Tónlist

Retro Stefson spilar í Bandaríkjunum

Unnsteinn Manuel og félagar eru í Bandaríkjunum
Unnsteinn Manuel og félagar eru í Bandaríkjunum Vísir/Vilhelm
Bræðurnir Unnsteinn Manuel og Logi Pedro Stefánssynir úr hljómsveitinni Retro Stefson og Hermigervill eru nú staddir í Boston í Bandaríkjunum þar sem þeir koma fram á tónleikum.

„Þetta er ferðalag á vegum Iceland Naturally, íslenska ræðismannsins og Íslandsstofu. Yfirleitt er bara sólóistum boðið í þessa ferð þannig að við erum að brjóta þá hefð,“ segir Unnsteinn Manuel léttur í lund um ferðina.

Þeir koma fram á tvennum tónleikum, annars vegar á tónleikastaðnum The Middle East í Boston og hins vegar í Portland í Maine sem er skammt frá Boston. Þá koma þeir einnig fram á nokkrum útvarpsstöðvum, til dæmis RadioBDC og Wers, þannig að hljómsveitin fær ágætis kynningu í Bandaríkjunum.

)





Fleiri fréttir

Sjá meira


×