Mannréttindaborgin Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 7. maí 2014 07:00 Reykjavík er og á að vera til fyrirmyndar í mannréttindamálum. Borg þar sem allir íbúar hafa tækifæri til að taka þátt á sínum forsendum, þroskast, læra og gefa af sér til samfélagsins. Borg þar sem hver og einn íbúi finnur að á hann er hlustað og að hann skiptir jafn miklu máli og allir aðrir íbúar.Burtu með fordóma Með fordómaleysi hefur Reykjavík fyrir löngu skapað sér verðugan sess sem borg hinsegin fólks, margbreytileikinn er Reykjavík mikils virði. Öll vitum við að innflytjendur eru auðlind fyrir samfélagið en það eru líka öryrkjar, aldraðir og fatlað fólk og það er okkar hlutverk að gera þessum hópum kleift að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum.Lífsgæði allra Fólk sem glímir við áskoranir eins og langvinna sjúkdóma og atvinnuleysi getur einnig þurft á stuðningi að halda til að bæta lífsgæði sín og tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt er að Reykjavík leiti fjölbreyttra leiða í samstarfi við atvinnulífið til að virkja fólk til þátttöku á vinnumarkaði í samræmi við aðstæður og hæfni. Eldri borgarar eiga eins og aðrir að ráða sem mestu um eigin aðstæður. Hafa val eins lengi og kostur er um búsetuform, atvinnuþátttöku, hreyfingu og innihaldsríkar tómstundir. Þegar á reynir þarf eldri borgurum einnig að standa til boða öruggur stuðningur og umönnun í samræmi við þarfir hvers og eins.Konur jafnt sem karlar Konur og karlar eiga að njóta sömu réttinda, verndar og tækifæra í Reykjavík, annað er með öllu óásættanlegt. Við viljum að Reykjavíkurborg fái jafnlaunavottun á komandi kjörtímabili sem tryggingu fyrir því að launamunur kynjanna verði leiðréttur í eitt skipti fyrir öll. Við viljum fræða börn og borgara á öllum aldri um jafnrétti. Börnin okkar eiga það skilið að við hjálpum þeim að takast á við brenglaðar staðalmyndir kynjanna sem birtast okkur daglega. Reykjavík á að vinna markvisst gegn öllu ofbeldi en ekki síst kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og huga sérstaklega að þörfum barna í því samhengi. Við viljum innleiða barnasáttmála SÞ inn í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og virkja ungmennaráð, öldungaráð og fjölmenningarráð með beinum hætti við þróun borgarinnar.XS fyrir mannréttindi Mannréttindi koma ekki af sjálfu sér. Það er okkar hlutverk að setja þau á dagskrá og tryggja að stjórnmálin snúist um baráttuna fyrir réttindum og lífsgæðum þeirra sem standa höllum fæti. Samfylkingin ætlar áfram að beita sér í mannréttindamálum og tryggja að borgin okkar verði áfram mannréttindaborgin Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er og á að vera til fyrirmyndar í mannréttindamálum. Borg þar sem allir íbúar hafa tækifæri til að taka þátt á sínum forsendum, þroskast, læra og gefa af sér til samfélagsins. Borg þar sem hver og einn íbúi finnur að á hann er hlustað og að hann skiptir jafn miklu máli og allir aðrir íbúar.Burtu með fordóma Með fordómaleysi hefur Reykjavík fyrir löngu skapað sér verðugan sess sem borg hinsegin fólks, margbreytileikinn er Reykjavík mikils virði. Öll vitum við að innflytjendur eru auðlind fyrir samfélagið en það eru líka öryrkjar, aldraðir og fatlað fólk og það er okkar hlutverk að gera þessum hópum kleift að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum.Lífsgæði allra Fólk sem glímir við áskoranir eins og langvinna sjúkdóma og atvinnuleysi getur einnig þurft á stuðningi að halda til að bæta lífsgæði sín og tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt er að Reykjavík leiti fjölbreyttra leiða í samstarfi við atvinnulífið til að virkja fólk til þátttöku á vinnumarkaði í samræmi við aðstæður og hæfni. Eldri borgarar eiga eins og aðrir að ráða sem mestu um eigin aðstæður. Hafa val eins lengi og kostur er um búsetuform, atvinnuþátttöku, hreyfingu og innihaldsríkar tómstundir. Þegar á reynir þarf eldri borgurum einnig að standa til boða öruggur stuðningur og umönnun í samræmi við þarfir hvers og eins.Konur jafnt sem karlar Konur og karlar eiga að njóta sömu réttinda, verndar og tækifæra í Reykjavík, annað er með öllu óásættanlegt. Við viljum að Reykjavíkurborg fái jafnlaunavottun á komandi kjörtímabili sem tryggingu fyrir því að launamunur kynjanna verði leiðréttur í eitt skipti fyrir öll. Við viljum fræða börn og borgara á öllum aldri um jafnrétti. Börnin okkar eiga það skilið að við hjálpum þeim að takast á við brenglaðar staðalmyndir kynjanna sem birtast okkur daglega. Reykjavík á að vinna markvisst gegn öllu ofbeldi en ekki síst kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og huga sérstaklega að þörfum barna í því samhengi. Við viljum innleiða barnasáttmála SÞ inn í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og virkja ungmennaráð, öldungaráð og fjölmenningarráð með beinum hætti við þróun borgarinnar.XS fyrir mannréttindi Mannréttindi koma ekki af sjálfu sér. Það er okkar hlutverk að setja þau á dagskrá og tryggja að stjórnmálin snúist um baráttuna fyrir réttindum og lífsgæðum þeirra sem standa höllum fæti. Samfylkingin ætlar áfram að beita sér í mannréttindamálum og tryggja að borgin okkar verði áfram mannréttindaborgin Reykjavík.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar