Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn Freyr Bjarnason skrifar 12. apríl 2014 07:00 Formaður sjálfstæðra Evrópumanna segir niðurstöðurnar staðfesta að góður grundvöllur sé fyrir nýjum hægriflokki. Fréttablaðið/GVA Í nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir hóp sem kannar möguleika á stofnun nýs stjórnmálaflokks kemur fram að 21,5 prósent aðspurðra telja það líklegt eða öruggt að þeir myndu kjósa Evrópusinnaðan flokk hægra megin við miðju. Sextán prósent segja það hvorki líklegt né ólíklegt og 62,5 prósent segja það ólíklegt eða að þau myndu örugglega ekki kjósa flokkinn. Ef greint er hvað þeir sem líklegt er að kjósi þennan flokk kusu síðast kemur í ljós að 26 prósent af fylginu kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vorið 2013, 20 prósent Samfylkinguna, 16 prósent Framsókn, 15 prósent Bjarta framtíð, 4 prósent Vinstri græna og 2 prósent Pírata.Í greiningu á könnuninni kemur fram að nýja flokknum hafi ekki verið stillt beint upp sem valkosti við hina flokkana en ef miðað er við síðustu könnun Capacent í mars síðastliðnum og tekið mið af því hvaðan nýi flokkurinn tæki fylgi yrði niðurstaðan nálægt þessu:Í greiningunni kemur fram að niðurstaðan sé alls ekki nákvæm og í útreikningunum hafi ekki verið reiknað með því að nýi flokkurinn fengi neitt af fylgi þeirra sem segja hvorki líklegt né ólíklegt að þeir kjósi hann. Hins vegar er reiknað með því að hann fái öll atkvæði þeirra sem segja að líklegt sé að þeir kjósi hann. Þess ber að geta að síðasti þingmaður Pírata stendur tæpt samkvæmt þessu og gæti það þingsæti nánast lent hvar sem er, samkvæmt greiningunni. Þar segir einnig að af þessu sjáist að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þegar tapað stórum hluta af því fylgi sem talið var kjarnafylgi, en í könnunum fram að landsfundi 2013 mældist hann yfirleitt með 35 til 40% fylgi, en fékk aðeins 26,7% í kosningunum. Líklegt er að það fylgi hafi farið yfir á Bjarta framtíð og Samfylkinguna, en færi nú yfir á nýjan flokk, samkvæmt greiningunni. Eva Heiða Hönnudóttir stjórnmálafræðingur segir niðurstöður könnunarinnar áhugaverðar. „Það kemur ekki á óvart að af þeim sem eru tilbúnir til að kjósa nýjan hægriflokk kaus fjórðungur Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Þar á eftir kemur Samfylkingin og þar eru væntanlega á ferðinni hægri kratarnir sem eru Evrópusinnaðir,“ segir Eva Heiða. „Það er líka áhugavert að 16 prósent af þeim sem myndu kjósa nýtt framboð kusu Framsókn síðast, miðað við hversu mikið Framsókn hefur sett sig á móti ESB.“ Í könnuninni var spurt: Ef fram kæmi nýtt framboð Evrópusinnaðs flokks hægra megin við miðju, hversu líklegt eða ólíklegt er að þú myndir greiða slíku framboði atkvæði þitt í alþingiskosningum ef kosið yrði til Alþingis í dag? Könnunin var unnin 3. til 10. apríl. Svarendur voru 1.667 og þar af tóku 1.378 afstöðu. Í nýlegri skoðanakönnun MMR sögðu 38,1 prósent aðspurðra koma til greina að kjósa nýtt framboð hægri manna sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Benedikt Jóhannesson, formaður sjálfstæðra Evrópumanna, tengist hópnum sem stóð að könnuninni. „Ég held að niðurstöðurnar staðfesti að það virðist vera góður grundvöllur fyrir frjálslyndum flokki sem leggur áherslu á markaðsviðskipti og vestræna samvinnu. Miðað við þetta er allmargt fólk sem telur að það sé einmitt tímabært að fara fram með hann núna,“ segir Benedikt. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Í nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir hóp sem kannar möguleika á stofnun nýs stjórnmálaflokks kemur fram að 21,5 prósent aðspurðra telja það líklegt eða öruggt að þeir myndu kjósa Evrópusinnaðan flokk hægra megin við miðju. Sextán prósent segja það hvorki líklegt né ólíklegt og 62,5 prósent segja það ólíklegt eða að þau myndu örugglega ekki kjósa flokkinn. Ef greint er hvað þeir sem líklegt er að kjósi þennan flokk kusu síðast kemur í ljós að 26 prósent af fylginu kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn vorið 2013, 20 prósent Samfylkinguna, 16 prósent Framsókn, 15 prósent Bjarta framtíð, 4 prósent Vinstri græna og 2 prósent Pírata.Í greiningu á könnuninni kemur fram að nýja flokknum hafi ekki verið stillt beint upp sem valkosti við hina flokkana en ef miðað er við síðustu könnun Capacent í mars síðastliðnum og tekið mið af því hvaðan nýi flokkurinn tæki fylgi yrði niðurstaðan nálægt þessu:Í greiningunni kemur fram að niðurstaðan sé alls ekki nákvæm og í útreikningunum hafi ekki verið reiknað með því að nýi flokkurinn fengi neitt af fylgi þeirra sem segja hvorki líklegt né ólíklegt að þeir kjósi hann. Hins vegar er reiknað með því að hann fái öll atkvæði þeirra sem segja að líklegt sé að þeir kjósi hann. Þess ber að geta að síðasti þingmaður Pírata stendur tæpt samkvæmt þessu og gæti það þingsæti nánast lent hvar sem er, samkvæmt greiningunni. Þar segir einnig að af þessu sjáist að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þegar tapað stórum hluta af því fylgi sem talið var kjarnafylgi, en í könnunum fram að landsfundi 2013 mældist hann yfirleitt með 35 til 40% fylgi, en fékk aðeins 26,7% í kosningunum. Líklegt er að það fylgi hafi farið yfir á Bjarta framtíð og Samfylkinguna, en færi nú yfir á nýjan flokk, samkvæmt greiningunni. Eva Heiða Hönnudóttir stjórnmálafræðingur segir niðurstöður könnunarinnar áhugaverðar. „Það kemur ekki á óvart að af þeim sem eru tilbúnir til að kjósa nýjan hægriflokk kaus fjórðungur Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Þar á eftir kemur Samfylkingin og þar eru væntanlega á ferðinni hægri kratarnir sem eru Evrópusinnaðir,“ segir Eva Heiða. „Það er líka áhugavert að 16 prósent af þeim sem myndu kjósa nýtt framboð kusu Framsókn síðast, miðað við hversu mikið Framsókn hefur sett sig á móti ESB.“ Í könnuninni var spurt: Ef fram kæmi nýtt framboð Evrópusinnaðs flokks hægra megin við miðju, hversu líklegt eða ólíklegt er að þú myndir greiða slíku framboði atkvæði þitt í alþingiskosningum ef kosið yrði til Alþingis í dag? Könnunin var unnin 3. til 10. apríl. Svarendur voru 1.667 og þar af tóku 1.378 afstöðu. Í nýlegri skoðanakönnun MMR sögðu 38,1 prósent aðspurðra koma til greina að kjósa nýtt framboð hægri manna sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Benedikt Jóhannesson, formaður sjálfstæðra Evrópumanna, tengist hópnum sem stóð að könnuninni. „Ég held að niðurstöðurnar staðfesti að það virðist vera góður grundvöllur fyrir frjálslyndum flokki sem leggur áherslu á markaðsviðskipti og vestræna samvinnu. Miðað við þetta er allmargt fólk sem telur að það sé einmitt tímabært að fara fram með hann núna,“ segir Benedikt.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira