Hálfsannleikur Landsnets Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. mars 2014 07:00 Landsnet hf. hélt fjölmennan kynningarfund í síðustu viku þar sem margt áhugavert kom fram. Þar ber hæst forneskjuleg viðhorf stjórnarformanns fyrirtækisins sem birtast í þeirri skoðun hans að úrskurðir og ákvarðanir stjórnvalds eigi að vera endanleg og verði ekki borin undir dómstóla. Almenningur skal ekki komast upp með neinn derring. Hitt sem vakti ekki síður athygli mína var framsetning fyrirtækisins á kostnaðarauka vegna mögulegrar jarðstrengjavæðingar hérlendis. Fyrirtækið setti fram nokkrar mismunandi leiðir við jarðstrengjavæðingu, m.a. blandaða leið jarðstrengja (10-20%) og loftlína (80-90%) og það sem Landsnet kallar „dönsku leiðina“ og var hún sú langkostnaðarmesta. Engir útreikningar eða forsendur voru gefin upp á fundinum, en það er látið liggja á milli hluta hér. Þess má geta að Danir hafa markað sér stefnu um leggja allar raflínur undir 400kV í jörð, bæði gamlar og nýjar, en á Íslandi snýst umræðan um 220kV raflínur. Á fundinum kom fram að ef þessi leið yrði valin hérlendis, myndi það hækka gjaldskrá Landsnets til dreifiveitna um 74%. Þetta hefur svo verið blásið upp í fjölmiðlum þannig að þetta ylli 74% hækkun á gjaldskrá til almennings. Það er fjarri sanni, og það veit Landsnet en þegir þunnu hljóði. Staðreyndin er sú að einungis 10% af raforkureikningi heimila og fyrirtækja eru vegna flutnings raforkunnar. Það þýðir að 10% af hækkun Landsnets til dreifiveitna kemur fram á reikningi almennings. Kostnaðarsamasta leiðin sem Landsnet kynnti („danska leiðin“) myndi því valda um 7,4% hækkun á rafmagnsreikningnum, ekki 74%. Blandaðar leiðir jarðstrengja og loftlína myndu hins vegar leiða til einungis um 0,5-1% hækkunar til almennings. Þetta þýðir að rafmagnsreikningur sem er 10 þúsund krónur á mánuði myndi hækka vegna jarðstrengjavæðingar um 50 til 100 krónur á mánuði. Fagurgali Landsnets um að fyrirtækið hafi ekkert á móti jarðstrengjavæðingu stenst ekki skoðun. Fjölmiðlar eru leiddir í gildru og túlka hálfsannleiksframsetningu Landsnets eins og til var sáð. Þetta er Landsneti ekki sæmandi og algerlega óboðlegt almenningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Landsnet hf. hélt fjölmennan kynningarfund í síðustu viku þar sem margt áhugavert kom fram. Þar ber hæst forneskjuleg viðhorf stjórnarformanns fyrirtækisins sem birtast í þeirri skoðun hans að úrskurðir og ákvarðanir stjórnvalds eigi að vera endanleg og verði ekki borin undir dómstóla. Almenningur skal ekki komast upp með neinn derring. Hitt sem vakti ekki síður athygli mína var framsetning fyrirtækisins á kostnaðarauka vegna mögulegrar jarðstrengjavæðingar hérlendis. Fyrirtækið setti fram nokkrar mismunandi leiðir við jarðstrengjavæðingu, m.a. blandaða leið jarðstrengja (10-20%) og loftlína (80-90%) og það sem Landsnet kallar „dönsku leiðina“ og var hún sú langkostnaðarmesta. Engir útreikningar eða forsendur voru gefin upp á fundinum, en það er látið liggja á milli hluta hér. Þess má geta að Danir hafa markað sér stefnu um leggja allar raflínur undir 400kV í jörð, bæði gamlar og nýjar, en á Íslandi snýst umræðan um 220kV raflínur. Á fundinum kom fram að ef þessi leið yrði valin hérlendis, myndi það hækka gjaldskrá Landsnets til dreifiveitna um 74%. Þetta hefur svo verið blásið upp í fjölmiðlum þannig að þetta ylli 74% hækkun á gjaldskrá til almennings. Það er fjarri sanni, og það veit Landsnet en þegir þunnu hljóði. Staðreyndin er sú að einungis 10% af raforkureikningi heimila og fyrirtækja eru vegna flutnings raforkunnar. Það þýðir að 10% af hækkun Landsnets til dreifiveitna kemur fram á reikningi almennings. Kostnaðarsamasta leiðin sem Landsnet kynnti („danska leiðin“) myndi því valda um 7,4% hækkun á rafmagnsreikningnum, ekki 74%. Blandaðar leiðir jarðstrengja og loftlína myndu hins vegar leiða til einungis um 0,5-1% hækkunar til almennings. Þetta þýðir að rafmagnsreikningur sem er 10 þúsund krónur á mánuði myndi hækka vegna jarðstrengjavæðingar um 50 til 100 krónur á mánuði. Fagurgali Landsnets um að fyrirtækið hafi ekkert á móti jarðstrengjavæðingu stenst ekki skoðun. Fjölmiðlar eru leiddir í gildru og túlka hálfsannleiksframsetningu Landsnets eins og til var sáð. Þetta er Landsneti ekki sæmandi og algerlega óboðlegt almenningi.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun