Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar 20. febrúar 2025 07:59 Íslenskt samfélag hefur löngum lagt ríka áherslu á gæði og fagmennsku í iðngreinum. Iðnmeistararéttindi eru lykilþáttur í að tryggja öryggi, fagleg vinnubrögð og réttindi bæði neytenda og iðnaðarmannanna sjálfra. Hins vegar er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að viðhalda þessum kröfum og að meta erlenda iðnmenntun á réttmætan hátt, þannig að hæfir erlendir iðnaðarmenn fái tækifæri til að starfa hér á landi án þess að íslensk menntun iðnmeistara verði gengisfelld. Iðnmeistararéttindi eru ekki aðeins staðfesting á færni og þekkingu einstaklings heldur einnig trygging fyrir neytendur um að þjónustan sem veitt er uppfylli viðurkennda staðla. Ef kröfur til menntunar iðnmeistara eru veiklaðar, myndi það grafa undan gæðum í mannvirkjaiðnaði og auka hættu á mistökum sem geta haft slæmar og kostnaðarsamar afleiðingar. Áskoranir við mat á erlendum iðnréttindum Íslenskur vinnumarkaður þarf á starfskröftum fólks með iðnmenntun að halda. Margir erlendir iðnaðarmenn hafa umfangsmikla reynslu og menntun sem er sambærileg við íslenskar iðngreinar. Helsta áskorunin felst í því að tryggja sanngjarnt og réttlátt mat á erlendum réttindum án þess að grafa undan íslenska kerfinu. Við verðum að tryggja að regluverkið sé skýrt og að því sé framfylgt af festu. Að þær reglur og lög sem gilda um iðnmeistara séu virt og að meistararéttindi séu veitt á grundvelli viðurkenndrar menntunar og reynslu. Til að tryggja jafnvægi milli þess að vernda íslensk iðnmeistarapróf og styðja við hæfa erlenda iðnaðarmenn mætti skoða ýmsar lausnir. Í ræðu minni á Alþingi fyrr í vikunni ræddi ég mikilvægi þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að styrkja fagmenntun og virði gæðakröfur í iðngreinum, sérstaklega í ljósi þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir. Nú er tímabært að vinna hefjist við að skilgreina kröfur um meistararéttindi í iðngreinum, að sett verði skýr viðmið um lágmarksnámstíma og þekkingu. Til þess að auka gegnsæi og gæði í mannvirkjaiðnaði þarf einnig að setja kröfu á iðnmeistara - bæði íslenska og erlenda - um þekkingu á lögum og reglum um mannvirkjagerð og ábyrgð iðnmeistara. Tryggjum áfram gæði í mannvirkjaiðnaði Með ræðu minni vildi ég ítreka mikilvægi þess að virða iðnmeistararéttindi á Íslandi. Þau eru ein af grundvallarforsendum þess að hægt sé að tryggja öryggi og gæði í iðngreinum. Hins vegar er einnig nauðsynlegt að viðurkenna og meta hæfni erlendra iðnaðarmanna á sanngjarnan hátt. Með skýrum matsferlum, jöfnunarnámi og faglegu mati á raunverulegri reynslu er hægt að ná því jafnvægi. Vernda gæði íslenskrar iðnmenntunar án þess að loka á hæfa einstaklinga sem geta lagt mikið af mörkum til samfélagsins. Þetta er því ekki spurning um að fella úr gildi íslensk iðnréttindi eða draga úr kröfum, heldur um að skapa sanngjarnt, skilvirkt og gegnsætt kerfi sem tekur tillit til beggja sjónarmiða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Byggingariðnaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur löngum lagt ríka áherslu á gæði og fagmennsku í iðngreinum. Iðnmeistararéttindi eru lykilþáttur í að tryggja öryggi, fagleg vinnubrögð og réttindi bæði neytenda og iðnaðarmannanna sjálfra. Hins vegar er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að viðhalda þessum kröfum og að meta erlenda iðnmenntun á réttmætan hátt, þannig að hæfir erlendir iðnaðarmenn fái tækifæri til að starfa hér á landi án þess að íslensk menntun iðnmeistara verði gengisfelld. Iðnmeistararéttindi eru ekki aðeins staðfesting á færni og þekkingu einstaklings heldur einnig trygging fyrir neytendur um að þjónustan sem veitt er uppfylli viðurkennda staðla. Ef kröfur til menntunar iðnmeistara eru veiklaðar, myndi það grafa undan gæðum í mannvirkjaiðnaði og auka hættu á mistökum sem geta haft slæmar og kostnaðarsamar afleiðingar. Áskoranir við mat á erlendum iðnréttindum Íslenskur vinnumarkaður þarf á starfskröftum fólks með iðnmenntun að halda. Margir erlendir iðnaðarmenn hafa umfangsmikla reynslu og menntun sem er sambærileg við íslenskar iðngreinar. Helsta áskorunin felst í því að tryggja sanngjarnt og réttlátt mat á erlendum réttindum án þess að grafa undan íslenska kerfinu. Við verðum að tryggja að regluverkið sé skýrt og að því sé framfylgt af festu. Að þær reglur og lög sem gilda um iðnmeistara séu virt og að meistararéttindi séu veitt á grundvelli viðurkenndrar menntunar og reynslu. Til að tryggja jafnvægi milli þess að vernda íslensk iðnmeistarapróf og styðja við hæfa erlenda iðnaðarmenn mætti skoða ýmsar lausnir. Í ræðu minni á Alþingi fyrr í vikunni ræddi ég mikilvægi þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að styrkja fagmenntun og virði gæðakröfur í iðngreinum, sérstaklega í ljósi þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir. Nú er tímabært að vinna hefjist við að skilgreina kröfur um meistararéttindi í iðngreinum, að sett verði skýr viðmið um lágmarksnámstíma og þekkingu. Til þess að auka gegnsæi og gæði í mannvirkjaiðnaði þarf einnig að setja kröfu á iðnmeistara - bæði íslenska og erlenda - um þekkingu á lögum og reglum um mannvirkjagerð og ábyrgð iðnmeistara. Tryggjum áfram gæði í mannvirkjaiðnaði Með ræðu minni vildi ég ítreka mikilvægi þess að virða iðnmeistararéttindi á Íslandi. Þau eru ein af grundvallarforsendum þess að hægt sé að tryggja öryggi og gæði í iðngreinum. Hins vegar er einnig nauðsynlegt að viðurkenna og meta hæfni erlendra iðnaðarmanna á sanngjarnan hátt. Með skýrum matsferlum, jöfnunarnámi og faglegu mati á raunverulegri reynslu er hægt að ná því jafnvægi. Vernda gæði íslenskrar iðnmenntunar án þess að loka á hæfa einstaklinga sem geta lagt mikið af mörkum til samfélagsins. Þetta er því ekki spurning um að fella úr gildi íslensk iðnréttindi eða draga úr kröfum, heldur um að skapa sanngjarnt, skilvirkt og gegnsætt kerfi sem tekur tillit til beggja sjónarmiða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun