Grátur og gnístran tanna í Reykjavík Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 16. apríl 2014 07:00 Heimili: Reykjavík. Velferð: ? Okkur skortir rannsóknir en vitum þó að margir borgarbúar eru hjálparþurfi. Aldraðir, veikir, fatlaðir, efnalitlar fjölskyldur, námsmenn, fíklar, heimilislausir, útlendingar, atvinnuleitendur, fangar, skuldarar, börn og unglingar sem búa við erfiðar heimilisaðstæður eða kljást við vanlíðan af öðrum sökum… listinn er langur. Borgin stendur sig ekki vel í að rétta hjálparhönd. Ástæður eru m.a.:peningaskortur.kerfisbákn og regluveldi sem þarf að taka til í.þekkingarskortur á aðstæðum borgarbúa.hugsunarleysi.vond lög og reglugerðir.forréttindi sem fast er haldið í.lélegt upplýsingakerfi og skertur aðgangur fólks að vitneskju um málefni sem það varðar.hræðsla við breytingar. Kerfið ver alltaf sjálft sig, rétt eins og valdamiklir völdin sín og auðmenn peningana sína. Þess vegna þurfum við „counterstrike“; öflugt aðhald og sterka mannréttindagátt sem verkar eins og gagnárás ef stjórnkerfi borgarinnar fer að ganga á réttindi borgaranna og borgin hættir að rækja skyldur sínar. Í Reykjavík er grátur og gnístran tanna daglegt brauð á mörgum heimilum, þar með töldum elliheimilum, fangelsum, sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, sambýlum o.fl. þar sem fólk heldur heimili, nauðugt eða sjálfviljugt. Fjöldi fólks glímir ekki bara við fjárhags-, skulda- og húsnæðisvandamál heldur líka áhyggjur af börnunum sínum, einmanaleika, næringarskort, áhrifaleysi og lamandi þreytu, uppgjöf og úrræðaleysi þess sem stendur andspænis ofurvaldi gamalgróins kerfis. Því sem næst öll orka margra fer í að sækja rétt sinn til borgarinnar og/eða verjast ofurkröfum banka og lögfræðinga, í stað þess að byggja sig upp, gefa af sér, ná heilsu, vinna, mennta sig og vera með fjölskyldu sinni og fleira fólki. Þið ykkar sem eruð í góðum málum, lokið augunum skamma stund og ímyndið ykkur hvernig það er að horfa í augun á svöngu barni og segja „því miður“ eða streituna sem fylgir öllum erfiðleikunum sem taldir eru upp hér að framan. Þeir eru raunveruleg viðfangsefni margra Reykvíkinga.Hvað er til ráða? Hér eru nokkrar tillögur. Borgin getur: 1. Greitt öllum Reykvíkingum grunnframfærslu. 2. Léð þeim húsrúm sem vantar samastað. Borgin á yfir 300 fasteignir og getur samið um að fá fleiri, t.d. frá Íbúðalánasjóði. 3. Boðið borgurum upp á hollan morgunverð. 4. Gert leikskólann gjaldfrjálsan. 5. Spurt borgarana sjálfa hverju þarf að breyta. 6. Innleitt áætlun undirritaðrar um nýjar leiðir fyrir þá sem skulda Reykjavíkurborg. Sjá „Ég skil! Skuldaskil“ á blog.piratar.is/kristin. 7. Haldið alþjóðlega samkeppni í formi fjársjóðsleitar: „Leitin að nýjum tekjulindum fyrir Reykjavík.“ 8. Einfaldað stjórnun borgarinnar, aukið aðgengi að upplýsingum og skilgreint alla aðstoð við borgarbúa upp á nýtt með einfaldleika og gagnsæi í forgrunni. 9. Komið því skýrt á framfæri hverjar skyldur borgarinnar og réttindi borgarbúa eru. 10. Komið á alvöru þátttökulýðræði. 11. Nýtt borgarbyggingar betur undir samveru borgarbúa, tómstundir, fræðslu, samhjálp og vinnuskipti. Húsnæði er vannýtt til dæmis í kirkjum og félagsmiðstöðvar hafa breyst í „eitthvað sem er til úti á landi“ að miklu leyti. 12. Hér má hlaða inn öllu þessu góða sem við getum farið að hugsa um þegar við höfum þak yfir höfuðið, mat á borðið og erum ekki að sligast af áhyggjum út af skuldum og velferð barnanna okkar. Það er léleg klisja að við getum engu breytt. Það hefur þvert á móti aldrei neitt breyst nema einmitt vegna þess að einstaklingar tóku sig saman og breyttu því, svo vitnað sé til orða mannfræðingsins Margaret Mead. Við getum breytt borginni í betri samastað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Heimili: Reykjavík. Velferð: ? Okkur skortir rannsóknir en vitum þó að margir borgarbúar eru hjálparþurfi. Aldraðir, veikir, fatlaðir, efnalitlar fjölskyldur, námsmenn, fíklar, heimilislausir, útlendingar, atvinnuleitendur, fangar, skuldarar, börn og unglingar sem búa við erfiðar heimilisaðstæður eða kljást við vanlíðan af öðrum sökum… listinn er langur. Borgin stendur sig ekki vel í að rétta hjálparhönd. Ástæður eru m.a.:peningaskortur.kerfisbákn og regluveldi sem þarf að taka til í.þekkingarskortur á aðstæðum borgarbúa.hugsunarleysi.vond lög og reglugerðir.forréttindi sem fast er haldið í.lélegt upplýsingakerfi og skertur aðgangur fólks að vitneskju um málefni sem það varðar.hræðsla við breytingar. Kerfið ver alltaf sjálft sig, rétt eins og valdamiklir völdin sín og auðmenn peningana sína. Þess vegna þurfum við „counterstrike“; öflugt aðhald og sterka mannréttindagátt sem verkar eins og gagnárás ef stjórnkerfi borgarinnar fer að ganga á réttindi borgaranna og borgin hættir að rækja skyldur sínar. Í Reykjavík er grátur og gnístran tanna daglegt brauð á mörgum heimilum, þar með töldum elliheimilum, fangelsum, sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, sambýlum o.fl. þar sem fólk heldur heimili, nauðugt eða sjálfviljugt. Fjöldi fólks glímir ekki bara við fjárhags-, skulda- og húsnæðisvandamál heldur líka áhyggjur af börnunum sínum, einmanaleika, næringarskort, áhrifaleysi og lamandi þreytu, uppgjöf og úrræðaleysi þess sem stendur andspænis ofurvaldi gamalgróins kerfis. Því sem næst öll orka margra fer í að sækja rétt sinn til borgarinnar og/eða verjast ofurkröfum banka og lögfræðinga, í stað þess að byggja sig upp, gefa af sér, ná heilsu, vinna, mennta sig og vera með fjölskyldu sinni og fleira fólki. Þið ykkar sem eruð í góðum málum, lokið augunum skamma stund og ímyndið ykkur hvernig það er að horfa í augun á svöngu barni og segja „því miður“ eða streituna sem fylgir öllum erfiðleikunum sem taldir eru upp hér að framan. Þeir eru raunveruleg viðfangsefni margra Reykvíkinga.Hvað er til ráða? Hér eru nokkrar tillögur. Borgin getur: 1. Greitt öllum Reykvíkingum grunnframfærslu. 2. Léð þeim húsrúm sem vantar samastað. Borgin á yfir 300 fasteignir og getur samið um að fá fleiri, t.d. frá Íbúðalánasjóði. 3. Boðið borgurum upp á hollan morgunverð. 4. Gert leikskólann gjaldfrjálsan. 5. Spurt borgarana sjálfa hverju þarf að breyta. 6. Innleitt áætlun undirritaðrar um nýjar leiðir fyrir þá sem skulda Reykjavíkurborg. Sjá „Ég skil! Skuldaskil“ á blog.piratar.is/kristin. 7. Haldið alþjóðlega samkeppni í formi fjársjóðsleitar: „Leitin að nýjum tekjulindum fyrir Reykjavík.“ 8. Einfaldað stjórnun borgarinnar, aukið aðgengi að upplýsingum og skilgreint alla aðstoð við borgarbúa upp á nýtt með einfaldleika og gagnsæi í forgrunni. 9. Komið því skýrt á framfæri hverjar skyldur borgarinnar og réttindi borgarbúa eru. 10. Komið á alvöru þátttökulýðræði. 11. Nýtt borgarbyggingar betur undir samveru borgarbúa, tómstundir, fræðslu, samhjálp og vinnuskipti. Húsnæði er vannýtt til dæmis í kirkjum og félagsmiðstöðvar hafa breyst í „eitthvað sem er til úti á landi“ að miklu leyti. 12. Hér má hlaða inn öllu þessu góða sem við getum farið að hugsa um þegar við höfum þak yfir höfuðið, mat á borðið og erum ekki að sligast af áhyggjum út af skuldum og velferð barnanna okkar. Það er léleg klisja að við getum engu breytt. Það hefur þvert á móti aldrei neitt breyst nema einmitt vegna þess að einstaklingar tóku sig saman og breyttu því, svo vitnað sé til orða mannfræðingsins Margaret Mead. Við getum breytt borginni í betri samastað.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun