Stríðsminjar skemmast í Öskjuhlíð Snærós Sindradóttir skrifar 29. apríl 2014 07:00 Stefán Pálsson sagnfræðingur stendur við grunn dúfnakofans og bendir á þá skemmd sem komin er í rústirnar. Stórt skarð hefur verið höggvið í þær af þungavinnuvélum. Fréttablaðið/Vilhelm Stríðsminjar í Öskjuhlíð hafa legið undir skemmdum vegna breikkunar göngustígs við Háskólann í Reykjavík. Um er að ræða rústir dúfnahúss sem nýtt var af hernum í seinni heimsstyrjöldinni. Stefán Pálsson sagnfræðingur segir að um merkilegar minjar sé að ræða. „Þetta er hluti af braggabyggð sem náði frá Bústaðavegi og til sjávar. Stór hluti byggðarinnar er farinn undir malbik og steypu en þessi gólfplata hefur haldist frekar heilleg, þar til nú.“ Stórt sár hefur myndast á nyrsta horni rústanna. „Það er ljóst að veður og vindar munu nú vinna mun hraðar á minjunum en annars hefði verið,“ segir Stefán „Það má segja að hér hafi verið hjólað yfir söguna.“ Dúfnahúsið er um það bil 25 metrar á lengd en aðeins tveir og hálfur metri að breidd. Í síðari heimsstyrjöld tíðkaðist að herflugmenn hefðu bréfdúfur í flugvélum sínum sem hægt væri að senda af stað ef eitthvað kæmi fyrir flugvélina. Dúfurnar voru því aldar hér og nýttar fyrir þá flugmenn sem höfðu aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll. Stríðsminjar má finna víða í Öskjuhlíð en þær eru hvorki merktar sérstaklega né friðaðar. Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir að stofnunin hafi gríðarlegan fjölda minja undir sinni umsjón. „Á Íslandi telst til minja það sem er orðið hundrað ára gamalt eða hefur verið friðlýst.“ Ekki hefur þótt ástæða til að friðlýsa stríðsminjar í Öskjuhlíð svo ekki er um eiginlegar minjar að ræða samkvæmt ýtrustu skilgreiningu. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir leitt að þarna hafi orðið skemmdir. „Það var í útboðslýsingu verksins að þarna væru herminjar sem þyrfti að fara varlega í kringum. Það er á ábyrgð verktakans ef skemmdir hafa orðið.“ Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Stríðsminjar í Öskjuhlíð hafa legið undir skemmdum vegna breikkunar göngustígs við Háskólann í Reykjavík. Um er að ræða rústir dúfnahúss sem nýtt var af hernum í seinni heimsstyrjöldinni. Stefán Pálsson sagnfræðingur segir að um merkilegar minjar sé að ræða. „Þetta er hluti af braggabyggð sem náði frá Bústaðavegi og til sjávar. Stór hluti byggðarinnar er farinn undir malbik og steypu en þessi gólfplata hefur haldist frekar heilleg, þar til nú.“ Stórt sár hefur myndast á nyrsta horni rústanna. „Það er ljóst að veður og vindar munu nú vinna mun hraðar á minjunum en annars hefði verið,“ segir Stefán „Það má segja að hér hafi verið hjólað yfir söguna.“ Dúfnahúsið er um það bil 25 metrar á lengd en aðeins tveir og hálfur metri að breidd. Í síðari heimsstyrjöld tíðkaðist að herflugmenn hefðu bréfdúfur í flugvélum sínum sem hægt væri að senda af stað ef eitthvað kæmi fyrir flugvélina. Dúfurnar voru því aldar hér og nýttar fyrir þá flugmenn sem höfðu aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll. Stríðsminjar má finna víða í Öskjuhlíð en þær eru hvorki merktar sérstaklega né friðaðar. Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir að stofnunin hafi gríðarlegan fjölda minja undir sinni umsjón. „Á Íslandi telst til minja það sem er orðið hundrað ára gamalt eða hefur verið friðlýst.“ Ekki hefur þótt ástæða til að friðlýsa stríðsminjar í Öskjuhlíð svo ekki er um eiginlegar minjar að ræða samkvæmt ýtrustu skilgreiningu. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir leitt að þarna hafi orðið skemmdir. „Það var í útboðslýsingu verksins að þarna væru herminjar sem þyrfti að fara varlega í kringum. Það er á ábyrgð verktakans ef skemmdir hafa orðið.“
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira