Sjálftöku landeigenda verður að stöðva Stefán Þ. Þórsson skrifar 24. apríl 2014 07:00 Það var fróðlegt að hlusta á Óskar Magnússon í útvarpinu um daginn, þar sem hann reynir að réttlæta sína ólögmætu gjaldtöku við Kerið fyrir Ögmundi Jónassyni. Þar vísar Óskar í 28. grein laga um skipan ferðamála. Greinin er svohljóðandi:„Ráðherra er heimilt að ákveða, að fenginni umsögn Ferðamálastofu, að greitt skuli sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum enda sé fé það sem þannig safnast, að frádregnum innheimtukostnaði, eingöngu notað til verndar, fegrunar og snyrtingar viðkomandi staðar og til að bæta aðstöðu til móttöku ferðamanna.Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Ef þetta er hálmstráið sem hangið er í, þá skulum við skoða það aðeins nánar. Í fyrsta lagi þarf ráðherra að gefa út þessa heimild, eftir að Ferðamálastofa hefur gefið umsögn um viðkomandi svæði. Umsögnin væri þá forsenda fyrir gjaldtökuheimild ráðherra. Í tilviki Kersins er ekkert slíkt til staðar, svo ég viti til. Í öðru lagi er talað um „sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum“. Hér er þá verið að tala um aðgang að salernum eða hreinlætisaðstöðu og öðru slíku. Aðgangseyrir inn á svæðið, án allrar þjónustu, er fullkomin misnotkun á þessu ákvæði og getur aldrei verið réttlæting á téðu gjaldi. Í þriðja lagi, þá stendur eftirfarandi í lokin: „Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Nú er Kerið á náttúruminjaskrá og þar með náttúruverndarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Samkvæmt 28. grein laga um náttúruvernd frá 1999 eru öll náttúruverndarsvæði í umsjón Umhverfisstofnunar, nema annað sé tekið fram í lögum. Þannig að lögum samkvæmt eru Kerið og Tjarnarhólar í umsjón Umhverfisstofnunar, þó svo að landareignin sé í einkaeigu. Sú uppbygging sem er til staðar á svæðinu (aðkoma, bílastæði, göngustígar o.s.frv) hefur verið kostuð af almannafé. Það hefði aðeins verið gert ef svæðið væri í opinberri umsjón. Svo virðist sem ekkert af skilyrðum ákvæðisins sem Óskar vísar til sé uppfyllt. Engu að síður er þessi ólöglega miðasala að Kerinu látin viðgangast af umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun.Brot á almannarétti Það virðist einnig gæta misskilnings hjá Óskari hvað varðar ákvæðið um almannarétt. Það er svohljóðandi: „Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ Hann túlkar heimild landeiganda til að takmarka eða banna umferð fólks á þann hátt að honum sé heimilt að krefjast aðgangseyris ef fólk vill fara um hans land. Það er ævintýraleg oftúlkun og hrein óskhyggja að komast að þeirri niðurstöðu að ákvæðið bjóði upp á það. Það eina sem landeigendur við Kerið geta gert, lögum samkvæmt, er að loka svæðinu. Það myndi vissulega vera ákveðin náttúruvernd falin í því, en arðgreiðslurnar þurfa þá að bíða um sinn. Reyndar þyrftu þeir í Kerfélaginu að bíða býsna lengi eftir arðgreiðslum, þar sem þær eru óheimilar samkvæmt ákvæðinu sem Óskar vísar í. Hins vegar má kannski túlka á annan hátt það sem stendur þar skýrum stöfum, ef vilji er fyrir hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það var fróðlegt að hlusta á Óskar Magnússon í útvarpinu um daginn, þar sem hann reynir að réttlæta sína ólögmætu gjaldtöku við Kerið fyrir Ögmundi Jónassyni. Þar vísar Óskar í 28. grein laga um skipan ferðamála. Greinin er svohljóðandi:„Ráðherra er heimilt að ákveða, að fenginni umsögn Ferðamálastofu, að greitt skuli sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum enda sé fé það sem þannig safnast, að frádregnum innheimtukostnaði, eingöngu notað til verndar, fegrunar og snyrtingar viðkomandi staðar og til að bæta aðstöðu til móttöku ferðamanna.Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Ef þetta er hálmstráið sem hangið er í, þá skulum við skoða það aðeins nánar. Í fyrsta lagi þarf ráðherra að gefa út þessa heimild, eftir að Ferðamálastofa hefur gefið umsögn um viðkomandi svæði. Umsögnin væri þá forsenda fyrir gjaldtökuheimild ráðherra. Í tilviki Kersins er ekkert slíkt til staðar, svo ég viti til. Í öðru lagi er talað um „sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum“. Hér er þá verið að tala um aðgang að salernum eða hreinlætisaðstöðu og öðru slíku. Aðgangseyrir inn á svæðið, án allrar þjónustu, er fullkomin misnotkun á þessu ákvæði og getur aldrei verið réttlæting á téðu gjaldi. Í þriðja lagi, þá stendur eftirfarandi í lokin: „Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Nú er Kerið á náttúruminjaskrá og þar með náttúruverndarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Samkvæmt 28. grein laga um náttúruvernd frá 1999 eru öll náttúruverndarsvæði í umsjón Umhverfisstofnunar, nema annað sé tekið fram í lögum. Þannig að lögum samkvæmt eru Kerið og Tjarnarhólar í umsjón Umhverfisstofnunar, þó svo að landareignin sé í einkaeigu. Sú uppbygging sem er til staðar á svæðinu (aðkoma, bílastæði, göngustígar o.s.frv) hefur verið kostuð af almannafé. Það hefði aðeins verið gert ef svæðið væri í opinberri umsjón. Svo virðist sem ekkert af skilyrðum ákvæðisins sem Óskar vísar til sé uppfyllt. Engu að síður er þessi ólöglega miðasala að Kerinu látin viðgangast af umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun.Brot á almannarétti Það virðist einnig gæta misskilnings hjá Óskari hvað varðar ákvæðið um almannarétt. Það er svohljóðandi: „Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ Hann túlkar heimild landeiganda til að takmarka eða banna umferð fólks á þann hátt að honum sé heimilt að krefjast aðgangseyris ef fólk vill fara um hans land. Það er ævintýraleg oftúlkun og hrein óskhyggja að komast að þeirri niðurstöðu að ákvæðið bjóði upp á það. Það eina sem landeigendur við Kerið geta gert, lögum samkvæmt, er að loka svæðinu. Það myndi vissulega vera ákveðin náttúruvernd falin í því, en arðgreiðslurnar þurfa þá að bíða um sinn. Reyndar þyrftu þeir í Kerfélaginu að bíða býsna lengi eftir arðgreiðslum, þar sem þær eru óheimilar samkvæmt ákvæðinu sem Óskar vísar í. Hins vegar má kannski túlka á annan hátt það sem stendur þar skýrum stöfum, ef vilji er fyrir hendi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun