Lífið

Frambjóðendur Vinstri grænna í draggkeppni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Daníel útilokar ekki að Sóley tómasdóttir keppi í draggi.
Daníel útilokar ekki að Sóley tómasdóttir keppi í draggi. Vísir/Vilhelm
„Í grunninn fæðumst við öll nakin. Við erum alltaf í draggi og samfélagið setur okkur í ákveðinn flokk þannig að það er í raun samfélagið sem ákveður í hvernig draggi við eigum að vera. Við erum að gera grín að öllu þessu en aðallega að skemmta okkur, hittast og fara í dragg,“ segir Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður á skrifstofu Vinstri grænna. Flokkurinn blæs til draggkvölds næsta laugardag á skrifstofu sinni á Suðurgötu 3 í Reykjavík. Aðspurður hvort frambjóðendur skelli sér í dragg segir Daníel það ekki ólíklegt.

„Það kemur vel til greina að frambjóðendur láti sjá sig í draggi. Þær eru allavega hressar þessar þrjár í efstu sætunum hjá okkur,“ segir Daníel og vísar til frambjóðendanna Sóleyjar Tómasdóttur, Lífar Magneudóttur og Elínar Oddnýjar Sigurðardóttur.

Daníel segir að á kvöldinu verði efnt til draggkeppni.

„Dragg er ekki aðeins að farða sig og sýna heldur þarf draggdrottningin eða -kóngurinn að vinna fyrir titlinum. Við erum komin með dómnefnd og verðum með sminkur og hárgreiðslufólk á staðnum til að aðstoða þá sem vilja taka þátt frá klukkan 17.00. Sýningin byrjar síðan klukkan 21.00,“ segir Daníel sem er mjög dulur þegar hann er spurður hverjir skipa dómnefndina.

„Það er fagfólk í bransanum. Það ríkir ákveðin leynd yfir þessu en við mögulega opinberum þessa aðila á föstudagskvöldið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.