Breyttu gallajakkanum í anda Kendall Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2014 13:30 Kendall hefur setið mikið fyrir upp á síðkastið og gekk meðal annars tískupallana fyrir Chanel og Givenchy á nýafstaðinni tískuviku í París. Fyrirsætan Kendall Jenner er á hraðri uppleið í tískubransanum en hún er hálfsystir Kardashian-systranna Khloé, Kim og Kourtney. Kendall spókaði sig í Beverly Hills fyrir stuttu í reffilegum gallajakka sem var ansi snjáður og með götum á olnbogunum. Lítið mál er að breyta gömlum eða nýjum gallajakka til að líkjast þeim sem Kendall er í á meðfylgjandi mynd og er flíkin tilvalin fyrir sumarið – ef það kemur einhvern tímann. 1. Teiknið göt sem ykkur finnst passleg á olnbogasvæði gallajakkans með hvítri krít. 2. Takið ykkur skæri í hönd og klippið eftir krítarlínunum. 3. Togið í hvítu þræðina sem liggja lárétt við sárið. Hægt er að nota nál til að losa þá ef þeir eru of þéttir. Stærð gatsins verður meiri eftir því sem togað er í fleiri þræði. 4. Takið bláu þræðina sem liggja lóðrétt við sárið úr gatinu þannig að þeir séu áberandi. Gott er að nota plokkara eða flísatöng við þann verknað. 5. Takið rifjárn eða sandpappír og farið yfir vasa, hálsmál og ermalíninguna á jakkanum. Þá virðist hann notaður. 6. Dýfið svampi í bleikiefni og nuddið því varlega í kringum götin á jakkanum. 7. Setjið jakkann í þvottavél. Þvotturinn mun valda enn meiri trosnun í jakkanum. 8. Leyfið jakkanum að þorna og skellið ykkur út til að sýna ykkur og sjá aðra! Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Fyrirsætan Kendall Jenner er á hraðri uppleið í tískubransanum en hún er hálfsystir Kardashian-systranna Khloé, Kim og Kourtney. Kendall spókaði sig í Beverly Hills fyrir stuttu í reffilegum gallajakka sem var ansi snjáður og með götum á olnbogunum. Lítið mál er að breyta gömlum eða nýjum gallajakka til að líkjast þeim sem Kendall er í á meðfylgjandi mynd og er flíkin tilvalin fyrir sumarið – ef það kemur einhvern tímann. 1. Teiknið göt sem ykkur finnst passleg á olnbogasvæði gallajakkans með hvítri krít. 2. Takið ykkur skæri í hönd og klippið eftir krítarlínunum. 3. Togið í hvítu þræðina sem liggja lárétt við sárið. Hægt er að nota nál til að losa þá ef þeir eru of þéttir. Stærð gatsins verður meiri eftir því sem togað er í fleiri þræði. 4. Takið bláu þræðina sem liggja lóðrétt við sárið úr gatinu þannig að þeir séu áberandi. Gott er að nota plokkara eða flísatöng við þann verknað. 5. Takið rifjárn eða sandpappír og farið yfir vasa, hálsmál og ermalíninguna á jakkanum. Þá virðist hann notaður. 6. Dýfið svampi í bleikiefni og nuddið því varlega í kringum götin á jakkanum. 7. Setjið jakkann í þvottavél. Þvotturinn mun valda enn meiri trosnun í jakkanum. 8. Leyfið jakkanum að þorna og skellið ykkur út til að sýna ykkur og sjá aðra!
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira