Enginn man hvað gerðist nema börnin Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. apríl 2014 09:30 Guðmundur Ragnar og Gunnar eru sammála um að það sé ekki verið að ná til barna í sömu sporum og Guðmundur. Fréttablaðið/Stefán Guðmundur Ragnar Einarsson er barn alkóhólista. Hann var alinn upp í litlu samfélagi þar sem allir vissu um erfiðar heimilisaðstæður, en lokuðu augunum fyrir því. Guðmundur man eftir kennurum sem hann hafði hitt í kennslustund sama dag í partýum heima hjá sér. Hann segir leyndina yfir ástandinu það erfiðasta við að alast upp á alkóhólísku heimili og mikilvægt að ná til þessara barna og ljá þeim rödd. Gunnar Helgason er einn þeirra sem hefur komið sögu Guðmundar á framfæri, í gegnum barnabókaseríu, en hann vinnur nú að fjórðu bókinni í seríunni. Gunnar undirbýr nú fjórðu bókina í vinsælli seríu sinni um fótboltastrákinn Jón Jónsson og vini hans. Víti í Vestmannaeyjum, Aukaspyrna á Akureyri, Rangstæður í Reykjavík og nú fjórða bókin, Gula spjaldið í Gautaborg sem Gunnar er í óða önn að skrifa fjalla um fótboltastrákinn Jón Jónsson og vini hans. Bækurnar eru þó ekki eingöngu um fótbolta, því Ívar, vinur Jóns býr hjá drykkfelldum föður sínum sem beitir hann ofbeldi. Saga Ívars, er lauslega byggð á sögu Guðmundar Ragnars. En hvernig kom samstarfið til?Gunnar: Við Gummi unnum saman hjá Latabæ og kynntumst þar. Einhvern daginn bauð hann mér að koma með sér í veiði. Gummi fór fram á að ég myndi hlusta á hann í klukkustund á meðan við veiddum og mér fannst það ekki hátt gjald fyrir að fá að fara að veiða. Ég hélt raunverulega að hann væri að fara að nálgast mig með einhverja viðskiptahugmynd, en mig grunaði ekki að hann ætlaði að segja mér frá óvenjulegu lífshlaupi sínu.Guðmundur: Ég hef ekki áhuga á að segja einhverja sorgarsögu. En foreldrar mínir voru alkóhólistar og fóru mjög illa út úr því. Það var samt ekkert alltaf þannig, þegar ég var mjög ungur man ég eftir að hafa átt æðislega foreldra. Svo á einhverju augnabliki tók drykkjan bara yfir. Fyrst var það þannig að pabbi fór að drekka miklu meira, en mamma var svo fljót að ná honum. Þá týnist allt. En það sem er kannski verst við þetta, er að alast upp á heimili þar sem er mikill alkóhólismi og tilheyrandi læti, slagsmál og partý, er þessi leynd sem hvílir yfir ástandinu. Maður var kannski að mæta ósofinn, ólærður og kannski ekkert búinn að borða í skólann og var yfirleitt tekinn og settur í skammarkrókinn. Ég ólst upp í litlu samfélagi og ég veit að það vissu allir af þessu. Pabbi til dæmis, var góður kall og gerði ýmsa góða hluti, en það vissu allir af þessu drykkjuvandamáli. Hann var kennari og ég man stundum eftir að kennarar sem maður hafði hitt í kennslustund sama dag voru í partýi heima. Og þetta var allt svona, það vissu allir um þetta, eða margir – en það var enginn til í að tala við mann. Það er það sem ég tel að þurfi að breyta og þess vegna er ég að tala um þetta hér.Gunnar: Ég velti því auðvitað fyrir mér, af hverju hann væri að segja mér þetta þarna í veiðinni og þá sagði hann mér að hann vildi koma sögunni á framfæri. Til þess að hjálpa öðrum, börnum og fullorðnum, í sömu aðstæðum.Fullorðna samfélagið hlustaði ekkiGuðmundur: Það er þessi leynd yfir þessu og þessi skömm sem að ég held að sé hættulegust. Maður verður fyrir alls konar áföllum, það verða slys og slagsmál fara illa og oft á tíðum komu læknar heim til okkar, en við bræðurnir vorum þá bara lokaðir inn í herbergi og maður fékk aldrei að vita neitt. Það þarf engan ofsa, eða að rífa börn af heimilinu, það þarf bara að tala við þessa krakka og ljá þeim rödd. Maður vaknar alltaf daginn eftir og enginn man hvað gerðist nema börnin. Þetta er svo rosalega súr heimur að þú ferð að rífa sjálfan þig niður fyrir að hafa kannski ímyndað þér þetta, en maður sér ummerkin, sem geta verið blóð eða hvaðeina, en samt er eins og ekkert hafi gerst og allt er þaggað niður og þannig verða börn öryggislaus. Allt þetta ofbeldi, og allt sem gerist, það sem skiptir mestu máli er að láta þau vita að þau séu ekki sökudólgar. Gunnar: Ég var með það í huganum að skrifa bækur um fótbolta fyrir börn en vantaði alltaf dýpri baksögu. Svo allt í einu small þetta, að ég gæti tvinnað svona saman og staðið við skuldbindinguna við Gumma í leiðinni, sem var að koma þessari sögu út. Í bókunum er það Ívar, sem býr hjá drykkfelldum föður - líkist ekkert því sem Gummi ólst upp við en það er ínspírerað af því. Myndirðu ekki segja það?Guðmundur: Ég tengi mikið við það hvernig Ívari líður í sögunni, en þetta er ekki pabbi minn. Ég tengi líka við það að þetta fullorðna samfélag sem vildi ekki hlusta, þannig að maður þurfti að grípa til eigin ráða. Ég var svo heppinn að ég átti afa og ömmu sem ég gat leitað til þegar hlutirnir voru sem verstir og ég held að það hafi átt sinn þátt í því að ég fetaði ekki sömu leið og mamma og pabbi, og báðir bræður mínir. Þau sýndu mér að það var öðruvísi líf í boði.Hittu mig eftir hálft ár Yngri bróðir Guðmundar, Snorri, lést úr ofneyslu árið 2009, en eldri bróðir hans hefur verið edrú í bráðum tuttugu ár. Foreldrar Guðmundur eru báðir látnir, móðir hans tók eigið líf fyrir sautján árum en pabbi hans lést fyrir skömmu, þá illa farinn af drykkju.Gunnar: Við Gummi erum sammála um að það vantar einhver úrræði fyrir þessi börn. Ég fór að lesa úr fyrstu bókinni í grunnskóla og var að segja frá bókinni. Sagði frá Ívari, og að hann væri óheppinn með pabba því hann væri alkóhólisti og beitti börnin sín ofbeldi. Ég bætti svo við að ekki mætti ekki lemja börn undir nokkrum kringumstæðum og ef einhver væri í þeim aðstæðum yrðu þau að segja frá. Þá fóru svona sjö hendur á loft.Guðmundur: Þó að maður alist upp í þessu umhverfi er óþarfi að fara þessa leið sjálfur. Það eru vitaskuld margir sem gera það, en þjóðfélagið er líka að segja það við þig. Í stað þess að vinna með þessum krökkum, eru þau, því miður, dálítið dæmd fyrir allt saman. Það er allavega mín reynsla. Ég trúi því samt að flestir foreldrar í þessari stöðu vilji losna. Þegar svona er komið fyrir fólki, virðist vandamálið vera óyfirstíganlegt, en ef þau sjá útgönguleið held ég að það geti fengið fólk til að fara í meðferð og taka sig á. Þetta snýst ekki um mig, eða að ég hafi meiðst, eða að ég og bræður mínir höfum falið okkur undir rúmi þegar það versta gekk yfir. Þetta snýst um það sem er aktúelt og er að gerast á þessari stundu.Gunnar: Já, en Gummi, börn þurfa að finna samhljóm. Til að börn samsvari sér og trúi að þarna sé maður sem skilur þau. Guðmundur: Ég vil fyrst og fremst vekja fólk til umhugsunar. Hver eru úrræðin fyrir krakka í svona stöðu? Við Gunnar fórum einu sinni að hitta barnasálfræðing hjá SÁÁ, sem var yndislegur og langaði að gera miklu meira, og var algjörlega með puttann á púlsinum, en hann sagði okkur að biðlistinn hjá sér væri hálft ár. Ímyndaðu þér hvað er erfitt fyrir barn að taka upp símann, þetta eru erfiðustu skref sem það mun nokkurn tíma taka að opna á þetta, þegar allir eru búnir að vera að segja þér að halda öllu leyndu, alla ævi. Og hvert er svarið? Já. Hittu mig eftir hálft ár.Gunnar: Hálft ár hjá barni er hálf mannsævi.Guðmundur: Draumurinn er að koma á fót stofnun, sem börn geta leitað til. Ég held að símanúmer sé ekki nóg - einhver þarf að svara. Ég ætla ekki að dissa tólf spor eða AA-samtökin, eða hvað sem helst, en þetta er alltaf bara alkóhólistinn. Það er ekki nóg að vera í AA og fara á fundi, en síðan er allt í steik heima. Og það eru örfáir krakkar sem vita sjálfir hvert þeir eiga að sækja sér hjálp. Ég þekki engan krakka sem myndi hugsa: „Já. Nú hefur ýmislegt gengið á og best er fyrir mig að fara að vinna í minni meðvirkni á Al-anon fundi fyrir aðstandendur.”Gunnar: Það er ekki verið að ná til barnanna.Guðmundur: Það gleymist svo oft og það er svo leiðinlegt, að það þarf bara að tala við þessi börn. Margir eru börn alkóhólista sem eru að gera vonda hluti, en eru góðir krakkar inn við beinið.Ása MargrétÁsa Margrét Sigurjónsdóttir er sálfræðingur hjá SÁÁ, en samtökin veita þjónustu börnum alkóhólista frá átta til átján ára.Hvað með börn sem eru yngri eða eldri? „Okkar þjónusta snýr aðallega að fræðslu um alkóhólisma og öllu sem því fylgir, auk þess sem það er forvörn fyrir því að börnin leiðist sjálf út á þessa braut og einnig stuðningur vegna aðstæðna þeirra. Það var ákveðið að setja þennan aldursramma þar sem reynslan sýndi okkur að börn yngri en átta ára hafa ekki nægilegan þroska til að skilja þá fræðslu sem fer fram hér en það hafa verið undantekningar á þessu. Það fer algjörlega eftir aðstæðum barnanna. Það kemur fyrir að við fáum börn hingað yngri en átta ára sem við ræðum við og það kemur strax í ljós hvort okkar þjónusta hentar þeim aldurshópi.“Stígið þið inn í einstök mál? „Hlutverk okkar er ekki beinlínis að stíga inn í þeirra aðstæður heldur frekar að veita þeim stuðning vegna aðstæðna þeirra. Ef ég tel að öryggi barnsins sé ógnað á einhvern hátt, þá ber mér lagaleg skylda til að tilkynna það til Barnaverndar og það gerum við hér ef börn búa við óviðunandi aðstæður. Við erum í góðu samstarfi við Barnavernd – bæði vísa þau börnum til okkar í viðtöl og við tilkynnum heimilisaðstæður sem við teljum skaðlegar barninu.“Eru börn sjálf að hringja og biðja um viðtöl? „Nei, það er mjög lítið um það. Í flestum tilfellum er um að ræða skyldmenni sem koma börnum til okkar.“Hversu langan tíma tekur að komast að? „Núna eru yfir fimmtíu börn á þessum biðlista og hann lengist bara. Það getur verið allt upp í 4-5 mánaðar bið að komast að. Það væri hægt að gera meira ef það væri meira fjármagn. Þetta snýst náttúrulega algjörlega um það. Við vorum þrír sálfræðingar að sinna þessari stöðu fyrir tæplega ári síðan, en núna er ég bara ein og þess vegna verður biðin sífellt lengri fyrir þessi börn.“Hvað myndir þú vilja gera ef fjárráðin væru rýmri? „Reynslan hefur sýnt að almennt eru börnin og foreldrar þeirra mjög ánægðir með þjónustuna, það er mikið um endurkomuviðtöl. En það er alltaf hægt að bæta þjónustuna. Við viljum auðvitað minnka biðtímann hjá okkur svo að allir komast að þegar þörfin er sem mest. Ef það væri til nægilegt fjármagn væri hægt að bjóða börnum og fjölskyldum þeirra upp á betri þjónustu. Ég sé fyrir mér að það væri hægt að bjóða upp á heildræna sálfræðimeðferð fyrir fjölskylduna. Þar sem er ekki aðeins unnið með barninu heldur með allri fjölskyldunni í heild.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Guðmundur Ragnar Einarsson er barn alkóhólista. Hann var alinn upp í litlu samfélagi þar sem allir vissu um erfiðar heimilisaðstæður, en lokuðu augunum fyrir því. Guðmundur man eftir kennurum sem hann hafði hitt í kennslustund sama dag í partýum heima hjá sér. Hann segir leyndina yfir ástandinu það erfiðasta við að alast upp á alkóhólísku heimili og mikilvægt að ná til þessara barna og ljá þeim rödd. Gunnar Helgason er einn þeirra sem hefur komið sögu Guðmundar á framfæri, í gegnum barnabókaseríu, en hann vinnur nú að fjórðu bókinni í seríunni. Gunnar undirbýr nú fjórðu bókina í vinsælli seríu sinni um fótboltastrákinn Jón Jónsson og vini hans. Víti í Vestmannaeyjum, Aukaspyrna á Akureyri, Rangstæður í Reykjavík og nú fjórða bókin, Gula spjaldið í Gautaborg sem Gunnar er í óða önn að skrifa fjalla um fótboltastrákinn Jón Jónsson og vini hans. Bækurnar eru þó ekki eingöngu um fótbolta, því Ívar, vinur Jóns býr hjá drykkfelldum föður sínum sem beitir hann ofbeldi. Saga Ívars, er lauslega byggð á sögu Guðmundar Ragnars. En hvernig kom samstarfið til?Gunnar: Við Gummi unnum saman hjá Latabæ og kynntumst þar. Einhvern daginn bauð hann mér að koma með sér í veiði. Gummi fór fram á að ég myndi hlusta á hann í klukkustund á meðan við veiddum og mér fannst það ekki hátt gjald fyrir að fá að fara að veiða. Ég hélt raunverulega að hann væri að fara að nálgast mig með einhverja viðskiptahugmynd, en mig grunaði ekki að hann ætlaði að segja mér frá óvenjulegu lífshlaupi sínu.Guðmundur: Ég hef ekki áhuga á að segja einhverja sorgarsögu. En foreldrar mínir voru alkóhólistar og fóru mjög illa út úr því. Það var samt ekkert alltaf þannig, þegar ég var mjög ungur man ég eftir að hafa átt æðislega foreldra. Svo á einhverju augnabliki tók drykkjan bara yfir. Fyrst var það þannig að pabbi fór að drekka miklu meira, en mamma var svo fljót að ná honum. Þá týnist allt. En það sem er kannski verst við þetta, er að alast upp á heimili þar sem er mikill alkóhólismi og tilheyrandi læti, slagsmál og partý, er þessi leynd sem hvílir yfir ástandinu. Maður var kannski að mæta ósofinn, ólærður og kannski ekkert búinn að borða í skólann og var yfirleitt tekinn og settur í skammarkrókinn. Ég ólst upp í litlu samfélagi og ég veit að það vissu allir af þessu. Pabbi til dæmis, var góður kall og gerði ýmsa góða hluti, en það vissu allir af þessu drykkjuvandamáli. Hann var kennari og ég man stundum eftir að kennarar sem maður hafði hitt í kennslustund sama dag voru í partýi heima. Og þetta var allt svona, það vissu allir um þetta, eða margir – en það var enginn til í að tala við mann. Það er það sem ég tel að þurfi að breyta og þess vegna er ég að tala um þetta hér.Gunnar: Ég velti því auðvitað fyrir mér, af hverju hann væri að segja mér þetta þarna í veiðinni og þá sagði hann mér að hann vildi koma sögunni á framfæri. Til þess að hjálpa öðrum, börnum og fullorðnum, í sömu aðstæðum.Fullorðna samfélagið hlustaði ekkiGuðmundur: Það er þessi leynd yfir þessu og þessi skömm sem að ég held að sé hættulegust. Maður verður fyrir alls konar áföllum, það verða slys og slagsmál fara illa og oft á tíðum komu læknar heim til okkar, en við bræðurnir vorum þá bara lokaðir inn í herbergi og maður fékk aldrei að vita neitt. Það þarf engan ofsa, eða að rífa börn af heimilinu, það þarf bara að tala við þessa krakka og ljá þeim rödd. Maður vaknar alltaf daginn eftir og enginn man hvað gerðist nema börnin. Þetta er svo rosalega súr heimur að þú ferð að rífa sjálfan þig niður fyrir að hafa kannski ímyndað þér þetta, en maður sér ummerkin, sem geta verið blóð eða hvaðeina, en samt er eins og ekkert hafi gerst og allt er þaggað niður og þannig verða börn öryggislaus. Allt þetta ofbeldi, og allt sem gerist, það sem skiptir mestu máli er að láta þau vita að þau séu ekki sökudólgar. Gunnar: Ég var með það í huganum að skrifa bækur um fótbolta fyrir börn en vantaði alltaf dýpri baksögu. Svo allt í einu small þetta, að ég gæti tvinnað svona saman og staðið við skuldbindinguna við Gumma í leiðinni, sem var að koma þessari sögu út. Í bókunum er það Ívar, sem býr hjá drykkfelldum föður - líkist ekkert því sem Gummi ólst upp við en það er ínspírerað af því. Myndirðu ekki segja það?Guðmundur: Ég tengi mikið við það hvernig Ívari líður í sögunni, en þetta er ekki pabbi minn. Ég tengi líka við það að þetta fullorðna samfélag sem vildi ekki hlusta, þannig að maður þurfti að grípa til eigin ráða. Ég var svo heppinn að ég átti afa og ömmu sem ég gat leitað til þegar hlutirnir voru sem verstir og ég held að það hafi átt sinn þátt í því að ég fetaði ekki sömu leið og mamma og pabbi, og báðir bræður mínir. Þau sýndu mér að það var öðruvísi líf í boði.Hittu mig eftir hálft ár Yngri bróðir Guðmundar, Snorri, lést úr ofneyslu árið 2009, en eldri bróðir hans hefur verið edrú í bráðum tuttugu ár. Foreldrar Guðmundur eru báðir látnir, móðir hans tók eigið líf fyrir sautján árum en pabbi hans lést fyrir skömmu, þá illa farinn af drykkju.Gunnar: Við Gummi erum sammála um að það vantar einhver úrræði fyrir þessi börn. Ég fór að lesa úr fyrstu bókinni í grunnskóla og var að segja frá bókinni. Sagði frá Ívari, og að hann væri óheppinn með pabba því hann væri alkóhólisti og beitti börnin sín ofbeldi. Ég bætti svo við að ekki mætti ekki lemja börn undir nokkrum kringumstæðum og ef einhver væri í þeim aðstæðum yrðu þau að segja frá. Þá fóru svona sjö hendur á loft.Guðmundur: Þó að maður alist upp í þessu umhverfi er óþarfi að fara þessa leið sjálfur. Það eru vitaskuld margir sem gera það, en þjóðfélagið er líka að segja það við þig. Í stað þess að vinna með þessum krökkum, eru þau, því miður, dálítið dæmd fyrir allt saman. Það er allavega mín reynsla. Ég trúi því samt að flestir foreldrar í þessari stöðu vilji losna. Þegar svona er komið fyrir fólki, virðist vandamálið vera óyfirstíganlegt, en ef þau sjá útgönguleið held ég að það geti fengið fólk til að fara í meðferð og taka sig á. Þetta snýst ekki um mig, eða að ég hafi meiðst, eða að ég og bræður mínir höfum falið okkur undir rúmi þegar það versta gekk yfir. Þetta snýst um það sem er aktúelt og er að gerast á þessari stundu.Gunnar: Já, en Gummi, börn þurfa að finna samhljóm. Til að börn samsvari sér og trúi að þarna sé maður sem skilur þau. Guðmundur: Ég vil fyrst og fremst vekja fólk til umhugsunar. Hver eru úrræðin fyrir krakka í svona stöðu? Við Gunnar fórum einu sinni að hitta barnasálfræðing hjá SÁÁ, sem var yndislegur og langaði að gera miklu meira, og var algjörlega með puttann á púlsinum, en hann sagði okkur að biðlistinn hjá sér væri hálft ár. Ímyndaðu þér hvað er erfitt fyrir barn að taka upp símann, þetta eru erfiðustu skref sem það mun nokkurn tíma taka að opna á þetta, þegar allir eru búnir að vera að segja þér að halda öllu leyndu, alla ævi. Og hvert er svarið? Já. Hittu mig eftir hálft ár.Gunnar: Hálft ár hjá barni er hálf mannsævi.Guðmundur: Draumurinn er að koma á fót stofnun, sem börn geta leitað til. Ég held að símanúmer sé ekki nóg - einhver þarf að svara. Ég ætla ekki að dissa tólf spor eða AA-samtökin, eða hvað sem helst, en þetta er alltaf bara alkóhólistinn. Það er ekki nóg að vera í AA og fara á fundi, en síðan er allt í steik heima. Og það eru örfáir krakkar sem vita sjálfir hvert þeir eiga að sækja sér hjálp. Ég þekki engan krakka sem myndi hugsa: „Já. Nú hefur ýmislegt gengið á og best er fyrir mig að fara að vinna í minni meðvirkni á Al-anon fundi fyrir aðstandendur.”Gunnar: Það er ekki verið að ná til barnanna.Guðmundur: Það gleymist svo oft og það er svo leiðinlegt, að það þarf bara að tala við þessi börn. Margir eru börn alkóhólista sem eru að gera vonda hluti, en eru góðir krakkar inn við beinið.Ása MargrétÁsa Margrét Sigurjónsdóttir er sálfræðingur hjá SÁÁ, en samtökin veita þjónustu börnum alkóhólista frá átta til átján ára.Hvað með börn sem eru yngri eða eldri? „Okkar þjónusta snýr aðallega að fræðslu um alkóhólisma og öllu sem því fylgir, auk þess sem það er forvörn fyrir því að börnin leiðist sjálf út á þessa braut og einnig stuðningur vegna aðstæðna þeirra. Það var ákveðið að setja þennan aldursramma þar sem reynslan sýndi okkur að börn yngri en átta ára hafa ekki nægilegan þroska til að skilja þá fræðslu sem fer fram hér en það hafa verið undantekningar á þessu. Það fer algjörlega eftir aðstæðum barnanna. Það kemur fyrir að við fáum börn hingað yngri en átta ára sem við ræðum við og það kemur strax í ljós hvort okkar þjónusta hentar þeim aldurshópi.“Stígið þið inn í einstök mál? „Hlutverk okkar er ekki beinlínis að stíga inn í þeirra aðstæður heldur frekar að veita þeim stuðning vegna aðstæðna þeirra. Ef ég tel að öryggi barnsins sé ógnað á einhvern hátt, þá ber mér lagaleg skylda til að tilkynna það til Barnaverndar og það gerum við hér ef börn búa við óviðunandi aðstæður. Við erum í góðu samstarfi við Barnavernd – bæði vísa þau börnum til okkar í viðtöl og við tilkynnum heimilisaðstæður sem við teljum skaðlegar barninu.“Eru börn sjálf að hringja og biðja um viðtöl? „Nei, það er mjög lítið um það. Í flestum tilfellum er um að ræða skyldmenni sem koma börnum til okkar.“Hversu langan tíma tekur að komast að? „Núna eru yfir fimmtíu börn á þessum biðlista og hann lengist bara. Það getur verið allt upp í 4-5 mánaðar bið að komast að. Það væri hægt að gera meira ef það væri meira fjármagn. Þetta snýst náttúrulega algjörlega um það. Við vorum þrír sálfræðingar að sinna þessari stöðu fyrir tæplega ári síðan, en núna er ég bara ein og þess vegna verður biðin sífellt lengri fyrir þessi börn.“Hvað myndir þú vilja gera ef fjárráðin væru rýmri? „Reynslan hefur sýnt að almennt eru börnin og foreldrar þeirra mjög ánægðir með þjónustuna, það er mikið um endurkomuviðtöl. En það er alltaf hægt að bæta þjónustuna. Við viljum auðvitað minnka biðtímann hjá okkur svo að allir komast að þegar þörfin er sem mest. Ef það væri til nægilegt fjármagn væri hægt að bjóða börnum og fjölskyldum þeirra upp á betri þjónustu. Ég sé fyrir mér að það væri hægt að bjóða upp á heildræna sálfræðimeðferð fyrir fjölskylduna. Þar sem er ekki aðeins unnið með barninu heldur með allri fjölskyldunni í heild.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira