Segir Ísland þurfa á rafmynt að halda Freyr Bjarnason skrifar 29. mars 2014 07:00 Christopher Carmichael er yfir sig ástfanginn af Íslandi og ætlar að búa hér í framtíðinni. Christopher Carmichael, 26 ára Kanadamaður, kom hingað til lands í byrjun ársins ásamt vini sínum Jerome Jarre, stjörnu samskiptamiðilsins Vine. Allt ætlaði um koll að keyra í Smáralind þegar Jarre mætti þangað því hundruð ungmenni söfnuðust þar saman til að berja hann augum. Carmichael hreifst svo af landi og þjóð að hann langar að búa hér til frambúðar og stofna fyrirtæki. Á Facebook-síðu sinni heldur hann því fram að Ísland geti bjargað heiminum með notkun rafmyntarinnar umdeildu, Auroracoin, sem Íslendingar gátu í fyrsta sinn notað á miðnætti, aðfaranótt þriðjudags. Reyndar telur hann að mögulega ætti Ísland að búa til sína eigin útgáfu af myntinni þar sem engin leynd hvíldi yfir því hver væri á bak hana. Aðspurður segist Carmichael ekki tengjast Auroracoin með beinum hætti. „Það var skrítið þegar ég kom hingað í janúar. Þá var ég að tala um að einhver ætti að búa til nýjan gjaldmiðil og skrifaði á Reddit [vefsíðuna] um að fólk ætti að koma með Bitcoin og Dotcoin til Íslands. Það væri eina landið þar sem aðstæður væru fullkomnar fyrir rafmynt til að ná fótfestu. Þremur vikum síðar tilkynnti einhver að hann væri að stofna Auroracoin. Ég trúði því ekki og hélt að það tæki mörg ár fyrir Íslendinga að búa til eitthvað þessu líkt,“ segir Carmichael, sem hefur fylgst með Íslandi síðan bankahrunið varð 2008. „Ísland þarf augljóslega á nýjum gjaldmiðli að halda. Öll stjórnvöld í heiminum reyna að halda aftur af rafmynt af ýmsum toga og passa upp á hún verði ekki of stór í sniðum,“ segir hann en Seðlabanki Íslands og fleiri stofnanir hafa varað við myntinni. „Menn voru ekki heldur sammála því að jörðin væri hnöttótt. Í gamla daga var fólk drepið fyrir að koma fram með hugmyndir sem hljómuðu klikkaðar en núna getum við talað um þær, sem er svalt.“ Hann bætir við að Ísland gæti vel orðið efnahagsveldi í heiminum. „Fyrsta landið sem mun leyfa svona gjaldmiðli að þrífast mun byggja upp nýja tækni fyrir fjármálakerfið sem hefur ekki sést áður, þannig að peningar munu flæða inn í landið frá öðrum löndum. Þess vegna tel ég að vegna fámennisins á Íslandi gæti rafmynt haft gríðarmikla fjárhagslega kosti fyrir hverja einustu manneskju.“Kennitölur ganga kaupum og sölum Íslendingar geta sótt sér sína 31,8 aura hver á slóðina Auroracoin.org í gegnum kennitölu sína. Eitthvað hefur verið um það að kennitölur fólks hafa gengið kaupum og sölum, til dæmis í Háskóla Íslands. Auk þess er myntin sjálf seld, meðal annars í opnum Aurora-hópi á Facebook. Þar eru ýmsar vörur sömuleiðis boðnar til sölu fyrir Auroracoin, þar á meðal leikjatölva, mánaðaráskrift af Skjá Einum og ljósmyndavél. Dæmi eru einnig um að fólk hafi skipt Auroracoin yfir í aðra rafmynt, Bitcoin, og fengið fyrir hana Bandaríkjadali greidda út á Paypal en á þeim reikningi er hægt að senda peninga á milli fólks í gegnum tölvupóst. Manneskjan á bak við Auracoin, sem gengur dulnefninu Baldur Friggjar Óðinsson, segir myntina vera tækifæri til að segja skilið við verðbólgu, gjaldeyrishöft og gengisfellingu hins hefðbundna fjármagnskerfis. Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Christopher Carmichael, 26 ára Kanadamaður, kom hingað til lands í byrjun ársins ásamt vini sínum Jerome Jarre, stjörnu samskiptamiðilsins Vine. Allt ætlaði um koll að keyra í Smáralind þegar Jarre mætti þangað því hundruð ungmenni söfnuðust þar saman til að berja hann augum. Carmichael hreifst svo af landi og þjóð að hann langar að búa hér til frambúðar og stofna fyrirtæki. Á Facebook-síðu sinni heldur hann því fram að Ísland geti bjargað heiminum með notkun rafmyntarinnar umdeildu, Auroracoin, sem Íslendingar gátu í fyrsta sinn notað á miðnætti, aðfaranótt þriðjudags. Reyndar telur hann að mögulega ætti Ísland að búa til sína eigin útgáfu af myntinni þar sem engin leynd hvíldi yfir því hver væri á bak hana. Aðspurður segist Carmichael ekki tengjast Auroracoin með beinum hætti. „Það var skrítið þegar ég kom hingað í janúar. Þá var ég að tala um að einhver ætti að búa til nýjan gjaldmiðil og skrifaði á Reddit [vefsíðuna] um að fólk ætti að koma með Bitcoin og Dotcoin til Íslands. Það væri eina landið þar sem aðstæður væru fullkomnar fyrir rafmynt til að ná fótfestu. Þremur vikum síðar tilkynnti einhver að hann væri að stofna Auroracoin. Ég trúði því ekki og hélt að það tæki mörg ár fyrir Íslendinga að búa til eitthvað þessu líkt,“ segir Carmichael, sem hefur fylgst með Íslandi síðan bankahrunið varð 2008. „Ísland þarf augljóslega á nýjum gjaldmiðli að halda. Öll stjórnvöld í heiminum reyna að halda aftur af rafmynt af ýmsum toga og passa upp á hún verði ekki of stór í sniðum,“ segir hann en Seðlabanki Íslands og fleiri stofnanir hafa varað við myntinni. „Menn voru ekki heldur sammála því að jörðin væri hnöttótt. Í gamla daga var fólk drepið fyrir að koma fram með hugmyndir sem hljómuðu klikkaðar en núna getum við talað um þær, sem er svalt.“ Hann bætir við að Ísland gæti vel orðið efnahagsveldi í heiminum. „Fyrsta landið sem mun leyfa svona gjaldmiðli að þrífast mun byggja upp nýja tækni fyrir fjármálakerfið sem hefur ekki sést áður, þannig að peningar munu flæða inn í landið frá öðrum löndum. Þess vegna tel ég að vegna fámennisins á Íslandi gæti rafmynt haft gríðarmikla fjárhagslega kosti fyrir hverja einustu manneskju.“Kennitölur ganga kaupum og sölum Íslendingar geta sótt sér sína 31,8 aura hver á slóðina Auroracoin.org í gegnum kennitölu sína. Eitthvað hefur verið um það að kennitölur fólks hafa gengið kaupum og sölum, til dæmis í Háskóla Íslands. Auk þess er myntin sjálf seld, meðal annars í opnum Aurora-hópi á Facebook. Þar eru ýmsar vörur sömuleiðis boðnar til sölu fyrir Auroracoin, þar á meðal leikjatölva, mánaðaráskrift af Skjá Einum og ljósmyndavél. Dæmi eru einnig um að fólk hafi skipt Auroracoin yfir í aðra rafmynt, Bitcoin, og fengið fyrir hana Bandaríkjadali greidda út á Paypal en á þeim reikningi er hægt að senda peninga á milli fólks í gegnum tölvupóst. Manneskjan á bak við Auracoin, sem gengur dulnefninu Baldur Friggjar Óðinsson, segir myntina vera tækifæri til að segja skilið við verðbólgu, gjaldeyrishöft og gengisfellingu hins hefðbundna fjármagnskerfis.
Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira