Innlent

Hlýtur að teljast hrun í Lagarfljóti

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Óvíst er hversu mikill silungur verður eftir í Lagarfljóti fyrir Hafdísi Önnu Svansdóttur á Finnsstöðum og hennar kynslóð.
Óvíst er hversu mikill silungur verður eftir í Lagarfljóti fyrir Hafdísi Önnu Svansdóttur á Finnsstöðum og hennar kynslóð. Mynd/Hjördís Ólafsdóttir
„Sextíu til sjötíu prósent fækkun bleikju og urriða í Lagarfljóti hlýtur að teljast hrun,“ segir í bókun umhverfis- og héraðsnefndar Fljótsdalshéraðs.

Umhverfisnefndin tók fyrir á síðasta fundi sínum skýrslu Veiðimálastofnunar um fiskrannsóknir á vatnasviði Lagarfljóts, Jökulsár á Dal, Fögruhlíðarár og Gilsár. Rannsóknin náði til áranna 2011 og 2012.

„Jafnframt vekur ekki síður ugg hversu rýr kostur er fyrir þá fiska sem þó tóra, að helstu fæðutegundir í vatnabobbum, svifkrabba og vorflugu eru horfnar,“ heldur umhverfisnefndin áfram og segir að fengur yrði að skýrslu um viðgang þessara tegunda.

„Nefndin hvetur Landsvirkjun til að fylgjast áfram með áhrifum af framkvæmdum og rekstri Fljótsdalsstöðvar á Lagarfljót og skoða mögulegar mótvægisaðgerðir,“ segir umhverfisnefnd Fljótsdalshéraðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×