Telur lagabreytingu ógna lífríki og ímynd landsins Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. maí 2014 07:00 Formaður NASF segir fyrirhugað laxeldi á Patreksfirði skila úrgangi á við 400 til 500 þúsund manns. Myndin sýnir laxeldi Í Mjóafirði. Fréttablaðið/Jón Sigurður „Fiskeldi getur átt glæsta framtíð fyrir sér en ekki ef haldið er áfram á núverandi villibraut, ef marka má alla þá erlendu sérfræðinga sem hér hafa talað á málþingum í vetur,“ segir Orri Vigfússon í umsögn til Alþingis vegna frumvarps um fiskeldismál sem þar er til umfjöllunar. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um fiskeldi er ætlað að einfalda stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi og hraða og einfalda veitingu starfs- og rekstrarleyfa til að gera starfsemi vegna fiskeldis sem skilvirkasta. „Engin stefnumótun hefur verið mörkuð, engar undirbúningsrannsóknir farið fram og grunngögn vantar um sjávarumhverfið, meðal annars straumfræði, súrefnismettun, sjóskipti og fjölmargt fleira,“ segir í umsögn Orra, sem er formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins (NASF).Orri Vigfússon,Í óþökk veiðiréttareigenda Orri kveðst telja að verði frumvarpið að veruleika geti ímynd sjávarfangs og landbúnaðarvara frá Íslandi beðið langvarandi skaða. „Skipulagsmálin eru í ólestri og ef núverandi frumvarp verður samþykkt eykst öngþveitið enn meir og við munum sitja uppi með skaðað lífríki, í óþökk eigenda sjávarjarða og veiðiréttareigenda. Niðurstaðan er þá komin í ógöngur með illa skipulagða framleiðslu sem skilar fáeinum láglaunastörfum og óheyrilegum kostnaði fyrir skattgreiðendur,“ segir Orri í umsögninni sem send var nefndasviði Alþingis í gær. Í bréfi Orra til LÍÚ og Samtaka atvinnulífsins í apríl sagðist hann ósáttur við umsögn þessara aðila um frumvarpið. Við gerð þess hefði einungis verið haft samband við talsmenn fiskeldis, en ekkert við lögverndaða einkaeignarrétthafa sem eiga hagsmuna að gæta í málinu og heldur ekki við þá sem tala fyrir vernd umhverfisins og villtra laxfiska – þar á meðal Norður-Atlantshafslaxasjóðinn og Veiðimálastofnun. Erlendum sérfræðingum bæri saman um að hér væri um mikla náttúruvá að ræða og vöruðu nánast einum rómi Íslendinga við fljótfærni.Engin takmörk á úrganginn „Á meðan þúsundir háskóla og vísindastofnana um allan heim leita leiða til að leysa þessi vandamál ætlum við að leyfa þetta meira og minna óséð og láta okkur skattgreiðendur, enn eina ferðina, taka á okkur ábyrgðir fyrir hundruð milljarða,“ sagði Orri. Þá benti hann á að þótt smábátasjómenn megi ekki henda úrgangi í sjóinn sé fiskeldið ekki háð neinum takmörkunum fyrir úrgangslosun. „25 þúsund tonna laxeldi, eins og fyrirhugað er á Patreksfirði, skilar úrgangi á við 400 til 500 þúsund manna bæjarfélag,“ sagði í bréfi formanns NASF til samtaka atvinnurekenda og útgerðarmanna. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
„Fiskeldi getur átt glæsta framtíð fyrir sér en ekki ef haldið er áfram á núverandi villibraut, ef marka má alla þá erlendu sérfræðinga sem hér hafa talað á málþingum í vetur,“ segir Orri Vigfússon í umsögn til Alþingis vegna frumvarps um fiskeldismál sem þar er til umfjöllunar. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um fiskeldi er ætlað að einfalda stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi og hraða og einfalda veitingu starfs- og rekstrarleyfa til að gera starfsemi vegna fiskeldis sem skilvirkasta. „Engin stefnumótun hefur verið mörkuð, engar undirbúningsrannsóknir farið fram og grunngögn vantar um sjávarumhverfið, meðal annars straumfræði, súrefnismettun, sjóskipti og fjölmargt fleira,“ segir í umsögn Orra, sem er formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins (NASF).Orri Vigfússon,Í óþökk veiðiréttareigenda Orri kveðst telja að verði frumvarpið að veruleika geti ímynd sjávarfangs og landbúnaðarvara frá Íslandi beðið langvarandi skaða. „Skipulagsmálin eru í ólestri og ef núverandi frumvarp verður samþykkt eykst öngþveitið enn meir og við munum sitja uppi með skaðað lífríki, í óþökk eigenda sjávarjarða og veiðiréttareigenda. Niðurstaðan er þá komin í ógöngur með illa skipulagða framleiðslu sem skilar fáeinum láglaunastörfum og óheyrilegum kostnaði fyrir skattgreiðendur,“ segir Orri í umsögninni sem send var nefndasviði Alþingis í gær. Í bréfi Orra til LÍÚ og Samtaka atvinnulífsins í apríl sagðist hann ósáttur við umsögn þessara aðila um frumvarpið. Við gerð þess hefði einungis verið haft samband við talsmenn fiskeldis, en ekkert við lögverndaða einkaeignarrétthafa sem eiga hagsmuna að gæta í málinu og heldur ekki við þá sem tala fyrir vernd umhverfisins og villtra laxfiska – þar á meðal Norður-Atlantshafslaxasjóðinn og Veiðimálastofnun. Erlendum sérfræðingum bæri saman um að hér væri um mikla náttúruvá að ræða og vöruðu nánast einum rómi Íslendinga við fljótfærni.Engin takmörk á úrganginn „Á meðan þúsundir háskóla og vísindastofnana um allan heim leita leiða til að leysa þessi vandamál ætlum við að leyfa þetta meira og minna óséð og láta okkur skattgreiðendur, enn eina ferðina, taka á okkur ábyrgðir fyrir hundruð milljarða,“ sagði Orri. Þá benti hann á að þótt smábátasjómenn megi ekki henda úrgangi í sjóinn sé fiskeldið ekki háð neinum takmörkunum fyrir úrgangslosun. „25 þúsund tonna laxeldi, eins og fyrirhugað er á Patreksfirði, skilar úrgangi á við 400 til 500 þúsund manna bæjarfélag,“ sagði í bréfi formanns NASF til samtaka atvinnurekenda og útgerðarmanna.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira