Mállausi sjúklingurinn Teitur Guðmundsson skrifar 22. apríl 2014 07:00 Sem læknir verður maður öllu jöfnu að reiða sig á það að sjúklingurinn segi manni hvað það er sem hrjáir hann, hvar honum er illt og hvers kyns einkennin eru. Það gefur vísbendingar um það í hverju vandinn liggur og þrengir verulega fjölda mismunagreininganna sem fljúga í gegnum hugann. Augljóst er að lýsingarnar geta verið mismunandi og það sem einum finnst vera verkur getur öðrum þótt vera óþægindi, kláði getur verið túlkaður sem sviði og þannig mætti lengi telja. Allt frá upphafi læknisfræði hefur það að taka sögu sjúklings verið aðalatriðið og þrátt fyrir alla heimsins tækni er erfitt að ímynda sér að það muni breytast. Í nútímanum er það þó svo að læknar og heilbrigðisstarfsfólk reiðir sig meir og meir á rannsóknir af ýmsu tagi og treystir tækjum og tólum oft betur en frásögn og skoðun.Sjúklingi stungið í samband Það er auðvitað öfugsnúið að tæknin sem stuðningur sé farin að hafa jafn mikil áhrif á læknislistina og raun ber vitni, tímaskortur og aukið álag getur líka verið hluti af vandanum. Öllum er þó ljóst hversu mikilvæg tækni er og þróun nýrra aðferða í greiningu og meðferð hefur skilað okkur gífurlegum framförum á undanförnum áratugum. Þá er deginum ljósara að framhald verður á þessari þróun og mögulega kemur að því á einhverjum tímapunkti að læknar geta stungið sjúklingi í samband við einhvers konar tölvu sem spýtir út úr sér greiningu og tillögu að meðferð. Það mun breyta læknisstarfinu umtalsvert og ég er ekki viss um að það sé eins spennandi og það hljómar.Smáatriðin skipta máli Í dag eru gerðar miklar og vaxandi kröfur til fagfólks, ekki bara lækna, um að það viti hvað það er að fást við. Það er skiljanlegt, ég tala nú ekki um þegar hætta steðjar að lífi og limum viðkomandi sjúklings og ákvarðanir eru teknar með hraði og lítill tími gefst til umhugsunar. Mistök eiga sér stað í læknisþjónustu líkt og í annarri þjónustu, en það er lítið svigrúm fyrir slíkt og sömuleiðis lítið umburðarlyndi að teknu tilliti til viðfangsefnisins. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir að um það sé rætt, það tilkynnt og unnið fyrir opnum tjöldum eða notað til að betrumbæta þjálfun, færni og skilning. Góð samskipti eru þarna lykilatriði og oft eru það smáatriðin sem skipta mestu máli, tæki og tól gagnast þarna iðulega lítið. Það er hægt að flokka sjúklinga niður í mismunandi hópa ef kalla má og sumir eru þægilegri að eiga við en aðrir. Þann sem hefur sjaldan eða aldrei leitað læknis og hefur litla innsýn í eigin líkamsstarfsemi getur verið jafn flókið að annast og þann sem er nánast orðinn sérfróður sjálfur vegna krónísks krankleika síns. Sumir koma og segja manni hvað er að þeim og hafa oft á tíðum rétt fyrir sér, aðrir eru á kolrangri leið og þarfnast verulega að láta vísa sér veginn. Svo eru þeir sem geta ekki komið sér beint að efninu og þurfa að fara í marga hringi áður en hið eiginlega vandamál er tilgreint. Eðli málsins samkvæmt eru mismunandi ástæður og aðstæður hjá hverjum og einum og þarf maður því að setja sig í þær stellingar svo viðtalið gangi upp. Oftast veit maður ekki um hvað viðtalið snýst fyrr en sjúklingurinn er sestur inn á stofu.Sá mállausi á öllum aldri Ein sérstök tegund sjúklings er sá mállausi, en eins og kom fram að ofan er afar mikilvægt að eiga samskipti til að nálgast greiningu og þá mögulega meðferð. Sá mállausi getur verið á öllum aldri, en er oftast í yngri kantinum, hann getur verið meðvitundarlaus og ófær um að tala þess vegna, eða sökum veikinda, áfalls eða viðlíka. Í flestum tilvikum er sá mállausi hins vegar barn sem foreldrar koma með til læknis og eina merkið sem sá sjúklingur tjáir um vanlíðan sína er grátur. Í öllum tilvikum verður læknirinn að koma með einhvers konar lausn á vandanum, sem getur orðið býsna snúið, en að sama skapi það sem gerir starfið jafn skemmtilegt og raun ber vitni. Það er líklega þess vegna sem talað er um læknislist og má svosem bera hana saman við leiklist að því marki að nauðsynlegt er að setja sig í ákveðin hlutverk allt eftir því hvaða sjúkling og vandamál er verið að glíma við hverju sinni. Þessi nálgun verður alltaf persónuleg og einstaklingsbundin og væri synd að glata henni í framtíðinni þrátt fyrir að við gætum stungið sjúklingi í samband og fengið allar upplýsingar sem við þyrftum. Þannig yrðu allir sjúklingar „mállausir“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sem læknir verður maður öllu jöfnu að reiða sig á það að sjúklingurinn segi manni hvað það er sem hrjáir hann, hvar honum er illt og hvers kyns einkennin eru. Það gefur vísbendingar um það í hverju vandinn liggur og þrengir verulega fjölda mismunagreininganna sem fljúga í gegnum hugann. Augljóst er að lýsingarnar geta verið mismunandi og það sem einum finnst vera verkur getur öðrum þótt vera óþægindi, kláði getur verið túlkaður sem sviði og þannig mætti lengi telja. Allt frá upphafi læknisfræði hefur það að taka sögu sjúklings verið aðalatriðið og þrátt fyrir alla heimsins tækni er erfitt að ímynda sér að það muni breytast. Í nútímanum er það þó svo að læknar og heilbrigðisstarfsfólk reiðir sig meir og meir á rannsóknir af ýmsu tagi og treystir tækjum og tólum oft betur en frásögn og skoðun.Sjúklingi stungið í samband Það er auðvitað öfugsnúið að tæknin sem stuðningur sé farin að hafa jafn mikil áhrif á læknislistina og raun ber vitni, tímaskortur og aukið álag getur líka verið hluti af vandanum. Öllum er þó ljóst hversu mikilvæg tækni er og þróun nýrra aðferða í greiningu og meðferð hefur skilað okkur gífurlegum framförum á undanförnum áratugum. Þá er deginum ljósara að framhald verður á þessari þróun og mögulega kemur að því á einhverjum tímapunkti að læknar geta stungið sjúklingi í samband við einhvers konar tölvu sem spýtir út úr sér greiningu og tillögu að meðferð. Það mun breyta læknisstarfinu umtalsvert og ég er ekki viss um að það sé eins spennandi og það hljómar.Smáatriðin skipta máli Í dag eru gerðar miklar og vaxandi kröfur til fagfólks, ekki bara lækna, um að það viti hvað það er að fást við. Það er skiljanlegt, ég tala nú ekki um þegar hætta steðjar að lífi og limum viðkomandi sjúklings og ákvarðanir eru teknar með hraði og lítill tími gefst til umhugsunar. Mistök eiga sér stað í læknisþjónustu líkt og í annarri þjónustu, en það er lítið svigrúm fyrir slíkt og sömuleiðis lítið umburðarlyndi að teknu tilliti til viðfangsefnisins. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir að um það sé rætt, það tilkynnt og unnið fyrir opnum tjöldum eða notað til að betrumbæta þjálfun, færni og skilning. Góð samskipti eru þarna lykilatriði og oft eru það smáatriðin sem skipta mestu máli, tæki og tól gagnast þarna iðulega lítið. Það er hægt að flokka sjúklinga niður í mismunandi hópa ef kalla má og sumir eru þægilegri að eiga við en aðrir. Þann sem hefur sjaldan eða aldrei leitað læknis og hefur litla innsýn í eigin líkamsstarfsemi getur verið jafn flókið að annast og þann sem er nánast orðinn sérfróður sjálfur vegna krónísks krankleika síns. Sumir koma og segja manni hvað er að þeim og hafa oft á tíðum rétt fyrir sér, aðrir eru á kolrangri leið og þarfnast verulega að láta vísa sér veginn. Svo eru þeir sem geta ekki komið sér beint að efninu og þurfa að fara í marga hringi áður en hið eiginlega vandamál er tilgreint. Eðli málsins samkvæmt eru mismunandi ástæður og aðstæður hjá hverjum og einum og þarf maður því að setja sig í þær stellingar svo viðtalið gangi upp. Oftast veit maður ekki um hvað viðtalið snýst fyrr en sjúklingurinn er sestur inn á stofu.Sá mállausi á öllum aldri Ein sérstök tegund sjúklings er sá mállausi, en eins og kom fram að ofan er afar mikilvægt að eiga samskipti til að nálgast greiningu og þá mögulega meðferð. Sá mállausi getur verið á öllum aldri, en er oftast í yngri kantinum, hann getur verið meðvitundarlaus og ófær um að tala þess vegna, eða sökum veikinda, áfalls eða viðlíka. Í flestum tilvikum er sá mállausi hins vegar barn sem foreldrar koma með til læknis og eina merkið sem sá sjúklingur tjáir um vanlíðan sína er grátur. Í öllum tilvikum verður læknirinn að koma með einhvers konar lausn á vandanum, sem getur orðið býsna snúið, en að sama skapi það sem gerir starfið jafn skemmtilegt og raun ber vitni. Það er líklega þess vegna sem talað er um læknislist og má svosem bera hana saman við leiklist að því marki að nauðsynlegt er að setja sig í ákveðin hlutverk allt eftir því hvaða sjúkling og vandamál er verið að glíma við hverju sinni. Þessi nálgun verður alltaf persónuleg og einstaklingsbundin og væri synd að glata henni í framtíðinni þrátt fyrir að við gætum stungið sjúklingi í samband og fengið allar upplýsingar sem við þyrftum. Þannig yrðu allir sjúklingar „mállausir“.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun