Íslendingur stríðir Dönum Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. maí 2014 14:00 Viðar Örn Sævarsson og félagar í Lonesome Dukes. „Mér skilst að ef maður vinnur keppnina í sínu landi þá kemst maður til Parísar í úrslitin og ég hef aldrei farið til Parísar og langar mikið þangað,“ segir tónlistarmaðurinn Viðar Örn Sævarsson en hann er í þriðja sæti í keppninni EuroMusic Contest 2014 sem er stærsta nettónlistarkeppni Evrópu. Það sem vekur athygli er að Viðar Örn er í þriðja sæti í keppninni í Danmörku, en keppnin fer fram í 40 Evrópulöndum. Hann keppir með hljómsveitinni sinni, Lonesome Dukes. „Þetta er tríó sem ég er í með tveimur Dönum,“ bætir Viðar Örn við. Hann hefur búið í Danmörku síðan árið 2005 og býr í Óðinsvéum. „Ég veit ekki hversu vinsæl þessi keppni er í Danmörku en ég sá þetta bara á netinu og skráði hljómsveitina.“ Kosningu lýkur í dag og þeir sem vilja aðstoða Viðar Örn og félaga geta farið inn á síðuna euromusiccontest.com. Fleiri íslenskir tónlistarmenn eru í sömu keppni, en eru þó að keppa á Íslandi. Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Mér skilst að ef maður vinnur keppnina í sínu landi þá kemst maður til Parísar í úrslitin og ég hef aldrei farið til Parísar og langar mikið þangað,“ segir tónlistarmaðurinn Viðar Örn Sævarsson en hann er í þriðja sæti í keppninni EuroMusic Contest 2014 sem er stærsta nettónlistarkeppni Evrópu. Það sem vekur athygli er að Viðar Örn er í þriðja sæti í keppninni í Danmörku, en keppnin fer fram í 40 Evrópulöndum. Hann keppir með hljómsveitinni sinni, Lonesome Dukes. „Þetta er tríó sem ég er í með tveimur Dönum,“ bætir Viðar Örn við. Hann hefur búið í Danmörku síðan árið 2005 og býr í Óðinsvéum. „Ég veit ekki hversu vinsæl þessi keppni er í Danmörku en ég sá þetta bara á netinu og skráði hljómsveitina.“ Kosningu lýkur í dag og þeir sem vilja aðstoða Viðar Örn og félaga geta farið inn á síðuna euromusiccontest.com. Fleiri íslenskir tónlistarmenn eru í sömu keppni, en eru þó að keppa á Íslandi.
Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira