Traust fjármálastjórn í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 28. maí 2014 00:00 Nýlega bárust þær jákvæðu fréttir að afkoma Reykjavíkurborgar var jákvæð um 8,4 milljarða króna árið 2013. Þetta eru ánægjuleg tíðindi, því ekki er svo langt síðan að rekstrarniðurstaða borgarinnar var neikvæð sem nam 71 milljarði eins og raunin var árið 2008. Eiginfjárhlutfall borgarinnar hefur aukist úr 26% árið 2009 í 40% árið 2013 eða um 50%. Þetta skiptir máli, því traustari sem eiginfjárstaðan er, því betri lánskjör fær borgin. Mestu skiptir að skuldastaða Reykjavíkurborgar hefur batnað töluvert undanfarin ár. Árið 2009 skuldaði Reykjavíkurborg (bæði A- og B-hluti) um 358 milljarða en við síðustu áramót skuldaði samstæðan 286 milljarða. Þetta er jákvæð þróun uppá 72 milljarða en þó er skuldarhlutfall borgarinnar enn of hátt eða um 221% af tekjum samstæðunnar. Samkvæmt reglum um fjármál sveitarfélaga skal undanskilja reikningsskil veitu- og orkufyrirtækja frá reikningsskilum sveitarfélagsins. Þegar tekið hefur verið tillit til þess er skuldarhlutfall borgarinnar 106% og vel fyrir innan viðmiðunarmörk um skuldarhlutfall sveitarfélaga sem er um 150%. Til viðbótar þessu hefur markvisst verið reynt að draga úr erlendum skuldum borgarinnar, en hlutfall þeirra af heildarlangtímaskuldum lækkaði úr 69% í 63% milli ára. Þetta sýnir trausta fjármálastjórn, því ef vextir af erlendum lánum hækka um 1%, þýðir það útgjaldaaukningu uppá 2,5 milljarða króna. Til viðbótar þessu má geta þess að núverandi meirihluti hefur ekki látið OR greiða borginni arð en fyrri meirihluti lét OR borga arð fyrir árin 2009 og 2010, 800 milljónir í hvort sinn, en bæði árin var OR rekið með stórtapi! Það er ekki dæmi um ábyrga fjármálastjórn. Að lokum vil ég nefna eina kennitölu úr rekstri borgarinnar sem gleður mig en það er uppgreiðslutími skulda í árum. Árið 2009 var uppgreiðslutíminn 18 ár, en árið 2013 var þessi uppgreiðslutími kominn niður í 10 ár. Núverandi meirihluti hefur staðið vaktina vel hvað fjármál borgarinnar snertir, hann hefur tekið fjármálin föstum tökum og tekið ákvarðanir sem miða að því að treysta fjármálalega stöðu borgarinnar, sbr. aðgerðina „PLANIГ sem var hrint í framkvæmd vegna fjárhagsvandræða OR í upphafi kjörtímabilsins. Það er gleðilegt að eftir erfið ár eru horfur í fjármálum borgarinnar mjög jákvæðar, fyrir borgina, fyrirtæki hennar og ekki síst íbúa hennar og framtíð þeirra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Sjá meira
Nýlega bárust þær jákvæðu fréttir að afkoma Reykjavíkurborgar var jákvæð um 8,4 milljarða króna árið 2013. Þetta eru ánægjuleg tíðindi, því ekki er svo langt síðan að rekstrarniðurstaða borgarinnar var neikvæð sem nam 71 milljarði eins og raunin var árið 2008. Eiginfjárhlutfall borgarinnar hefur aukist úr 26% árið 2009 í 40% árið 2013 eða um 50%. Þetta skiptir máli, því traustari sem eiginfjárstaðan er, því betri lánskjör fær borgin. Mestu skiptir að skuldastaða Reykjavíkurborgar hefur batnað töluvert undanfarin ár. Árið 2009 skuldaði Reykjavíkurborg (bæði A- og B-hluti) um 358 milljarða en við síðustu áramót skuldaði samstæðan 286 milljarða. Þetta er jákvæð þróun uppá 72 milljarða en þó er skuldarhlutfall borgarinnar enn of hátt eða um 221% af tekjum samstæðunnar. Samkvæmt reglum um fjármál sveitarfélaga skal undanskilja reikningsskil veitu- og orkufyrirtækja frá reikningsskilum sveitarfélagsins. Þegar tekið hefur verið tillit til þess er skuldarhlutfall borgarinnar 106% og vel fyrir innan viðmiðunarmörk um skuldarhlutfall sveitarfélaga sem er um 150%. Til viðbótar þessu hefur markvisst verið reynt að draga úr erlendum skuldum borgarinnar, en hlutfall þeirra af heildarlangtímaskuldum lækkaði úr 69% í 63% milli ára. Þetta sýnir trausta fjármálastjórn, því ef vextir af erlendum lánum hækka um 1%, þýðir það útgjaldaaukningu uppá 2,5 milljarða króna. Til viðbótar þessu má geta þess að núverandi meirihluti hefur ekki látið OR greiða borginni arð en fyrri meirihluti lét OR borga arð fyrir árin 2009 og 2010, 800 milljónir í hvort sinn, en bæði árin var OR rekið með stórtapi! Það er ekki dæmi um ábyrga fjármálastjórn. Að lokum vil ég nefna eina kennitölu úr rekstri borgarinnar sem gleður mig en það er uppgreiðslutími skulda í árum. Árið 2009 var uppgreiðslutíminn 18 ár, en árið 2013 var þessi uppgreiðslutími kominn niður í 10 ár. Núverandi meirihluti hefur staðið vaktina vel hvað fjármál borgarinnar snertir, hann hefur tekið fjármálin föstum tökum og tekið ákvarðanir sem miða að því að treysta fjármálalega stöðu borgarinnar, sbr. aðgerðina „PLANIГ sem var hrint í framkvæmd vegna fjárhagsvandræða OR í upphafi kjörtímabilsins. Það er gleðilegt að eftir erfið ár eru horfur í fjármálum borgarinnar mjög jákvæðar, fyrir borgina, fyrirtæki hennar og ekki síst íbúa hennar og framtíð þeirra!
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun