Staða Más enn ekki auglýst Snærós Sindradóttir skrifar 23. maí 2014 08:00 Bjarni Benediktsson Staða Más Guðmundssonar seðlabankastjóra hefur ekki verið auglýst þótt unnið sé að því í fjármálaráðuneytinu. Skipunartími Más rennur út 20. ágúst næstkomandi. Már hefði verið sjálfskipaður til fimm ára ef ekki hefði verið tilkynnt um fyrirætlanir ráðuneytisins að auglýsa starfið. Þegar ráðuneytið tilkynnti um auglýsinguna á vef sínum kom fram að tilgangur hennar væri að auka svigrúm í tengslum við mögulegar breytingar á lögum um Seðlabankann. Þær breytingar hafa ekki verið gerðar og nefnd sem sér um breytingarnar tók til starfa í maí síðastliðnum. Um það var tilkynnt ellefu dögum áður en þingi var frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafði gert því skóna um miðjan febrúar, í þættinum Sunnudagsmorgunn á RÚV, að seðlabankastjórum yrði jafnvel fjölgað um tvo. Jafnframt sagði hann þar: „Það er enn þá svolítið í að frumvarpið komi fram, einhverjar vikur myndi ég halda. Þó að þetta geti auðvitað klárast hratt.“ Í umræðum á Alþingi seinna í febrúar kom aftur á móti fram að ólíklegt væri að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þinginu. Þá spurði Katrín Jakobsdóttir hvers vegna staða Más væri auglýst þegar ljóst væri að ekkert yrði úr nýjum lögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að verið sé að vinna að því innan ráðuneytisins að auglýsa stöðuna. „Meginástæðan fyrir því að staðan er auglýst er að skipunartíminn er útrunninn. Með því að taka ákvörðun um að auglýsa stöðuna var stjórnvöldum sannarlega skapað svigrúm til að gera breytingar á lögum, ef það hefði þótt nauðsynlegt fyrir næsta skipunartímabil,“ segir Bjarni. Nýr seðlabankastjóri, Már Guðmundsson eða annar, verður ráðinn á grundvelli gildandi laga sem segja til um að Seðlabankinn sé með einn seðlabankastjóra sem skipaður er til fimm ára í senn. Bjarni segir að þrátt fyrir að nýr seðlabankastjóri muni starfa samkvæmt núgildandi lögum þá skipti máli að það liggi fyrir að stjórnvöld hyggist breyta til. „Það skiptir máli í þessu samhengi að það liggi fyrir að lögin séu til endurskoðunar þegar nýr skipunartími hefst, hvenær sem það verður. Við höfum nú þegar óskað eftir tilnefningu frá Seðlabankanum og Háskólanum í matsnefndina.“ Ólöf Nordal lögfræðingur er formaður nefndar um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Hún segir starfið á byrjunarstigi. „Nefndin var bara skipuð rétt eftir páska og við höfum haldið tvo fundi. Okkur ber að skoða lögin í heild sinni og yfirstjórn bankans er hluti af lögunum en við erum alls ekki komin á það stig.“ Ekki náðist tal af Má Guðmundssyni. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Staða Más Guðmundssonar seðlabankastjóra hefur ekki verið auglýst þótt unnið sé að því í fjármálaráðuneytinu. Skipunartími Más rennur út 20. ágúst næstkomandi. Már hefði verið sjálfskipaður til fimm ára ef ekki hefði verið tilkynnt um fyrirætlanir ráðuneytisins að auglýsa starfið. Þegar ráðuneytið tilkynnti um auglýsinguna á vef sínum kom fram að tilgangur hennar væri að auka svigrúm í tengslum við mögulegar breytingar á lögum um Seðlabankann. Þær breytingar hafa ekki verið gerðar og nefnd sem sér um breytingarnar tók til starfa í maí síðastliðnum. Um það var tilkynnt ellefu dögum áður en þingi var frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafði gert því skóna um miðjan febrúar, í þættinum Sunnudagsmorgunn á RÚV, að seðlabankastjórum yrði jafnvel fjölgað um tvo. Jafnframt sagði hann þar: „Það er enn þá svolítið í að frumvarpið komi fram, einhverjar vikur myndi ég halda. Þó að þetta geti auðvitað klárast hratt.“ Í umræðum á Alþingi seinna í febrúar kom aftur á móti fram að ólíklegt væri að nýtt frumvarp yrði lagt fram á þinginu. Þá spurði Katrín Jakobsdóttir hvers vegna staða Más væri auglýst þegar ljóst væri að ekkert yrði úr nýjum lögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að verið sé að vinna að því innan ráðuneytisins að auglýsa stöðuna. „Meginástæðan fyrir því að staðan er auglýst er að skipunartíminn er útrunninn. Með því að taka ákvörðun um að auglýsa stöðuna var stjórnvöldum sannarlega skapað svigrúm til að gera breytingar á lögum, ef það hefði þótt nauðsynlegt fyrir næsta skipunartímabil,“ segir Bjarni. Nýr seðlabankastjóri, Már Guðmundsson eða annar, verður ráðinn á grundvelli gildandi laga sem segja til um að Seðlabankinn sé með einn seðlabankastjóra sem skipaður er til fimm ára í senn. Bjarni segir að þrátt fyrir að nýr seðlabankastjóri muni starfa samkvæmt núgildandi lögum þá skipti máli að það liggi fyrir að stjórnvöld hyggist breyta til. „Það skiptir máli í þessu samhengi að það liggi fyrir að lögin séu til endurskoðunar þegar nýr skipunartími hefst, hvenær sem það verður. Við höfum nú þegar óskað eftir tilnefningu frá Seðlabankanum og Háskólanum í matsnefndina.“ Ólöf Nordal lögfræðingur er formaður nefndar um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Hún segir starfið á byrjunarstigi. „Nefndin var bara skipuð rétt eftir páska og við höfum haldið tvo fundi. Okkur ber að skoða lögin í heild sinni og yfirstjórn bankans er hluti af lögunum en við erum alls ekki komin á það stig.“ Ekki náðist tal af Má Guðmundssyni.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira