Fáir læknar áminntir vegna vanrækslu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. mars 2014 07:00 Í Danmörku er hægt að fá upplýsingar um áminningar lækna en það er ekki heimilt á Íslandi á grundvelli upplýsingalaga. fréttablaðið/vilhelm Á síðastliðnum sex árum hafa fimmtán heilbrigðisstarfsmenn fengið áminningu frá landlækni og þar af tíu læknar. Ástæða áminninga var í flestum tilfellum áfengis- og/eða lyfjamisnotkun. Þrisvar hefur læknir verið sviptur starfsleyfi í kjölfar áminningar á þessu tímabili, í einu tilfelli var svipting takmörkuð við ávísun ávanabindandi lyfja og í tveimur tilfellum var það vegna vanrækslu eða brota á starfsskyldum. Það eru einu tilfellin af þessum fimmtán sem tengjast vanrækslu eða atvikum sem valda sjúklingum heilsutjóni. Aftur á móti barst landlækni á árinu 2012 á annað hundrað formlegra kvartana vegna meintrar vanrækslu, mistaka eða ótilhlýðilegrar framkomu við veitingu heilbrigðisþjónustu.Dagrún hálfdánardóttir, lögfræðingur hjá embætti landlæknis, segir ekki alltaf áminnt þótt mistök hafi orðið í starfi.Mynd/aðsendDagrún Hálfdánardóttir er lögfræðingur hjá Embætti landlæknis. Aðspurð hvort áminningar til lækna séu ekki fáar samanborið við fjölda kvartana, segir hún ekki alltaf áminnt þótt mistök hafi orðið í starfi. „Komist landlæknir að þeirri niðurstöðu að starfsmanni hafi orðið á mistök í starfi kemur til greina að veita starfsmanni tilmæli, áminna hann, svipta hann starfsleyfi eða gera ekkert. Hvert mál er rannsakað í þaula og mistökin eða vanrækslan getur verið smávægileg eða atvik átt sér eðlilegar skýringar,“ segir Dagrún. Þegar einstaklingar höfða skaðabótamál vegna heilsutjóns við læknismeðferð er mál höfðað gegn heilbrigðisstofnuninni, ekki einstökum starfsmanni. Jafnvel þótt sök starfsmanns sannist hefur sakfelling engar afleiðingar fyrir viðkomandi. Dagrún segir landlækni sjá um eftirlitið með starfsmönnunum og taka ákvarðanir um afleiðingar út frá eigin rannsókn á hverju máli. Í Danmörku geta sjúklingar leitað sér upplýsinga um hvort læknar hafi verið áminntir af heilbrigðisyfirvöldum. Slíkt er ekki heimilt á Íslandi á grundvelli upplýsingalaga þar sem litið er svo á að um einkahagsmuni viðkomandi sé að ræða. Tengdar fréttir Heimasíða um andlát eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir hefur opnað heimasíðu með öllum gögnum um sjúkralegu og andlát eiginmanns síns og um samskipti sín við starfsmenn heilbrigðiskerfisins vegna málsins. 24. mars 2014 07:00 Þriðjungur fær bætur vegna heilsutjóns Tilkynningum um heilsutjón vegna sjúkdómsmeðferðar hefur fjölgað mikið frá því ný lög tóku gildi árið 2001. Af 110 málum árið 2012 var 91 synjað eða vísað frá. 20. mars 2014 09:16 Skaðabótamál vegna heilsutjóns þung og erfið Mikil sönnunarbyrði, seinleg öflun gagna og lítið læknasamfélag á Íslandi gera málin þung í framkvæmd. 24. mars 2014 07:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Á síðastliðnum sex árum hafa fimmtán heilbrigðisstarfsmenn fengið áminningu frá landlækni og þar af tíu læknar. Ástæða áminninga var í flestum tilfellum áfengis- og/eða lyfjamisnotkun. Þrisvar hefur læknir verið sviptur starfsleyfi í kjölfar áminningar á þessu tímabili, í einu tilfelli var svipting takmörkuð við ávísun ávanabindandi lyfja og í tveimur tilfellum var það vegna vanrækslu eða brota á starfsskyldum. Það eru einu tilfellin af þessum fimmtán sem tengjast vanrækslu eða atvikum sem valda sjúklingum heilsutjóni. Aftur á móti barst landlækni á árinu 2012 á annað hundrað formlegra kvartana vegna meintrar vanrækslu, mistaka eða ótilhlýðilegrar framkomu við veitingu heilbrigðisþjónustu.Dagrún hálfdánardóttir, lögfræðingur hjá embætti landlæknis, segir ekki alltaf áminnt þótt mistök hafi orðið í starfi.Mynd/aðsendDagrún Hálfdánardóttir er lögfræðingur hjá Embætti landlæknis. Aðspurð hvort áminningar til lækna séu ekki fáar samanborið við fjölda kvartana, segir hún ekki alltaf áminnt þótt mistök hafi orðið í starfi. „Komist landlæknir að þeirri niðurstöðu að starfsmanni hafi orðið á mistök í starfi kemur til greina að veita starfsmanni tilmæli, áminna hann, svipta hann starfsleyfi eða gera ekkert. Hvert mál er rannsakað í þaula og mistökin eða vanrækslan getur verið smávægileg eða atvik átt sér eðlilegar skýringar,“ segir Dagrún. Þegar einstaklingar höfða skaðabótamál vegna heilsutjóns við læknismeðferð er mál höfðað gegn heilbrigðisstofnuninni, ekki einstökum starfsmanni. Jafnvel þótt sök starfsmanns sannist hefur sakfelling engar afleiðingar fyrir viðkomandi. Dagrún segir landlækni sjá um eftirlitið með starfsmönnunum og taka ákvarðanir um afleiðingar út frá eigin rannsókn á hverju máli. Í Danmörku geta sjúklingar leitað sér upplýsinga um hvort læknar hafi verið áminntir af heilbrigðisyfirvöldum. Slíkt er ekki heimilt á Íslandi á grundvelli upplýsingalaga þar sem litið er svo á að um einkahagsmuni viðkomandi sé að ræða.
Tengdar fréttir Heimasíða um andlát eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir hefur opnað heimasíðu með öllum gögnum um sjúkralegu og andlát eiginmanns síns og um samskipti sín við starfsmenn heilbrigðiskerfisins vegna málsins. 24. mars 2014 07:00 Þriðjungur fær bætur vegna heilsutjóns Tilkynningum um heilsutjón vegna sjúkdómsmeðferðar hefur fjölgað mikið frá því ný lög tóku gildi árið 2001. Af 110 málum árið 2012 var 91 synjað eða vísað frá. 20. mars 2014 09:16 Skaðabótamál vegna heilsutjóns þung og erfið Mikil sönnunarbyrði, seinleg öflun gagna og lítið læknasamfélag á Íslandi gera málin þung í framkvæmd. 24. mars 2014 07:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Heimasíða um andlát eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir hefur opnað heimasíðu með öllum gögnum um sjúkralegu og andlát eiginmanns síns og um samskipti sín við starfsmenn heilbrigðiskerfisins vegna málsins. 24. mars 2014 07:00
Þriðjungur fær bætur vegna heilsutjóns Tilkynningum um heilsutjón vegna sjúkdómsmeðferðar hefur fjölgað mikið frá því ný lög tóku gildi árið 2001. Af 110 málum árið 2012 var 91 synjað eða vísað frá. 20. mars 2014 09:16
Skaðabótamál vegna heilsutjóns þung og erfið Mikil sönnunarbyrði, seinleg öflun gagna og lítið læknasamfélag á Íslandi gera málin þung í framkvæmd. 24. mars 2014 07:00