Handbolti

Annar taugatryllir í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjamenn misstu frá sér sigurinn í fyrsta leik.
Eyjamenn misstu frá sér sigurinn í fyrsta leik. Vísir/Vilhelm
ÍBV og Haukar mætast í kvöld í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla en stuðningsfólk liðanna er örugglega enn að ná sér niður eftir spennuna í fyrsta leiknum á mánudagskvöldið sem Haukar unnu með einu marki, 29-28, eftir að hafa skorað þrjú síðustu mörk leiksins.

Það má búast við öðrum taugatrylli í kvöld. Haukar hafa unnið tvo síðustu leiki liðanna með einu marki en þeir unnu 23-22 sigur í leik liðanna í apríl.

Eyjamenn eru í lokaúrslitum í annað skiptið en eiga enn eftir að vinna leik í úrslitaeinvígi eftir 3-0 tap fyrir Haukum fyrir níu árum. Það lið verður Íslandsmeistari sem fyrr vinnur þrjá leiki og því dugar ekkert fyrir Eyjaliðið nema sögulegur fyrsti sigur ÍBV í úrslitum.


Tengdar fréttir

Hafði gott af því að flytja frá hótel mömmu

Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram í fyrra og sér margt líkt með gengi liðsins þá og gengi ÍBV í vetur. Hann verður í lykilhlutverki í liði Eyjamanna sem mæta í kvöld Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×