Afglæpavæðing og skaðaminnkun Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar 11. apríl 2014 07:00 Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið áberandi það sem af er ári. Ég er í þeim hópi sem fagnar þeirri umræðu og bind vonir við að um sé að ræða upphaf stefnumótunar í vímuefnalöggjöf á Íslandi sem, ólíkt þeirri refsistefnu sem við höfum nú, hefur möguleika á því að bera árangur. Þrátt fyrir að búið sé að opna fyrir umræðuna um afglæpavæðingu er enn stór hluti fólks sem telur hana óhjákvæmilega fela í sér lögleiðingu fíkniefna. Afglæpavæðing felur slíkt hins vegar ekki nauðsynlega í sér heldur er um að ræða afnám refsinga vegna vörslu fíkniefna til einkanota. Það er líka algengur misskilningur að afglæpavæðing hafi í för með sér aukna neyslu, neyslutengdan skaða og glæpi en rannsóknir hafa leitt í ljós að í engu af þeim fjölda landa sem þegar hafa tekið skref í átt að afglæpavæðingu hefur slíkt verið uppi á teningnum.Árangur lét ekki á sér standa Það land sem hvað lengst er komið í þessu sambandi er Portúgal. Árið 2001 afglæpavæddu yfirvöld í Portúgal vörslu fíkniefna til einkanota. Skemmst frá því að segja að árangurinn lét ekki á sér standa, engin aukning varð á notkun vímuefna, dregið hefur úr vímuefnanotkun unglinga, neytendum sem nota hörð eiturlyf hefur fækkað, afplánunum og handtökum af völdum fíkniefna hefur fækkað, fleiri nýta sér meðferðarúrræði, færri dauðsföll hafa verið af völdum harðra efna auk þess sem umtalsvert færri hafa greinst með HIV og alnæmi. Sá árangur sem náðst hefur, í Portúgal og í fleiri löndum, er hins vegar ekki einungis afurð afglæpavæðingar vímuefna (eða skrefa í þá átt) heldur einnig skaðaminnkunar. Raunar helst þetta tvennt óhjákvæmilega í hendur. Skaðaminnkun felur í sér að einstaklingnum er mætt með virðingu þar sem hann er staddur og í tilviki fíkla er reynt að lágmarka þann skaða sem vímuefnanotkunin veldur svo sem með því að stuðla að því að sprautunotendur fái hreinan búnað og að bjóða upp á neyslurými þar sem neytendur geta athafnað sig í hreinu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Nú er svo komið að í öllum ríkjum Evrópu, að undanskildu Íslandi og Tyrklandi, er skaðaminnkun hluti af stefnumótun í vinnu með fíklum. Það er engu að síður löngu orðið ljóst að stríðið gegn vímuefnum er jafn tapað á Íslandi (og í Tyrklandi) eins og annars staðar. Nú hafa stjórnvöld og Íslendingar allir val. Ætlum við að halda áfram að stinga hausnum í sandinn og horfa á vímuefnatengd vandamál stækka enn meira en nú er orðið, eða ætlum við að bregðast við með því að skoða nýjar leiðir sem við vitum að hafa gefið góða raun og hafa möguleika á að lágmarka skaða af völdum vímuefnamisnotkunar um leið og við eflum öryggi og heilsu þess hóps sem um ræðir og almennings alls? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið áberandi það sem af er ári. Ég er í þeim hópi sem fagnar þeirri umræðu og bind vonir við að um sé að ræða upphaf stefnumótunar í vímuefnalöggjöf á Íslandi sem, ólíkt þeirri refsistefnu sem við höfum nú, hefur möguleika á því að bera árangur. Þrátt fyrir að búið sé að opna fyrir umræðuna um afglæpavæðingu er enn stór hluti fólks sem telur hana óhjákvæmilega fela í sér lögleiðingu fíkniefna. Afglæpavæðing felur slíkt hins vegar ekki nauðsynlega í sér heldur er um að ræða afnám refsinga vegna vörslu fíkniefna til einkanota. Það er líka algengur misskilningur að afglæpavæðing hafi í för með sér aukna neyslu, neyslutengdan skaða og glæpi en rannsóknir hafa leitt í ljós að í engu af þeim fjölda landa sem þegar hafa tekið skref í átt að afglæpavæðingu hefur slíkt verið uppi á teningnum.Árangur lét ekki á sér standa Það land sem hvað lengst er komið í þessu sambandi er Portúgal. Árið 2001 afglæpavæddu yfirvöld í Portúgal vörslu fíkniefna til einkanota. Skemmst frá því að segja að árangurinn lét ekki á sér standa, engin aukning varð á notkun vímuefna, dregið hefur úr vímuefnanotkun unglinga, neytendum sem nota hörð eiturlyf hefur fækkað, afplánunum og handtökum af völdum fíkniefna hefur fækkað, fleiri nýta sér meðferðarúrræði, færri dauðsföll hafa verið af völdum harðra efna auk þess sem umtalsvert færri hafa greinst með HIV og alnæmi. Sá árangur sem náðst hefur, í Portúgal og í fleiri löndum, er hins vegar ekki einungis afurð afglæpavæðingar vímuefna (eða skrefa í þá átt) heldur einnig skaðaminnkunar. Raunar helst þetta tvennt óhjákvæmilega í hendur. Skaðaminnkun felur í sér að einstaklingnum er mætt með virðingu þar sem hann er staddur og í tilviki fíkla er reynt að lágmarka þann skaða sem vímuefnanotkunin veldur svo sem með því að stuðla að því að sprautunotendur fái hreinan búnað og að bjóða upp á neyslurými þar sem neytendur geta athafnað sig í hreinu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Nú er svo komið að í öllum ríkjum Evrópu, að undanskildu Íslandi og Tyrklandi, er skaðaminnkun hluti af stefnumótun í vinnu með fíklum. Það er engu að síður löngu orðið ljóst að stríðið gegn vímuefnum er jafn tapað á Íslandi (og í Tyrklandi) eins og annars staðar. Nú hafa stjórnvöld og Íslendingar allir val. Ætlum við að halda áfram að stinga hausnum í sandinn og horfa á vímuefnatengd vandamál stækka enn meira en nú er orðið, eða ætlum við að bregðast við með því að skoða nýjar leiðir sem við vitum að hafa gefið góða raun og hafa möguleika á að lágmarka skaða af völdum vímuefnamisnotkunar um leið og við eflum öryggi og heilsu þess hóps sem um ræðir og almennings alls?
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun