Beið með tónlistina þar til hann róaðist Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. maí 2014 09:30 Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant, vinnur hörðum höndum að sinni fyrstu plötu. vísir/daníel „Ég var með rok í hausnum og fór því aldrei í tónlistarskóla. Ég kláraði aldrei neitt, lét mig alltaf hverfa og var með mikinn athyglisbrest,“ segir Eyjapeyinn Unnar Gísli Sigurmundsson, líklega betur þekktur undir listamannsnafninu Júníus Meyvant. Hann sendi frá sér nýtt lag, Color Decay, á dögunum og hefur það fengið vægast sagt frábærar viðtökur. „Ég var erfiður krakki í sambandi við það að hlýða og svona en ég er mikill ljúflingur í dag. Það var ekki fyrr en ég var orðinn 21 árs gamall sem ég róaðist og fór þá að spila á hljóðfæri.“ Lagið gaf hann út á streymissíðunni Soundcloud fyrir örfáum dögum og hefur það vakið talsverða lukku á vefnum. „Lagið hefur fengið frábær viðbrögð, ég er þó ekki mikið að fylgjast með því á Facebook. Konan mín er duglegri í að segja mér fréttirnar,“ bætir Unnar Gísli við. Tónlist hans er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Hann er uppalinn í Vestmannaeyjum en býr þó í höfuðborginni sem stendur. „Ef það væru göng til Vestmannaeyja myndi ég búa þar en ég kann vel við mig í Reykjavík, þetta er ekki svo mikil stórborg.“ Þessa dagana kemur Júníus Meyvant lítið fram á tónleikum og leggur mikið í upptökurnar. „Ég hlakka til að koma meira fram en nú er ég meira í því að taka upp og stefni á að gefa út plötuna í byrjun næsta árs,“ bætir Unnar Gísli við.Hvaðan kemur samt nafnið Júníus Meyvant? „Þetta datt bara inn í hausinn á mér. Þegar sonur minn fæddist fór ég í gegnum nafnabókina og rakst ég á þetta þar, svo varð þetta fast í hausnum,“ útskýrir Unnar Gísli. Sonurinn fékk þó ekki sama nafn. Samhliða tónlistinni er Unnar Gísli virkur myndlistarmaður og starfar einnig á Reykjavíkurflugvelli við það að taka á móti einkaþotum. „Það er gaman að hitta ríka og fræga fólkið þarna. Ég hitti til að mynda Jordan Belfort um daginn, hann kom vel fyrir en ég tel það þó ólíklegt að við séum að fara að búa til tónlist saman á næstunni.“ Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég var með rok í hausnum og fór því aldrei í tónlistarskóla. Ég kláraði aldrei neitt, lét mig alltaf hverfa og var með mikinn athyglisbrest,“ segir Eyjapeyinn Unnar Gísli Sigurmundsson, líklega betur þekktur undir listamannsnafninu Júníus Meyvant. Hann sendi frá sér nýtt lag, Color Decay, á dögunum og hefur það fengið vægast sagt frábærar viðtökur. „Ég var erfiður krakki í sambandi við það að hlýða og svona en ég er mikill ljúflingur í dag. Það var ekki fyrr en ég var orðinn 21 árs gamall sem ég róaðist og fór þá að spila á hljóðfæri.“ Lagið gaf hann út á streymissíðunni Soundcloud fyrir örfáum dögum og hefur það vakið talsverða lukku á vefnum. „Lagið hefur fengið frábær viðbrögð, ég er þó ekki mikið að fylgjast með því á Facebook. Konan mín er duglegri í að segja mér fréttirnar,“ bætir Unnar Gísli við. Tónlist hans er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Hann er uppalinn í Vestmannaeyjum en býr þó í höfuðborginni sem stendur. „Ef það væru göng til Vestmannaeyja myndi ég búa þar en ég kann vel við mig í Reykjavík, þetta er ekki svo mikil stórborg.“ Þessa dagana kemur Júníus Meyvant lítið fram á tónleikum og leggur mikið í upptökurnar. „Ég hlakka til að koma meira fram en nú er ég meira í því að taka upp og stefni á að gefa út plötuna í byrjun næsta árs,“ bætir Unnar Gísli við.Hvaðan kemur samt nafnið Júníus Meyvant? „Þetta datt bara inn í hausinn á mér. Þegar sonur minn fæddist fór ég í gegnum nafnabókina og rakst ég á þetta þar, svo varð þetta fast í hausnum,“ útskýrir Unnar Gísli. Sonurinn fékk þó ekki sama nafn. Samhliða tónlistinni er Unnar Gísli virkur myndlistarmaður og starfar einnig á Reykjavíkurflugvelli við það að taka á móti einkaþotum. „Það er gaman að hitta ríka og fræga fólkið þarna. Ég hitti til að mynda Jordan Belfort um daginn, hann kom vel fyrir en ég tel það þó ólíklegt að við séum að fara að búa til tónlist saman á næstunni.“
Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira