Mammút með þrennu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2014 16:31 Mammút hefur notið gríðarlegrar velgengni upp á síðkastið. Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í tuttugasta sinn í Hörpu í kvöld. Verðlaun voru veitt í 24 flokkum og var hljómsveitin Mammút afar sigursæl. Plata sveitarinnar, Komdu til mín svarta systir, var valin plata ársins í flokknum popp og rokk og plötuumslagið það besta. Þá var lagið Salt með hljómsveitinni einnig valið lag ársins í sama flokki. Þess má geta að sérfræðingar Fréttablaðsins völdu plötuna einnig þá bestu árið 2013. Þá var Gunnar Þórðarson verðlaunaður sem tónhöfundur ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar fyrir óperuna Ragnheiði en verkið vann einnig verðlaun sem tónlistarviðburður ársins. Hljómsveitin Grísalappalísa getur einnig verið sátt við sinn hlut en plata hennar, Ali, var valin Coca Cola-plata ársins. Þá var tónlistarmyndbandið við lag sveitarinnar Hver er ég? í leikstjórn Sigurðar Möller Sívertsen valið tónlistarmyndband ársins.Skálmöld var valin tónlistarflytjandi ársins í flokknum popp og rokk.Mynd/Lalli SigSigurvegarar í flokki djass og blús: Tónverk ársins: Strokkur af plötunni Meatball Evening - Kristján Tryggvi Martinsson Tónlistarflytjandi ársins: Sigurður Flosason Tónhöfundur ársins: Kristján Tryggvi Martinsson fyrir lög á plötunni Meatball Evening Plata ársins: Meatball Evening - KTríóSigríður Thorlacius var valin söngkona ársins í flokknum popp og rokk. Þá fékk hljómsveit hennar, Hjaltalín, verðlaun fyrir plötu ársins, Days of Gray, í opnum flokki.Sigurvegarar í flokki sígildrar- og samtímatónlistar: Tónverk ársins: Nostalgia - Páll Ragnar Pálsson Söngvari ársins: Ágúst Ólafsson Söngkona ársins: Hallveig Rúnarsdóttir Tónlistarflytjandi ársins: Nordic Affect Tónhöfundur ársins: Gunnar Þórðarson fyrir óperuna „Ragnheiði“ Plata ársins: Over Light Earth - Daníel BjarnasonAli er fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem stofnuð var árið 2012.Sigurvegarar í flokknum popp og rokk: Tónlistarflytjandi ársins: Skálmöld Lagahöfundur ársins: John Grant fyrir lög á plötunni Pale Green Ghosts Lag ársins: Salt - Mammút Söngvari ársins: John Grant Söngkona ársins: Sigríður Thorlacius Plata ársins: Komdu til mín svarta systir - MammútBragi Valdimar Skúlason er textahöfundur ársins.Önnur verðlaun: Upptökustjóri ársins: Sveinn Helgi Halldórsson fyrir stjórn upptöku á Enter 4 með Hjaltalín Tónlistarviðburður ársins: Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson – Ragnheiður, ópera Plötuumslag ársins: Mammút - Komdu til mín svarta systir Hönnun: Alexandra Baldursdóttir, Katrína Mogensen, Sunneva Ása Weisshappel Tónlistarmyndband ársins: Grísalappalísa - Hver er ég? Leikstjóri: Sigurður Möller Sívertsen Textahöfundur ársins: Bragi Valdimar Skúlason fyrir texta á plötunni Mamma þarf að djamma Plata ársins (Opinn flokkur): Days of Gray - Hjaltalín Coca Cola-plata ársins: Ali - Grísalappalísa Íslensku tónlistarverðlaunin Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í tuttugasta sinn í Hörpu í kvöld. Verðlaun voru veitt í 24 flokkum og var hljómsveitin Mammút afar sigursæl. Plata sveitarinnar, Komdu til mín svarta systir, var valin plata ársins í flokknum popp og rokk og plötuumslagið það besta. Þá var lagið Salt með hljómsveitinni einnig valið lag ársins í sama flokki. Þess má geta að sérfræðingar Fréttablaðsins völdu plötuna einnig þá bestu árið 2013. Þá var Gunnar Þórðarson verðlaunaður sem tónhöfundur ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar fyrir óperuna Ragnheiði en verkið vann einnig verðlaun sem tónlistarviðburður ársins. Hljómsveitin Grísalappalísa getur einnig verið sátt við sinn hlut en plata hennar, Ali, var valin Coca Cola-plata ársins. Þá var tónlistarmyndbandið við lag sveitarinnar Hver er ég? í leikstjórn Sigurðar Möller Sívertsen valið tónlistarmyndband ársins.Skálmöld var valin tónlistarflytjandi ársins í flokknum popp og rokk.Mynd/Lalli SigSigurvegarar í flokki djass og blús: Tónverk ársins: Strokkur af plötunni Meatball Evening - Kristján Tryggvi Martinsson Tónlistarflytjandi ársins: Sigurður Flosason Tónhöfundur ársins: Kristján Tryggvi Martinsson fyrir lög á plötunni Meatball Evening Plata ársins: Meatball Evening - KTríóSigríður Thorlacius var valin söngkona ársins í flokknum popp og rokk. Þá fékk hljómsveit hennar, Hjaltalín, verðlaun fyrir plötu ársins, Days of Gray, í opnum flokki.Sigurvegarar í flokki sígildrar- og samtímatónlistar: Tónverk ársins: Nostalgia - Páll Ragnar Pálsson Söngvari ársins: Ágúst Ólafsson Söngkona ársins: Hallveig Rúnarsdóttir Tónlistarflytjandi ársins: Nordic Affect Tónhöfundur ársins: Gunnar Þórðarson fyrir óperuna „Ragnheiði“ Plata ársins: Over Light Earth - Daníel BjarnasonAli er fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem stofnuð var árið 2012.Sigurvegarar í flokknum popp og rokk: Tónlistarflytjandi ársins: Skálmöld Lagahöfundur ársins: John Grant fyrir lög á plötunni Pale Green Ghosts Lag ársins: Salt - Mammút Söngvari ársins: John Grant Söngkona ársins: Sigríður Thorlacius Plata ársins: Komdu til mín svarta systir - MammútBragi Valdimar Skúlason er textahöfundur ársins.Önnur verðlaun: Upptökustjóri ársins: Sveinn Helgi Halldórsson fyrir stjórn upptöku á Enter 4 með Hjaltalín Tónlistarviðburður ársins: Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson – Ragnheiður, ópera Plötuumslag ársins: Mammút - Komdu til mín svarta systir Hönnun: Alexandra Baldursdóttir, Katrína Mogensen, Sunneva Ása Weisshappel Tónlistarmyndband ársins: Grísalappalísa - Hver er ég? Leikstjóri: Sigurður Möller Sívertsen Textahöfundur ársins: Bragi Valdimar Skúlason fyrir texta á plötunni Mamma þarf að djamma Plata ársins (Opinn flokkur): Days of Gray - Hjaltalín Coca Cola-plata ársins: Ali - Grísalappalísa
Íslensku tónlistarverðlaunin Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira