Stríðsminjar skemmast í Öskjuhlíð Snærós Sindradóttir skrifar 29. apríl 2014 07:00 Stefán Pálsson sagnfræðingur stendur við grunn dúfnakofans og bendir á þá skemmd sem komin er í rústirnar. Stórt skarð hefur verið höggvið í þær af þungavinnuvélum. Fréttablaðið/Vilhelm Stríðsminjar í Öskjuhlíð hafa legið undir skemmdum vegna breikkunar göngustígs við Háskólann í Reykjavík. Um er að ræða rústir dúfnahúss sem nýtt var af hernum í seinni heimsstyrjöldinni. Stefán Pálsson sagnfræðingur segir að um merkilegar minjar sé að ræða. „Þetta er hluti af braggabyggð sem náði frá Bústaðavegi og til sjávar. Stór hluti byggðarinnar er farinn undir malbik og steypu en þessi gólfplata hefur haldist frekar heilleg, þar til nú.“ Stórt sár hefur myndast á nyrsta horni rústanna. „Það er ljóst að veður og vindar munu nú vinna mun hraðar á minjunum en annars hefði verið,“ segir Stefán „Það má segja að hér hafi verið hjólað yfir söguna.“ Dúfnahúsið er um það bil 25 metrar á lengd en aðeins tveir og hálfur metri að breidd. Í síðari heimsstyrjöld tíðkaðist að herflugmenn hefðu bréfdúfur í flugvélum sínum sem hægt væri að senda af stað ef eitthvað kæmi fyrir flugvélina. Dúfurnar voru því aldar hér og nýttar fyrir þá flugmenn sem höfðu aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll. Stríðsminjar má finna víða í Öskjuhlíð en þær eru hvorki merktar sérstaklega né friðaðar. Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir að stofnunin hafi gríðarlegan fjölda minja undir sinni umsjón. „Á Íslandi telst til minja það sem er orðið hundrað ára gamalt eða hefur verið friðlýst.“ Ekki hefur þótt ástæða til að friðlýsa stríðsminjar í Öskjuhlíð svo ekki er um eiginlegar minjar að ræða samkvæmt ýtrustu skilgreiningu. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir leitt að þarna hafi orðið skemmdir. „Það var í útboðslýsingu verksins að þarna væru herminjar sem þyrfti að fara varlega í kringum. Það er á ábyrgð verktakans ef skemmdir hafa orðið.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Stríðsminjar í Öskjuhlíð hafa legið undir skemmdum vegna breikkunar göngustígs við Háskólann í Reykjavík. Um er að ræða rústir dúfnahúss sem nýtt var af hernum í seinni heimsstyrjöldinni. Stefán Pálsson sagnfræðingur segir að um merkilegar minjar sé að ræða. „Þetta er hluti af braggabyggð sem náði frá Bústaðavegi og til sjávar. Stór hluti byggðarinnar er farinn undir malbik og steypu en þessi gólfplata hefur haldist frekar heilleg, þar til nú.“ Stórt sár hefur myndast á nyrsta horni rústanna. „Það er ljóst að veður og vindar munu nú vinna mun hraðar á minjunum en annars hefði verið,“ segir Stefán „Það má segja að hér hafi verið hjólað yfir söguna.“ Dúfnahúsið er um það bil 25 metrar á lengd en aðeins tveir og hálfur metri að breidd. Í síðari heimsstyrjöld tíðkaðist að herflugmenn hefðu bréfdúfur í flugvélum sínum sem hægt væri að senda af stað ef eitthvað kæmi fyrir flugvélina. Dúfurnar voru því aldar hér og nýttar fyrir þá flugmenn sem höfðu aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll. Stríðsminjar má finna víða í Öskjuhlíð en þær eru hvorki merktar sérstaklega né friðaðar. Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir að stofnunin hafi gríðarlegan fjölda minja undir sinni umsjón. „Á Íslandi telst til minja það sem er orðið hundrað ára gamalt eða hefur verið friðlýst.“ Ekki hefur þótt ástæða til að friðlýsa stríðsminjar í Öskjuhlíð svo ekki er um eiginlegar minjar að ræða samkvæmt ýtrustu skilgreiningu. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir leitt að þarna hafi orðið skemmdir. „Það var í útboðslýsingu verksins að þarna væru herminjar sem þyrfti að fara varlega í kringum. Það er á ábyrgð verktakans ef skemmdir hafa orðið.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira