Sveinbjörn tuttugu stiga kóngur vetrarins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2014 06:00 Sveinbjörn Claessen rétt missti af því að vera með 20 stig í leik að meðaltali. Fréttablaðið/vilhelm Íslenskir körfuboltamenn hafa látið til sín taka í Dominos-deild karla á þessu tímabili og það sést vel hversu öflugir þeir hafa verið í að koma stigum upp á töflu. Deildarkeppninni lauk á sunnudagskvöldið og gósentíð íslenska körfuboltans að renna upp, sjálf úrslitakeppnin sem hefst annað kvöld. Fyrr í vetur fjallaði Fréttablaðið um áhrifin á deildina af því að aðeins einn erlendur leikmaður má vera inni á vellinum hjá hverju liði. Íslensku strákarnir höfðu gripið tækifærið og verið áberandi í stigaskori sinna liða, hlutverkinu sem erlendum leikmönnum liðanna er oftast úthlutað. Þennan veturinn voru skotin í boði fyrir íslensku leikmennina og margir þeirra bæði tóku þau og settu þau líka niður. Nú þegar deildarkeppninni er lokið er ekki úr vegi að gera upp tuttugu stiga klúbb vetrarins en alls voru það 40 íslenskir leikmenn sem náðu því að skora 20 stig eða meira í einum leik. ÍR-ingurinn Sveinbjörn Claessen var sá leikmaður sem náði flestum tuttugu stiga leikjum í deildinni í vetur en hann skoraði 20 stig eða meira í 14 leikjum auk þess að vera með 19 stig í tveimur leikjum til viðbótar. Sveinbjörn fór í tuttugu stigin í 9 af 11 leikjum eftir að Nigel Moore kom og skoraði 19 stig í þeim tíunda. Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson varð í öðru sæti á þessum lista og liðsfélagi hans, Logi Gunnarsson, var einn af fjórum íslenskum leikmönnum deildarinnar sem náðu tíu tuttugu stiga leikjum í umferðunum 22. Íslenskir 20 stiga menn í Dominos-deild karla í körfu 2013-2014 Sveinbjörn Claessen 14 leikir Elvar Már Friðriksson 13 Mirko Stefán Virijevic 11 Logi Gunnarsson 10 Justin Shouse 9 Martin Hermannsson 9 Páll Axel Vilbergsson 9 Sigurður Þorvaldsson 9 Sigurður G. Þorsteinsson 9 Darrel Keith Lewis 8 Ragnar Nathanaelsson 7 Jóhann Árni Ólafsson 6 Dagur Kár Jónsson 5 Guðmundur Jónsson 5 Haukur Óskarsson 5 Hjalti Friðriksson 5 Jón Ólafur Jónsson 5 Marvin Valdimarsson 5 Matthías Sigurðarson 5 Birgir Björn Pétursson 4 Helgi Már Magnússon 4 Pavel Ermolinskij 3 Tómas Heiðar Tómasson 3 Þorleifur Ólafsson 3 Darri Hilmarsson 2 Davíð Páll Hermannsson 2 Grétar Ingi Erlendsson 2 Rúnar Ingi Erlingsson 2 Ágúst Angantýsson 1 Ármann Örn Vilbergsson 1 Benedikt Blöndal 1 Björgvin Ríkharðsson 1 Emil Barja 1 Gunnar Ólafsson 1 Jón Sverrisson 1 Kári Jónsson 1 Kristján Pétur Andrésson 1 Oddur Ólafsson 1 Ragnar Gylfason 1 Ragnar Örn Bragason 1 Dominos-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Íslenskir körfuboltamenn hafa látið til sín taka í Dominos-deild karla á þessu tímabili og það sést vel hversu öflugir þeir hafa verið í að koma stigum upp á töflu. Deildarkeppninni lauk á sunnudagskvöldið og gósentíð íslenska körfuboltans að renna upp, sjálf úrslitakeppnin sem hefst annað kvöld. Fyrr í vetur fjallaði Fréttablaðið um áhrifin á deildina af því að aðeins einn erlendur leikmaður má vera inni á vellinum hjá hverju liði. Íslensku strákarnir höfðu gripið tækifærið og verið áberandi í stigaskori sinna liða, hlutverkinu sem erlendum leikmönnum liðanna er oftast úthlutað. Þennan veturinn voru skotin í boði fyrir íslensku leikmennina og margir þeirra bæði tóku þau og settu þau líka niður. Nú þegar deildarkeppninni er lokið er ekki úr vegi að gera upp tuttugu stiga klúbb vetrarins en alls voru það 40 íslenskir leikmenn sem náðu því að skora 20 stig eða meira í einum leik. ÍR-ingurinn Sveinbjörn Claessen var sá leikmaður sem náði flestum tuttugu stiga leikjum í deildinni í vetur en hann skoraði 20 stig eða meira í 14 leikjum auk þess að vera með 19 stig í tveimur leikjum til viðbótar. Sveinbjörn fór í tuttugu stigin í 9 af 11 leikjum eftir að Nigel Moore kom og skoraði 19 stig í þeim tíunda. Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson varð í öðru sæti á þessum lista og liðsfélagi hans, Logi Gunnarsson, var einn af fjórum íslenskum leikmönnum deildarinnar sem náðu tíu tuttugu stiga leikjum í umferðunum 22. Íslenskir 20 stiga menn í Dominos-deild karla í körfu 2013-2014 Sveinbjörn Claessen 14 leikir Elvar Már Friðriksson 13 Mirko Stefán Virijevic 11 Logi Gunnarsson 10 Justin Shouse 9 Martin Hermannsson 9 Páll Axel Vilbergsson 9 Sigurður Þorvaldsson 9 Sigurður G. Þorsteinsson 9 Darrel Keith Lewis 8 Ragnar Nathanaelsson 7 Jóhann Árni Ólafsson 6 Dagur Kár Jónsson 5 Guðmundur Jónsson 5 Haukur Óskarsson 5 Hjalti Friðriksson 5 Jón Ólafur Jónsson 5 Marvin Valdimarsson 5 Matthías Sigurðarson 5 Birgir Björn Pétursson 4 Helgi Már Magnússon 4 Pavel Ermolinskij 3 Tómas Heiðar Tómasson 3 Þorleifur Ólafsson 3 Darri Hilmarsson 2 Davíð Páll Hermannsson 2 Grétar Ingi Erlendsson 2 Rúnar Ingi Erlingsson 2 Ágúst Angantýsson 1 Ármann Örn Vilbergsson 1 Benedikt Blöndal 1 Björgvin Ríkharðsson 1 Emil Barja 1 Gunnar Ólafsson 1 Jón Sverrisson 1 Kári Jónsson 1 Kristján Pétur Andrésson 1 Oddur Ólafsson 1 Ragnar Gylfason 1 Ragnar Örn Bragason 1
Dominos-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira