Ógagnleg ákæra Ólafur Stephensen skrifar 23. maí 2014 06:45 Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er grunaður um að hafa gert mistök sem ollu dauða sjúklings. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenzkur heilbrigðisstarfsmaður er ákærður í slíku máli og ákæran felur því í sér stefnubreytingu frá því sem verið hefur. Málið hefur verið til umfjöllunar eftir að lögreglurannsókn hófst á andláti sjúklingsins. Sú skoðun hefur áður komið fram af hálfu forsvarsmanna Landspítalans, og raunar líka sjúklinga og aðstandenda þeirra sem hafa skaðazt í læknamistökum, að það myndi hafa afar neikvæð áhrif, yrði ákæra gefin út, að ekki sé talað um ef dómur fellur í málinu og hjúkrunarfræðingurinn verður dæmdur til refsingar. Rökin fyrir þeirri afstöðu eru meðal annars þau að undanfarin misseri hefur verið gert stórátak í að bæta öryggismenninguna á Landspítalanum, en í því felst að starfsfólk er hvatt til að tilkynna um hvers kyns mistök, stór og smá, í þeim tilgangi að hægt sé að læra af þeim og leitast við að hindra að þau endurtaki sig. Eigi fólk á hættu að það sjálft eða vinnufélagarnir þurfi að sæta refsingu, jafnvel fangelsi, ef sagt er frá mistökum, hefur það ekki mjög hvetjandi áhrif á öryggismenninguna. Í ákæru ríkissaksóknara kemur fram að mistök hjúkrunarfræðingsins sem um ræðir voru gerð á kvöldvakt, sem unnin var í beinu framhaldi af dagvakt. Við slíkar aðstæður eykst hættan á mistökum. Launakjör, aðstaða og vinnuálag íslenzks heilbrigðisstarfsfólks eru í nógu miklu ólagi þótt ekki bætist við hættan á að dómskerfið refsi fólki fyrir mistök. Það kemur því ekkert á óvart að allir viðmælendur Fréttablaðsins í gær lýstu yfir óánægju með að ákæra til refsingar hefði verið gefin út í málinu. Það á við um ekkju sjúklingsins sem lézt, formann Viljaspors, félags sem aðstoðar sjúklinga og aðstandendur þeirra sem hafa lent í óhöppum á heilbrigðisstofnunum, forsvarsmenn Landspítalans og formann Félags íslenzkra hjúkrunarfræðinga. Allir eru á því að frekar eigi að reyna að læra af mistökunum en að refsa fyrir þau. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur ekki fengizt til að rökstyðja það í fjölmiðlum hvers vegna ákæra var gefin út í þessu máli. Hugsanlega metur saksóknaraembættið það svo að gildandi lög gefi einfaldlega ekki tilefni til annars. Eftir er að sjá hvernig fer þegar dæmt verður í málinu, en útgáfa ákærunnar hlýtur að gefa löggjafanum tilefni til að endurskoða lagarammann að því er varðar mistök í heilbrigðisþjónustunni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir í Fréttablaðinu í gær að tilefni sé til að taka upp umræðu um þetta mál. Geir Gunnlaugsson landlæknir nefnir að skoða megi norska kerfið, þar sem atvik í heilbrigðisþjónustu séu ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur um glæpsamlegt athæfi liggi fyrir. Að sjálfsögðu ber heilbrigðisstarfsfólk sína ábyrgð. Að sjálfsögðu þurfa sjúklingar og aðstandendur að geta leitað réttar síns og fengið bætur ef mistök eru gerð í heilbrigðisþjónustunni. En refsileiðin er augljóslega röng leið til þess og sú sem dregur úr líkum á að mistök séu tilkynnt og leitazt við að læra af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er grunaður um að hafa gert mistök sem ollu dauða sjúklings. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenzkur heilbrigðisstarfsmaður er ákærður í slíku máli og ákæran felur því í sér stefnubreytingu frá því sem verið hefur. Málið hefur verið til umfjöllunar eftir að lögreglurannsókn hófst á andláti sjúklingsins. Sú skoðun hefur áður komið fram af hálfu forsvarsmanna Landspítalans, og raunar líka sjúklinga og aðstandenda þeirra sem hafa skaðazt í læknamistökum, að það myndi hafa afar neikvæð áhrif, yrði ákæra gefin út, að ekki sé talað um ef dómur fellur í málinu og hjúkrunarfræðingurinn verður dæmdur til refsingar. Rökin fyrir þeirri afstöðu eru meðal annars þau að undanfarin misseri hefur verið gert stórátak í að bæta öryggismenninguna á Landspítalanum, en í því felst að starfsfólk er hvatt til að tilkynna um hvers kyns mistök, stór og smá, í þeim tilgangi að hægt sé að læra af þeim og leitast við að hindra að þau endurtaki sig. Eigi fólk á hættu að það sjálft eða vinnufélagarnir þurfi að sæta refsingu, jafnvel fangelsi, ef sagt er frá mistökum, hefur það ekki mjög hvetjandi áhrif á öryggismenninguna. Í ákæru ríkissaksóknara kemur fram að mistök hjúkrunarfræðingsins sem um ræðir voru gerð á kvöldvakt, sem unnin var í beinu framhaldi af dagvakt. Við slíkar aðstæður eykst hættan á mistökum. Launakjör, aðstaða og vinnuálag íslenzks heilbrigðisstarfsfólks eru í nógu miklu ólagi þótt ekki bætist við hættan á að dómskerfið refsi fólki fyrir mistök. Það kemur því ekkert á óvart að allir viðmælendur Fréttablaðsins í gær lýstu yfir óánægju með að ákæra til refsingar hefði verið gefin út í málinu. Það á við um ekkju sjúklingsins sem lézt, formann Viljaspors, félags sem aðstoðar sjúklinga og aðstandendur þeirra sem hafa lent í óhöppum á heilbrigðisstofnunum, forsvarsmenn Landspítalans og formann Félags íslenzkra hjúkrunarfræðinga. Allir eru á því að frekar eigi að reyna að læra af mistökunum en að refsa fyrir þau. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur ekki fengizt til að rökstyðja það í fjölmiðlum hvers vegna ákæra var gefin út í þessu máli. Hugsanlega metur saksóknaraembættið það svo að gildandi lög gefi einfaldlega ekki tilefni til annars. Eftir er að sjá hvernig fer þegar dæmt verður í málinu, en útgáfa ákærunnar hlýtur að gefa löggjafanum tilefni til að endurskoða lagarammann að því er varðar mistök í heilbrigðisþjónustunni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir í Fréttablaðinu í gær að tilefni sé til að taka upp umræðu um þetta mál. Geir Gunnlaugsson landlæknir nefnir að skoða megi norska kerfið, þar sem atvik í heilbrigðisþjónustu séu ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur um glæpsamlegt athæfi liggi fyrir. Að sjálfsögðu ber heilbrigðisstarfsfólk sína ábyrgð. Að sjálfsögðu þurfa sjúklingar og aðstandendur að geta leitað réttar síns og fengið bætur ef mistök eru gerð í heilbrigðisþjónustunni. En refsileiðin er augljóslega röng leið til þess og sú sem dregur úr líkum á að mistök séu tilkynnt og leitazt við að læra af þeim.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun