Þörf á nýrri hugsun til að taka á húsnæðisvandanum Höskuldur Kári Schram skrifar 19. apríl 2014 12:00 vísir/pjetur „Okkar loforð miða að því að efnahagur foreldra og fjölskyldna eigi ekki að koma í veg fyrir að börn geti verið virkir þátttakendur í íþróttum og tónlistarnámi. Við verðum að horfast í augu við það að það eru margar fjölskyldur í borginni sem eiga erfitt með að láta enda ná saman. Það fylgja mikil útgjöld þessum frístundahluta og með því að hækka frístundakortið þá erum við að reyna að koma til móts við þessar fjölskyldur. Við viljum líka auka systkinaafslætti, þannig að þeir gildi þvert á skólastig,“ segir Dagur. Hann segir að hækkunin verði innleidd í áföngum. „Allt sem við segjum í okkar kosningastefnuskrá byggjum við á fimm ára áætlun í fjármálum Reykjavíkurborgar. Ég held að fólk sé alveg komið með nóg af loforðafylleríi í aðdraganda kosninga. Þannig að við setjum bara það fram sem við treystum okkur til að standa við. Það þarf að taka svona hækkun í áföngum. Þannig treystum við okkur til að gera þetta.“Húsnæðisvandinn stærsta málið Dagur gerir ráð fyrir því að húsnæðisvandinn verði stærsta málið í komandi kosningum. Hann segir þörf á nýrri hugsun til að taka á vandanum. „Við höfum sett fram áætlun og gerðum það í fyrra um uppbyggingu á 2.500 til 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðum á næstu árum. Við viljum hins vegar stilla upp lausnum fyrir alla en ekki bara suma. Við erum að horfa á félagslega hlutann og þar viljum við vinna mjög þétt með verkalýðshreyfingunni að nýrri hugsun og nýjum lausnum sem koma til móts við þá sem hafa minnst á milli handanna. Við viljum ekki að sum svæði í Reykjavík verði bara fyrir fáa og ríka sem búa í lúxusíbúðum. Við viljum þess í stað að borgin verði öll blönduð. Svo erum við að vinna með lífeyrissjóðunum sem vilja koma með fjármagn inn á almennan leigumarkað sem er kannski fyrir fjölbreyttari hóp, þ.m.t. þá sem eru efnameiri en þá vídd hefur vantað inn á leigumarkað á Íslandi. Þar sjáum við fyrir okkur að borgin leggi fram lóðir en sjóðirnir komi með fjármagnið. Svo viljum við vinna með stúdentum sem eru að sinna mikilvægum hóp. Við verðum að átta okkur á því að þegar við byggjum 500 stúdentaíbúðir þá erum við kannski í leiðinni að opna 500 íbúðir fyrir aðra á leigumarkaði. Svo eru það búseturéttaríbúðir bæði fyrir eldra fólk og fyrir venjulegar barnafjölskyldur. Við hugsum þetta út frá því að borgarbúar eru ekki allir steyptir í sama mót. Þeir eru fjölbreyttir og húsnæðismarkaðurinn þarf að vera fyrir alla. Öryggið þarf líka að vera fyrir alla en ekki bara suma,“ segir Dagur.Ekki fleiri hótel í miðbænum Mikil hóteluppbygging hefur átt sér stað í Reykjavík samfara auknum straumi ferðamanna hingað til lands. Dagur segist ekki vilja sjá fleiri hótel í miðborginni. „Nú eru á áætlun 1.100 ný herbergi fyrst og fremst miðsvæðis og við höfum stutt mörg þeirra, meðal annars í gegnum skipulag. Það er vegna þess að ef það eru ekki byggð hótelherbergi þá skapast þrýstingur á leigumarkað. Ferðaþjónustan borar sig þá inn í íbúðahverfin sem eru miðsvæðis. Þess vegna þurfum við að byggja hótel. En ég gaf líka mjög skýra yfirlýsingu um daginn um að mér finnst nóg komið af hóteluppbyggingu í miðborginni. Við stöndum með þeim verkefnum sem eru komin á dagskrá en nú viljum við beina næstu bylgju inn á önnur svæði. Við erum í því samhengi að horfa á svæði í kringum Hlemm, Borgartún, Kirkjusand og svæði í kringum Grand Hótel. Við viljum líka styðja við hóteluppbyggingu í nágrannasveitarfélögum. Það þýðir að við þurfum að hugsa, bæði sem borgar- og bæjaryfirvöld, um að búa til skemmtilegt umhverfi í kringum þessi svæði. Við eigum að nýta fjárfestinguna sem fylgir ferðaþjónustunni til hagsbóta fyrir íbúa. Þannig sjáum við fyrir okkur að í hverfunum verði líka til kaffihús, skemmtilegir almenningsgarðar og fleira,“ segir Dagur.Allt viðtalið við Dag má sjá í Pólitíkinni á Vísi. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
„Okkar loforð miða að því að efnahagur foreldra og fjölskyldna eigi ekki að koma í veg fyrir að börn geti verið virkir þátttakendur í íþróttum og tónlistarnámi. Við verðum að horfast í augu við það að það eru margar fjölskyldur í borginni sem eiga erfitt með að láta enda ná saman. Það fylgja mikil útgjöld þessum frístundahluta og með því að hækka frístundakortið þá erum við að reyna að koma til móts við þessar fjölskyldur. Við viljum líka auka systkinaafslætti, þannig að þeir gildi þvert á skólastig,“ segir Dagur. Hann segir að hækkunin verði innleidd í áföngum. „Allt sem við segjum í okkar kosningastefnuskrá byggjum við á fimm ára áætlun í fjármálum Reykjavíkurborgar. Ég held að fólk sé alveg komið með nóg af loforðafylleríi í aðdraganda kosninga. Þannig að við setjum bara það fram sem við treystum okkur til að standa við. Það þarf að taka svona hækkun í áföngum. Þannig treystum við okkur til að gera þetta.“Húsnæðisvandinn stærsta málið Dagur gerir ráð fyrir því að húsnæðisvandinn verði stærsta málið í komandi kosningum. Hann segir þörf á nýrri hugsun til að taka á vandanum. „Við höfum sett fram áætlun og gerðum það í fyrra um uppbyggingu á 2.500 til 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðum á næstu árum. Við viljum hins vegar stilla upp lausnum fyrir alla en ekki bara suma. Við erum að horfa á félagslega hlutann og þar viljum við vinna mjög þétt með verkalýðshreyfingunni að nýrri hugsun og nýjum lausnum sem koma til móts við þá sem hafa minnst á milli handanna. Við viljum ekki að sum svæði í Reykjavík verði bara fyrir fáa og ríka sem búa í lúxusíbúðum. Við viljum þess í stað að borgin verði öll blönduð. Svo erum við að vinna með lífeyrissjóðunum sem vilja koma með fjármagn inn á almennan leigumarkað sem er kannski fyrir fjölbreyttari hóp, þ.m.t. þá sem eru efnameiri en þá vídd hefur vantað inn á leigumarkað á Íslandi. Þar sjáum við fyrir okkur að borgin leggi fram lóðir en sjóðirnir komi með fjármagnið. Svo viljum við vinna með stúdentum sem eru að sinna mikilvægum hóp. Við verðum að átta okkur á því að þegar við byggjum 500 stúdentaíbúðir þá erum við kannski í leiðinni að opna 500 íbúðir fyrir aðra á leigumarkaði. Svo eru það búseturéttaríbúðir bæði fyrir eldra fólk og fyrir venjulegar barnafjölskyldur. Við hugsum þetta út frá því að borgarbúar eru ekki allir steyptir í sama mót. Þeir eru fjölbreyttir og húsnæðismarkaðurinn þarf að vera fyrir alla. Öryggið þarf líka að vera fyrir alla en ekki bara suma,“ segir Dagur.Ekki fleiri hótel í miðbænum Mikil hóteluppbygging hefur átt sér stað í Reykjavík samfara auknum straumi ferðamanna hingað til lands. Dagur segist ekki vilja sjá fleiri hótel í miðborginni. „Nú eru á áætlun 1.100 ný herbergi fyrst og fremst miðsvæðis og við höfum stutt mörg þeirra, meðal annars í gegnum skipulag. Það er vegna þess að ef það eru ekki byggð hótelherbergi þá skapast þrýstingur á leigumarkað. Ferðaþjónustan borar sig þá inn í íbúðahverfin sem eru miðsvæðis. Þess vegna þurfum við að byggja hótel. En ég gaf líka mjög skýra yfirlýsingu um daginn um að mér finnst nóg komið af hóteluppbyggingu í miðborginni. Við stöndum með þeim verkefnum sem eru komin á dagskrá en nú viljum við beina næstu bylgju inn á önnur svæði. Við erum í því samhengi að horfa á svæði í kringum Hlemm, Borgartún, Kirkjusand og svæði í kringum Grand Hótel. Við viljum líka styðja við hóteluppbyggingu í nágrannasveitarfélögum. Það þýðir að við þurfum að hugsa, bæði sem borgar- og bæjaryfirvöld, um að búa til skemmtilegt umhverfi í kringum þessi svæði. Við eigum að nýta fjárfestinguna sem fylgir ferðaþjónustunni til hagsbóta fyrir íbúa. Þannig sjáum við fyrir okkur að í hverfunum verði líka til kaffihús, skemmtilegir almenningsgarðar og fleira,“ segir Dagur.Allt viðtalið við Dag má sjá í Pólitíkinni á Vísi.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira