
Skrípaleiks-atkvæðagreiðsla á Krím
Á morgun, sunnudag, standa íbúar Krímskaga frammi fyrir ómögulegu vali: að kjósa að verða þegnar Rússlands, eða að kjósa sjálfstæði – með enga tryggingu fyrir því að rússnesk stjórnvöld muni virða fullveldi sjálfstæðs Krímskaga frekar en þau hafa virt landamæri sjálfstæðrar Úkraínu.
Það er séð til þess að líkurnar séu yfirgnæfandi á að niðurstaðan verði Rússlandi í hag – eins og þegar kastað er upp peningi, og valkostirnir eru: Framhliðin: Rússland vinnur. Bakhliðin: Krím tapar.
Atkvæðagreiðslan er – hver sem úrslit hennar verða – bæði ólögleg í skilningi alþjóðalaga og skýlaust brot á stjórnarskrá Úkraínu. Um það leikur enginn vafi. Atkvæðagreiðslan verður ólögmæt. Hvernig gætu kosningar sem haldnar eru í skugga þungvopnaðra rússneskra hermanna, í héraði sem sætir hernámi, verið nokkuð annað?
Spurningar af þessu tagi á að útkljá í frjálsum og sanngjörnum þjóðaratkvæðagreiðslum – eins og við munum sjá dæmi um í Skotlandi seinna á þessu ári. En atkvæðagreiðslan á Krím á morgun verður allt annað en frjáls og sanngjörn.
Á síðustu tveimur áratugum höfum við lagt okkur fram um að yfirvinna spennu og vantraust kaldastríðsáranna og viðurkenna hið öfluga og jákvæða framlag Rússlands til alþjóðasamfélagsins – og til hagsældar okkar allra.
Ekki of seint
Heilum vef alþjóðlegra sáttmála og stofnana hefur verið komið upp til að forðast að endurtaka hinar hatrömmu erjur fortíðarinnar og að stuðla að friðsamlegri lausn ágreiningsmála. Stofnanir á borð við ÖSE og Evrópuráðið, sem Rússland er virkur meðlimur í, gegna því hlutverki að aðstoða ríki við að útkljá mál sem varða sjálfsákvörðunarrétt þjóða og vernd minnihlutahópa.
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu – framvörður réttmætra kosningahátta – hefur lýst því yfir að atkvæðagreiðslan á Krím sé ólögleg og stofnunin muni ekki senda eftirlitsmenn til að fylgjast með framkvæmd hennar.
Það er þó ekki orðið of seint fyrir Rússland að notfæra sér þessar stofnanir; að taka af alvöru þátt í diplómatískum samningaumleitunum og sanngjarnri leit að friðsamlegri lausn.
Við skorum enn á Pútín Rússlandsforseta að beita áhrifum sínum í þágu hagsmuna Krímskaga, Úkraínu, Evrópu og Rússlands, og binda enda á þessa deilu.
Mjög mikilvægt fyrsta skref að því marki væri að stjórnvöld í Moskvu ákvæðu að viðurkenna ekki niðurstöðuna úr skrípaleiks-atkvæðagreiðslunni á sunnudag. Það liggur fyrir, að hún mun ekki hafa neitt lagalegt gildi. Hún mun ekki hafa neitt siðferðilegt gildi. Og alþjóðasamfélagið mun ekki viðurkenna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Hún ætti ekki að fara fram.
Skoðun

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar