Sérstakt veiðigjald lækkar um 80 prósent Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2014 08:36 Þorsteinn Sæmundsson vildi fá að vita breytingar á sérstöku veiðigjaldi milli ára. Sérstakt veiðigjald á botnfiskafla verður um 285 milljónir og lækkar um 1,1 milljarð frá núverandi fiskveiðiári. Þetta kemur fram í útreikningum atvinnuvegaráðuneytisins. Lög um veiðigjöld eru nú í meðförum atvinnuveganefndar og spurði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, út í breytingar á sérstöku veiðigjaldi frá núverandi lögum. Skjal ráðuneytisins kom til nefndarinnar þann 4. maí sem umsögn um lög um veiðigjöld. Í útreikningum ráðuneytisins er áætlað að álagt sérstakt veiðigjald á botnfisk muni gefa 1.735 milljónir króna. Hins vegar kemur á móti að frítekjumark vegna veiða á botnfiski verður 150 milljónir og lækkun vegna skulda útgerðanna nemur um 1.300 milljónum. Eftir standa 285 milljónir af álögðu sérstöku veiðigjaldi sem rennur í ríkissjóð. Komið hefur fram að útgerðir geta lækkað sérstakt veiðigjald með því að tilgreina skuldir sem stofnað hefur verið til í óskyldum greinum sjávarútvegs. Hreinn hagnaður útgerðarinnar árið 2012 var rúmar 25 þúsund milljónir samkvæmt Hagstofu Íslands. Þorsteinn segir þetta vera gert til að mæta neikvæðum horfum í rekstri útgerðarinnar. „Ef við gerum þetta ekki er stórhætta á því að útgerðir leggist af og samþjöppun yrði of mikil í greininni. Ríkissjóður er ekki bólginn af peningum og þetta er ekki sársaukalaus aðgerð, en með þessu viljum við tryggja að greinin verði ekki fyrir miklum skaða,“ segir Þorsteinn. Um lækkun veiðigjalds vegna skulda útgerðarinnar segir Þorsteinn að ákvæðið sé hugsað til að hjálpa útgerðum sem hafa fjárfest mikið í kvóta, ákvæðið sé ekki hugsað öðruvísi, þetta væri enn í meðförum nefndarinnar og þetta ákvæði hefði ekki verið rætt sérstaklega á þeim vettvangi. Þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna, þær Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir, hafa gefið það út að ríkisstjórnin leggi höfuðáherslu á að ná lögum um veiðigjöld í gegn áður en þingi verður slitið vegna sveitarstjórnarkosninga. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september en nýtt þing á ekki að koma saman fyrr en 11. sama mánaðar. Ef innheimta á veiðigjöld verður að vera búið að setja gjaldið á. Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Sérstakt veiðigjald á botnfiskafla verður um 285 milljónir og lækkar um 1,1 milljarð frá núverandi fiskveiðiári. Þetta kemur fram í útreikningum atvinnuvegaráðuneytisins. Lög um veiðigjöld eru nú í meðförum atvinnuveganefndar og spurði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, út í breytingar á sérstöku veiðigjaldi frá núverandi lögum. Skjal ráðuneytisins kom til nefndarinnar þann 4. maí sem umsögn um lög um veiðigjöld. Í útreikningum ráðuneytisins er áætlað að álagt sérstakt veiðigjald á botnfisk muni gefa 1.735 milljónir króna. Hins vegar kemur á móti að frítekjumark vegna veiða á botnfiski verður 150 milljónir og lækkun vegna skulda útgerðanna nemur um 1.300 milljónum. Eftir standa 285 milljónir af álögðu sérstöku veiðigjaldi sem rennur í ríkissjóð. Komið hefur fram að útgerðir geta lækkað sérstakt veiðigjald með því að tilgreina skuldir sem stofnað hefur verið til í óskyldum greinum sjávarútvegs. Hreinn hagnaður útgerðarinnar árið 2012 var rúmar 25 þúsund milljónir samkvæmt Hagstofu Íslands. Þorsteinn segir þetta vera gert til að mæta neikvæðum horfum í rekstri útgerðarinnar. „Ef við gerum þetta ekki er stórhætta á því að útgerðir leggist af og samþjöppun yrði of mikil í greininni. Ríkissjóður er ekki bólginn af peningum og þetta er ekki sársaukalaus aðgerð, en með þessu viljum við tryggja að greinin verði ekki fyrir miklum skaða,“ segir Þorsteinn. Um lækkun veiðigjalds vegna skulda útgerðarinnar segir Þorsteinn að ákvæðið sé hugsað til að hjálpa útgerðum sem hafa fjárfest mikið í kvóta, ákvæðið sé ekki hugsað öðruvísi, þetta væri enn í meðförum nefndarinnar og þetta ákvæði hefði ekki verið rætt sérstaklega á þeim vettvangi. Þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna, þær Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir, hafa gefið það út að ríkisstjórnin leggi höfuðáherslu á að ná lögum um veiðigjöld í gegn áður en þingi verður slitið vegna sveitarstjórnarkosninga. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september en nýtt þing á ekki að koma saman fyrr en 11. sama mánaðar. Ef innheimta á veiðigjöld verður að vera búið að setja gjaldið á.
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira