard yfir mest seldu plöturnar er hún í áttunda sæti en nær í sjötta sæti á stafræna listanum enda var efni hennar hlaðið niður tæplega tíu milljón sinnum árið 2013. Söngkonan er líka framar öllum þegar kemur að tónleikaferðalögum og er áætlað að RED-tónleikaferðalag hennar hafi halað inn um þrjátíu milljónir dollara. Í tengslum við tónleikaferðalagið gerði hún samninga við vörumerkin Keds, Elizabeth Arden og Diet Coke en ekki liggur fyrir hve miklu þeir samningar skiluðu.2. Kenny ChesneyTekjur: $33 milljónir eða 3,7 milljarðar kr. Kenny er í öðru sæti yfir þá kántrísöngvara sem hafa náð lögum í toppsæti á Billboard 200-listanum en í fyrsta sæti er sjálfur Garth Brooks. Hann gaf út plötuna Life on a Rock í fyrra og náði að halda sinni stöðu sem konungur tónleikaferðalaganna þegar hann náði því að að spila fyrir meira en milljón áhorfendur, tíunda tónleikaferðalagið í röð.3. Justin TimberlakeTekjur: $31,5 milljónir eða 3,5 milljarðar kr. Justin kom tvíefldur inn á sjónarsviðið í fyrra eftir sjö ára hlé í tónlistarbransanum. Hann gaf út sína fyrstu plötu síðan árið 2006, The 20/20 Experience og hefur verið öflugur á tónleikaferðalagi sem endar eins og margir vita hér á Íslandi næsta sumar. Á síðasta ári skemmti hann fyrir tæplega eina milljón áhorfenda á 39 tónleikum og skilaði tónleikahaldið um 43 milljónum dollara í kassann. Lagið Suit & Tie fékk mesta spilun á fyrstu viku sinni í loftinu í sögu Billboard 40-listans yfir tónlist sem höfðar til fjöldans.4. Bon JoviTekjur: $29,4 milljónir eða 3,3 milljarðar kr. Hljómsveitin fór í tónleikaferðalagið Because We Can í fyrra og varð það ferðalagið á síðasta ári sem skilaði mestum hagnaði allra slíkra tónleikaferða. Bandið gaf út plötuna What About Now og fór hún í fyrsta sæti á Billboard 200-listanum. Þá var lögunum þeirra hlaðið rúmlega 1,5 milljón sinnum. Áætlað að aðdáendur sveitarinnar kaupi vörur tengdar tónlistinni fyrir tvær milljónir dollara á ári á netinu, um 225 milljónir króna.5. The Rolling StonesTekjur: $26,2 milljónir eða 3 milljarðar kr. Lengi lifir í gömlum glæðum og náðu gömlu brýnin í The Rolling Stones að hala inn um áttatíu milljónir dollara, um níu milljarða króna, á fimmtán tónleikum um Norður-Ameríku til að fagna fimmtíu ára afmæli sveitarinnar. Þá bættu þeir nokkrum nýjum lögum við smellapakkann sinn Grrr! en hann hefur selst í tæplega þrjú hundruð þúsund eintökum og verið hlaðið niður 1,5 milljón sinnum. Erfitt að toppa það!6. BeyoncéTekjur: $24,4 milljónir eða 2,8 milljarðar kr. Tónlistarkonan kom öllum á óvart þegar hún gaf út fimmtu stúdíóplötu sína á iTunes en hún fór strax í fyrsta sæti á Billboard 200-listanum og seldist í 617 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Tónleikaferðalagið hennar, Mrs. Carter Show, komst á áttunda sætið yfir 25 arðvænlegustu ferðalögin hjá Billobard og hlotnaðist Beyoncé sá heiður að skemmta í hálfleik Super Bowl-leiksins.7. Maroon 5Tekjur: $22,3 milljónir eða 2,5 milljarðar kr. Bróðurpartur tekna sveitarinnar kemur úr tónleikaferðalögum, eða 17,6 milljónir dollara, tæplega tveir milljarðar króna. Lagið Payphone náði öðru sæti á Billboard Hot 100-listanum en lagið One More Night var á toppi listans í níu vikur í röð. Er plötusala þeirra á síðasta ári metin á 1,4 milljónir dollara, tæplega 160 milljónir króna.8. Luke BryanTekjur: $22,1 milljónir eða 2,5 milljarðar kr. Luke er ein skærasta stjarnan í kántríheiminum og hefur selt um 2,7 milljónir platna og 7,6 milljónir laga á netinu. Þá græddi hann 15,4 milljónir dollara á tónleikaferðalagi sínu í fyrra, rúmlega 1,7 milljarða króna og var fenginn til að vera meðkynnir á kántrítónlistarverðlaununum.9. PinkTekjur: $20,1 milljónir eða 2,3 milljarðar kr. Pink fór í tónleikaferðalag um heiminn og afrekaði það að selja upp á átján tónleika í röð í Melbourne í Ástralíu. Hennar helsti smellur, Just Give Me a Reason með Nate Ruess, fleytti henni langt í plötusölu og náði á topp Billboard Hot 100-listans.10. Fleetwood MacTekjur: $19,1 milljónir eða 2,2 milljarðar kr. Meirihluti tekna sveitarinnar skapaðist vegna tónleikaferðalags þeirra en hljómsveitin spilaði í 34 borgum víðs vegar um heiminn. Þá gaf sveitin út sína fyrstu stúdíóplötu í áratug, Extended Play, sem náði 48. sætinu á Billboard 200-listanum.
Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira