Leiðtogi aðstandenda handtekinn 6. maí 2014 07:00 Tíð mótmæli hafa verið gegn stjórn Nígeríu. Forsetinn sakaður um að láta sig örlög stúlknanna litlu varða. nordicphotos/AFP „Ég rændi stúlkunum ykkar,“ sagði Abubakar Shekau, leiðtogi samtakanna Boko Haram í Nígeríu. Þetta er í fyrsta sinn sem hann viðurkennir að samtökin beri ábyrgð á ráninu á hundruðum stúlkna og ungra kvenna um miðjan síðasta mánuði. Hann sagði stúlkurnar vera þræla og hótaði að selja þær á markaðstorgi. Samtökin hafa það yfirlýsta markmið að sjaríalögum múslima verði komið á í Nígeríu. Þau hafa undanfarin ár barist fyrir þessu með ofbeldi og árásum á skóla, kirkjur og fleiri staði þar sem almenningur kemur saman. Árásir þeirra hafa kostað hundruð manna lífið. Nafn samtakanna, Boko Haram, mun þýða ‚Vestræn menntun er syndsamleg'. Aðstandendur stúlknanna hafa harðlega gagnrýnt stjórn landsins fyrir að aðhafast lítið í málinu. Goodluck Jonathan forseti hefur verið sagður láta sig örlög stúlknanna litlu varða. Fjölmenn mótmæli gegn stjórninni og forsetanum hafa af þessum sökum verið tíð síðustu daga. Í gær var svo forsetafrúin, sem heiti Patience Jonathan, sökuð um að hafa látið handtaka einn helsta leiðtoga mótmælendanna. Talsmaður forsetafrúarinnar segir forsetafrúna engin völd hafa til þess að láta handtaka fólk.Saratu Angus Ndirpaya, frá bænum Chibok, fullyrti hins vegar að tveir lögreglumenn hafi farið með sig og Mutah Nyadar, sem er einn helsti leiðtogi mótmælendanna, á lögreglustöð á mánudag að loknum næturlöngum fundi þeirra með forsetafrúnni á setri forsetans í Abuja. Sér hafi strax verið sleppt, en Nyadar sitji enn í haldi. Þær hafi báðar verið sakaðar um að vera liðsmenn Boko Haram. Hún segir hins vegar að forsetafrúin hafi á fundinum farið mikinn og hótað aðstandendum stúlknanna. Hún hafi sagt aðstandendurna hafa spunnið upp sögur af mannráninu í því skyni að sverta ímynd Nígeríustjórnar. Þá skoraði hún á aðstandendurna að hætta mótmælum, að öðrum kosti geti þeir kennt sjálfum sér um ef eitthvað kemur fyrir þá. Lögreglan í Nígeríu segir að meira en 300 stúlkum hafi verið rænt. Rúmlega 50 þeirra hefur tekist að flýja, en 276 eru enn í haldi ræningjanna. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
„Ég rændi stúlkunum ykkar,“ sagði Abubakar Shekau, leiðtogi samtakanna Boko Haram í Nígeríu. Þetta er í fyrsta sinn sem hann viðurkennir að samtökin beri ábyrgð á ráninu á hundruðum stúlkna og ungra kvenna um miðjan síðasta mánuði. Hann sagði stúlkurnar vera þræla og hótaði að selja þær á markaðstorgi. Samtökin hafa það yfirlýsta markmið að sjaríalögum múslima verði komið á í Nígeríu. Þau hafa undanfarin ár barist fyrir þessu með ofbeldi og árásum á skóla, kirkjur og fleiri staði þar sem almenningur kemur saman. Árásir þeirra hafa kostað hundruð manna lífið. Nafn samtakanna, Boko Haram, mun þýða ‚Vestræn menntun er syndsamleg'. Aðstandendur stúlknanna hafa harðlega gagnrýnt stjórn landsins fyrir að aðhafast lítið í málinu. Goodluck Jonathan forseti hefur verið sagður láta sig örlög stúlknanna litlu varða. Fjölmenn mótmæli gegn stjórninni og forsetanum hafa af þessum sökum verið tíð síðustu daga. Í gær var svo forsetafrúin, sem heiti Patience Jonathan, sökuð um að hafa látið handtaka einn helsta leiðtoga mótmælendanna. Talsmaður forsetafrúarinnar segir forsetafrúna engin völd hafa til þess að láta handtaka fólk.Saratu Angus Ndirpaya, frá bænum Chibok, fullyrti hins vegar að tveir lögreglumenn hafi farið með sig og Mutah Nyadar, sem er einn helsti leiðtogi mótmælendanna, á lögreglustöð á mánudag að loknum næturlöngum fundi þeirra með forsetafrúnni á setri forsetans í Abuja. Sér hafi strax verið sleppt, en Nyadar sitji enn í haldi. Þær hafi báðar verið sakaðar um að vera liðsmenn Boko Haram. Hún segir hins vegar að forsetafrúin hafi á fundinum farið mikinn og hótað aðstandendum stúlknanna. Hún hafi sagt aðstandendurna hafa spunnið upp sögur af mannráninu í því skyni að sverta ímynd Nígeríustjórnar. Þá skoraði hún á aðstandendurna að hætta mótmælum, að öðrum kosti geti þeir kennt sjálfum sér um ef eitthvað kemur fyrir þá. Lögreglan í Nígeríu segir að meira en 300 stúlkum hafi verið rænt. Rúmlega 50 þeirra hefur tekist að flýja, en 276 eru enn í haldi ræningjanna.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira