Fáir læknar áminntir vegna vanrækslu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. mars 2014 07:00 Í Danmörku er hægt að fá upplýsingar um áminningar lækna en það er ekki heimilt á Íslandi á grundvelli upplýsingalaga. fréttablaðið/vilhelm Á síðastliðnum sex árum hafa fimmtán heilbrigðisstarfsmenn fengið áminningu frá landlækni og þar af tíu læknar. Ástæða áminninga var í flestum tilfellum áfengis- og/eða lyfjamisnotkun. Þrisvar hefur læknir verið sviptur starfsleyfi í kjölfar áminningar á þessu tímabili, í einu tilfelli var svipting takmörkuð við ávísun ávanabindandi lyfja og í tveimur tilfellum var það vegna vanrækslu eða brota á starfsskyldum. Það eru einu tilfellin af þessum fimmtán sem tengjast vanrækslu eða atvikum sem valda sjúklingum heilsutjóni. Aftur á móti barst landlækni á árinu 2012 á annað hundrað formlegra kvartana vegna meintrar vanrækslu, mistaka eða ótilhlýðilegrar framkomu við veitingu heilbrigðisþjónustu.Dagrún hálfdánardóttir, lögfræðingur hjá embætti landlæknis, segir ekki alltaf áminnt þótt mistök hafi orðið í starfi.Mynd/aðsendDagrún Hálfdánardóttir er lögfræðingur hjá Embætti landlæknis. Aðspurð hvort áminningar til lækna séu ekki fáar samanborið við fjölda kvartana, segir hún ekki alltaf áminnt þótt mistök hafi orðið í starfi. „Komist landlæknir að þeirri niðurstöðu að starfsmanni hafi orðið á mistök í starfi kemur til greina að veita starfsmanni tilmæli, áminna hann, svipta hann starfsleyfi eða gera ekkert. Hvert mál er rannsakað í þaula og mistökin eða vanrækslan getur verið smávægileg eða atvik átt sér eðlilegar skýringar,“ segir Dagrún. Þegar einstaklingar höfða skaðabótamál vegna heilsutjóns við læknismeðferð er mál höfðað gegn heilbrigðisstofnuninni, ekki einstökum starfsmanni. Jafnvel þótt sök starfsmanns sannist hefur sakfelling engar afleiðingar fyrir viðkomandi. Dagrún segir landlækni sjá um eftirlitið með starfsmönnunum og taka ákvarðanir um afleiðingar út frá eigin rannsókn á hverju máli. Í Danmörku geta sjúklingar leitað sér upplýsinga um hvort læknar hafi verið áminntir af heilbrigðisyfirvöldum. Slíkt er ekki heimilt á Íslandi á grundvelli upplýsingalaga þar sem litið er svo á að um einkahagsmuni viðkomandi sé að ræða. Tengdar fréttir Heimasíða um andlát eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir hefur opnað heimasíðu með öllum gögnum um sjúkralegu og andlát eiginmanns síns og um samskipti sín við starfsmenn heilbrigðiskerfisins vegna málsins. 24. mars 2014 07:00 Þriðjungur fær bætur vegna heilsutjóns Tilkynningum um heilsutjón vegna sjúkdómsmeðferðar hefur fjölgað mikið frá því ný lög tóku gildi árið 2001. Af 110 málum árið 2012 var 91 synjað eða vísað frá. 20. mars 2014 09:16 Skaðabótamál vegna heilsutjóns þung og erfið Mikil sönnunarbyrði, seinleg öflun gagna og lítið læknasamfélag á Íslandi gera málin þung í framkvæmd. 24. mars 2014 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Á síðastliðnum sex árum hafa fimmtán heilbrigðisstarfsmenn fengið áminningu frá landlækni og þar af tíu læknar. Ástæða áminninga var í flestum tilfellum áfengis- og/eða lyfjamisnotkun. Þrisvar hefur læknir verið sviptur starfsleyfi í kjölfar áminningar á þessu tímabili, í einu tilfelli var svipting takmörkuð við ávísun ávanabindandi lyfja og í tveimur tilfellum var það vegna vanrækslu eða brota á starfsskyldum. Það eru einu tilfellin af þessum fimmtán sem tengjast vanrækslu eða atvikum sem valda sjúklingum heilsutjóni. Aftur á móti barst landlækni á árinu 2012 á annað hundrað formlegra kvartana vegna meintrar vanrækslu, mistaka eða ótilhlýðilegrar framkomu við veitingu heilbrigðisþjónustu.Dagrún hálfdánardóttir, lögfræðingur hjá embætti landlæknis, segir ekki alltaf áminnt þótt mistök hafi orðið í starfi.Mynd/aðsendDagrún Hálfdánardóttir er lögfræðingur hjá Embætti landlæknis. Aðspurð hvort áminningar til lækna séu ekki fáar samanborið við fjölda kvartana, segir hún ekki alltaf áminnt þótt mistök hafi orðið í starfi. „Komist landlæknir að þeirri niðurstöðu að starfsmanni hafi orðið á mistök í starfi kemur til greina að veita starfsmanni tilmæli, áminna hann, svipta hann starfsleyfi eða gera ekkert. Hvert mál er rannsakað í þaula og mistökin eða vanrækslan getur verið smávægileg eða atvik átt sér eðlilegar skýringar,“ segir Dagrún. Þegar einstaklingar höfða skaðabótamál vegna heilsutjóns við læknismeðferð er mál höfðað gegn heilbrigðisstofnuninni, ekki einstökum starfsmanni. Jafnvel þótt sök starfsmanns sannist hefur sakfelling engar afleiðingar fyrir viðkomandi. Dagrún segir landlækni sjá um eftirlitið með starfsmönnunum og taka ákvarðanir um afleiðingar út frá eigin rannsókn á hverju máli. Í Danmörku geta sjúklingar leitað sér upplýsinga um hvort læknar hafi verið áminntir af heilbrigðisyfirvöldum. Slíkt er ekki heimilt á Íslandi á grundvelli upplýsingalaga þar sem litið er svo á að um einkahagsmuni viðkomandi sé að ræða.
Tengdar fréttir Heimasíða um andlát eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir hefur opnað heimasíðu með öllum gögnum um sjúkralegu og andlát eiginmanns síns og um samskipti sín við starfsmenn heilbrigðiskerfisins vegna málsins. 24. mars 2014 07:00 Þriðjungur fær bætur vegna heilsutjóns Tilkynningum um heilsutjón vegna sjúkdómsmeðferðar hefur fjölgað mikið frá því ný lög tóku gildi árið 2001. Af 110 málum árið 2012 var 91 synjað eða vísað frá. 20. mars 2014 09:16 Skaðabótamál vegna heilsutjóns þung og erfið Mikil sönnunarbyrði, seinleg öflun gagna og lítið læknasamfélag á Íslandi gera málin þung í framkvæmd. 24. mars 2014 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Heimasíða um andlát eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir hefur opnað heimasíðu með öllum gögnum um sjúkralegu og andlát eiginmanns síns og um samskipti sín við starfsmenn heilbrigðiskerfisins vegna málsins. 24. mars 2014 07:00
Þriðjungur fær bætur vegna heilsutjóns Tilkynningum um heilsutjón vegna sjúkdómsmeðferðar hefur fjölgað mikið frá því ný lög tóku gildi árið 2001. Af 110 málum árið 2012 var 91 synjað eða vísað frá. 20. mars 2014 09:16
Skaðabótamál vegna heilsutjóns þung og erfið Mikil sönnunarbyrði, seinleg öflun gagna og lítið læknasamfélag á Íslandi gera málin þung í framkvæmd. 24. mars 2014 07:00