Skuldaleiðréttingarfrumvörp kynnt í dag Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 26. mars 2014 10:00 Ef áform ríkisstjórnarinnar ganga eftir verður hægt að sækja um skuldaleiðréttingar frá og með 15. maí og til 1. september. Ríkisskattstjóra verður falið að taka á móti umsóknum og hafa umsjón með þeim. Fréttablaðið/Vilhelm Um 70 þúsund heimili í landinu ættu að geta notið góðs af skuldaleiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar. Að auki ættu 30 þúsund heimili sem ekki eru með húsnæðisskuldir að geta fært sér í nyt nýtt ákvæði um séreignarsparnað. Það felur í sér að sá sem ekki á fasteign getur notað allt að eina og hálfa milljón króna af séreignarsparnaði sínum skattfrjálst til kaupa á fasteign á næstu fimm árum. Aðrir sem eiga séreignarsparnað geta notað hann til að greiða niður húsnæðislán sín um jafnháa upphæð, allt að eina og hálfa milljón, og án þess að greiða skatt af upphæðinni. Frumvarp til lækkunar á höfuðstól verðtryggðra lána og frumvarp um séreignarsparnað voru kynnt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Þau verða kynnt í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna í dag og að því loknu lögð fyrir Alþingi. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, sagði að viðamesta aðgerðin væri lækkun höfuðstóls húsnæðislánanna. Um 20 milljarðar króna eru eyrnamerktir á fjárlögum í það verkefni á þessu ári og áætlað er að upphæðin verði svipuð næstu þrjú ár þar á eftir, alls um 80 milljarðar króna. Samkvæmt þeim tillögum sem kynntar hafa verið verður hámark á niðurfærslu skulda fjórar milljónir króna á heimili. Um 70 milljarðar koma koma inn í kerfið með nýtingu séreignarlífeyrissparnaðar. Alls eru þetta því 150 milljarðar króna. „Það felur í sér nýja hugsun og nýja nálgun að geta eignast sína fyrstu fasteign með því að nota til þess séreignarsparnaðinn,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að það ákvæði að fólk geti nýtt séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð sé til að koma til móts við sem flesta. „Auðvitað voru ekki allir með verðtryggð húsnæðislán,“ segir forsætisráðherra og bætir við þetta hafi fleiri kosti. „Það stuðlar að aukinni sparifjáreign og gerir fólki betur kleift að eignast húsnæði,“ segir Sigmundur Davíð. Bjarni segir að ekki sé hægt að segja til um endanlegt umfang aðgerðanna fyrr en allar umsóknir liggi fyrir. Ef allt gengur að óskum verður opnað fyrir umsóknir um leiðréttingu á höfuðstól 15. maí og verður opið fyrir umsóknir í þrjá og hálfan mánuð eða til 1. september. Það kemur í hlut ríkisskattstjóra að halda utan um umsóknir en embættið mun opna sérstaka vefgátt þar sem fólk getur sótt um með rafrænum hætti. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Um 70 þúsund heimili í landinu ættu að geta notið góðs af skuldaleiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar. Að auki ættu 30 þúsund heimili sem ekki eru með húsnæðisskuldir að geta fært sér í nyt nýtt ákvæði um séreignarsparnað. Það felur í sér að sá sem ekki á fasteign getur notað allt að eina og hálfa milljón króna af séreignarsparnaði sínum skattfrjálst til kaupa á fasteign á næstu fimm árum. Aðrir sem eiga séreignarsparnað geta notað hann til að greiða niður húsnæðislán sín um jafnháa upphæð, allt að eina og hálfa milljón, og án þess að greiða skatt af upphæðinni. Frumvarp til lækkunar á höfuðstól verðtryggðra lána og frumvarp um séreignarsparnað voru kynnt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Þau verða kynnt í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna í dag og að því loknu lögð fyrir Alþingi. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, sagði að viðamesta aðgerðin væri lækkun höfuðstóls húsnæðislánanna. Um 20 milljarðar króna eru eyrnamerktir á fjárlögum í það verkefni á þessu ári og áætlað er að upphæðin verði svipuð næstu þrjú ár þar á eftir, alls um 80 milljarðar króna. Samkvæmt þeim tillögum sem kynntar hafa verið verður hámark á niðurfærslu skulda fjórar milljónir króna á heimili. Um 70 milljarðar koma koma inn í kerfið með nýtingu séreignarlífeyrissparnaðar. Alls eru þetta því 150 milljarðar króna. „Það felur í sér nýja hugsun og nýja nálgun að geta eignast sína fyrstu fasteign með því að nota til þess séreignarsparnaðinn,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að það ákvæði að fólk geti nýtt séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð sé til að koma til móts við sem flesta. „Auðvitað voru ekki allir með verðtryggð húsnæðislán,“ segir forsætisráðherra og bætir við þetta hafi fleiri kosti. „Það stuðlar að aukinni sparifjáreign og gerir fólki betur kleift að eignast húsnæði,“ segir Sigmundur Davíð. Bjarni segir að ekki sé hægt að segja til um endanlegt umfang aðgerðanna fyrr en allar umsóknir liggi fyrir. Ef allt gengur að óskum verður opnað fyrir umsóknir um leiðréttingu á höfuðstól 15. maí og verður opið fyrir umsóknir í þrjá og hálfan mánuð eða til 1. september. Það kemur í hlut ríkisskattstjóra að halda utan um umsóknir en embættið mun opna sérstaka vefgátt þar sem fólk getur sótt um með rafrænum hætti.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira