Sjóður Gamma vill byggja 50-60 íbúðir við Hverfisgötu Haraldur Guðmundsson skrifar 21. maí 2014 07:00 Landsbankinn og Valitor voru áður með skrifstofur og útibú við Laugaveg 77. Vísir/GVA Fagfjárfestasjóður á vegum fjármálafyrirtækisins Gam Management hf. (Gamma) vill reisa fjögur til fimm þúsund fermetra húsnæði á bílastæðinu fyrir aftan Laugaveg 77. Unnið er að hönnun byggingarinnar og er þar gert ráð fyrir 50-60 íbúðum. Framkvæmdir gætu hafist í haust og heildarkostnaður verkefnisins er um tveir milljarðar króna. „Þetta er í skipulagsferli eins og staðan er núna og skipulagsyfirvöld hafa tekið mjög vel í þetta,“ segir Gísli Hauksson, forstjóri Gamma. „Við stefnum að því að reisa þarna íbúðarhúsnæði og þar á meðal minni íbúðir sem henta yngra fólki. Planið er að hafa þær á viðráðanlegu verði,“ segir Gísli.Gísli HaukssonGamma hefur vakið mikla athygli á undanförnum mánuðum fyrir umsvif sín á fasteignamarkaði. Fyrirtækið rekur meðal annars sjóðina Centrum, Eclipse og Novus sem eiga Leigufélag Íslands. Leigufélagið á nú um 350 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en stefnir á að bæta við 850 íbúðum á næstu þremur árum. Fagfjárfestasjóðurinn keypti Laugaveg 77 og lóðina fyrir aftan í apríl 2013. Húsið og lóðin voru áður í eigu Landsbankans. „Við vorum að klára að fylla húsið nú í maí. Stærstu leigjendurnir eru Reykjavíkurborg og Plain Vanilla og síðan má nefna að þarna verður einnig stórt kaffihús Pennans á jarðhæð,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar um einu og hálfu ári eftir að framkvæmdir hefjast. „Þetta svæði er að verða eitt helsta vaxtarsvæðið í miðbænum og það er ekki ólíklegt að íbúum á þessu svæði muni fjölga um 1.500 til 2.000 á næstu þremur árum ef áætlanir um uppbyggingu í kringum Hlemmsvæðið ná fram að ganga.“550 íbúðir byggðar nálægt Hlemmi Um 550 íbúðir eru í byggingu eða á leið í byggingu á nokkrum lóðum nálægt Hlemmi, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Búseti byggir nú 230 íbúðir í Þverholti, 140 íbúðir eiga að rísa á Hampiðjureitnum, 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti og 75 íbúðir á Höfðatorgi. Einnig er verið að byggja nokkur hótel á svæðinu með samtals 500 hótelherbergjum og má þar nefna 350 herbergja hótel á Höfðatorgi. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fagfjárfestasjóður á vegum fjármálafyrirtækisins Gam Management hf. (Gamma) vill reisa fjögur til fimm þúsund fermetra húsnæði á bílastæðinu fyrir aftan Laugaveg 77. Unnið er að hönnun byggingarinnar og er þar gert ráð fyrir 50-60 íbúðum. Framkvæmdir gætu hafist í haust og heildarkostnaður verkefnisins er um tveir milljarðar króna. „Þetta er í skipulagsferli eins og staðan er núna og skipulagsyfirvöld hafa tekið mjög vel í þetta,“ segir Gísli Hauksson, forstjóri Gamma. „Við stefnum að því að reisa þarna íbúðarhúsnæði og þar á meðal minni íbúðir sem henta yngra fólki. Planið er að hafa þær á viðráðanlegu verði,“ segir Gísli.Gísli HaukssonGamma hefur vakið mikla athygli á undanförnum mánuðum fyrir umsvif sín á fasteignamarkaði. Fyrirtækið rekur meðal annars sjóðina Centrum, Eclipse og Novus sem eiga Leigufélag Íslands. Leigufélagið á nú um 350 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en stefnir á að bæta við 850 íbúðum á næstu þremur árum. Fagfjárfestasjóðurinn keypti Laugaveg 77 og lóðina fyrir aftan í apríl 2013. Húsið og lóðin voru áður í eigu Landsbankans. „Við vorum að klára að fylla húsið nú í maí. Stærstu leigjendurnir eru Reykjavíkurborg og Plain Vanilla og síðan má nefna að þarna verður einnig stórt kaffihús Pennans á jarðhæð,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar um einu og hálfu ári eftir að framkvæmdir hefjast. „Þetta svæði er að verða eitt helsta vaxtarsvæðið í miðbænum og það er ekki ólíklegt að íbúum á þessu svæði muni fjölga um 1.500 til 2.000 á næstu þremur árum ef áætlanir um uppbyggingu í kringum Hlemmsvæðið ná fram að ganga.“550 íbúðir byggðar nálægt Hlemmi Um 550 íbúðir eru í byggingu eða á leið í byggingu á nokkrum lóðum nálægt Hlemmi, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Búseti byggir nú 230 íbúðir í Þverholti, 140 íbúðir eiga að rísa á Hampiðjureitnum, 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti og 75 íbúðir á Höfðatorgi. Einnig er verið að byggja nokkur hótel á svæðinu með samtals 500 hótelherbergjum og má þar nefna 350 herbergja hótel á Höfðatorgi.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira