Tíska og hönnun

Leikið með landslag á Hönnunarmars

Marín Manda skrifar
Björg Vigfúsdóttir
Björg Vigfúsdóttir
Björg Vigfúsdóttir ljósmyndari og Arna Gná Gunnarsdóttir myndlistarkona tengja saman tvo heima með sýningu á Hönnunarmars sem haldin er í Skipholti 33.

„Ég hef gert abstraktseríu með ljósmyndum í mörg ár en vildi gera eitthvað nýtt með landslagsseríuna mína og ákvað því að taka þátt í Hönnunarmars með Örnu Gná Gunnarsdóttur myndlistarkonu,“ segir Björg Vigfúsdóttir ljósmyndari og bætir við: „Það er ekki allt sem sýnist í náttúrunni svo að við ákváðum að leika okkur örlítið með landslagið í myndunum og tengja myndlist og ljósmyndun.“

Björg segir útkomuna hafa verið óvænta þegar hún prentaði ljósmyndir ofan í myndlistarverk Örnu Gnár. „Við höfum verið að vinna þessi verk hvor í sínu lagi og þegar við tengdum verkin varð upplifunin miklu meiri og hvert verk er einstakt.“

Sýningin  opnar í dag kl. 17 í Skipholti 33b og eru allir velkomnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.