Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Sveinn Arnarsson skrifar 30. maí 2014 07:15 Samið var við Nýherja fyrir á annað hundrað milljóna króna án útboðs á kjörtímabilinu 2006 til 2010. Fréttablaðið/Sigurjón Garðabær gerði samninga við Nýherja um tölvukaup, tölvulán og kaup á þjónustu frá fyrirtækinu, upp á samtals 120 milljónir íslenskra króna á síðasta kjörtímabili, á árabilinu 2006 til 2010. Samningarnir voru allir byggðir á tilboðum Nýherja og voru þar af leiðandi ekki gerðir eftir útboð Garðabæjar. Á því kjörtímabili var Gunnar Einarsson bæjarstjóri og hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins stýrði Garðabæ, eins og þeir hafa gert síðustu sex áratugina. Oddviti Sjálfstæðisflokksins var Erling Ásgeirsson. Erling var aftur oddviti sjálfstæðismanna á því kjörtímabili sem nú er að ljúka og situr í heiðurssæti listans til sveitarstjórnarkosninganna nú. Þegar samningarnir voru gerðir var hann framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Starfinu sinnti hann frá 1992 til 2008 þegar hann varð framkvæmdastjóri Sense ehf., dótturfyrirtækis Nýherja. Árið 2007 voru sett lög um opinber innkaup. Tilgangur laganna er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup og stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni. Samkvæmt þeim bar sveitarfélögum meðal annars að setja sér sjálf innkaupareglur. Garðabær setti sér ekki innkaupareglur fyrr en árið 2010. Í innkaupareglum Garðabæjar segir að stuðla eigi að samkeppni á markaði varðandi sölu á þjónustu og vörum og beita eigi markvissum aðgerðum við innkaup. M-listi Fólksins í bænum hefur meðal annars gagnrýnt það hvernig kaupum á vörum og þjónustu er háttað í Garðabæ. María Grétarsdóttir, oddviti listans, hefur gagnrýnt innkaup bæjarins nokkuð á kjörtímabilinu. „Við höfum ítrekað bent á og bókað um það í bæjarstjórn að bæjaryfirvöld fylgja ekki settum innkaupareglum við kaup á vöru og þjónustu. Um grafalvarlegt mál er að ræða sem mikilvægt er að ráða bót á þannig að gegnsæi ríki um hvernig gengið er til samninga og tryggt að öll fyrirtæki og einstaklingar sitji við sama borð,“ segir María. „Slagorð sjálfstæðismanna, „höldum áfram“, hljómar ekki vel í okkar eyrum því við teljum veruleg tækifæri til úrbóta í rekstri bæjarins,“ segir hún. Erling Ásgeirsson, oddviti sjálfstæðismanna á kjörtímabilinu, vildi ekki tjá sig um umrædda samninga við Nýherja þegar blaðamaður náði tali af honum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Garðabær gerði samninga við Nýherja um tölvukaup, tölvulán og kaup á þjónustu frá fyrirtækinu, upp á samtals 120 milljónir íslenskra króna á síðasta kjörtímabili, á árabilinu 2006 til 2010. Samningarnir voru allir byggðir á tilboðum Nýherja og voru þar af leiðandi ekki gerðir eftir útboð Garðabæjar. Á því kjörtímabili var Gunnar Einarsson bæjarstjóri og hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins stýrði Garðabæ, eins og þeir hafa gert síðustu sex áratugina. Oddviti Sjálfstæðisflokksins var Erling Ásgeirsson. Erling var aftur oddviti sjálfstæðismanna á því kjörtímabili sem nú er að ljúka og situr í heiðurssæti listans til sveitarstjórnarkosninganna nú. Þegar samningarnir voru gerðir var hann framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Starfinu sinnti hann frá 1992 til 2008 þegar hann varð framkvæmdastjóri Sense ehf., dótturfyrirtækis Nýherja. Árið 2007 voru sett lög um opinber innkaup. Tilgangur laganna er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup og stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni. Samkvæmt þeim bar sveitarfélögum meðal annars að setja sér sjálf innkaupareglur. Garðabær setti sér ekki innkaupareglur fyrr en árið 2010. Í innkaupareglum Garðabæjar segir að stuðla eigi að samkeppni á markaði varðandi sölu á þjónustu og vörum og beita eigi markvissum aðgerðum við innkaup. M-listi Fólksins í bænum hefur meðal annars gagnrýnt það hvernig kaupum á vörum og þjónustu er háttað í Garðabæ. María Grétarsdóttir, oddviti listans, hefur gagnrýnt innkaup bæjarins nokkuð á kjörtímabilinu. „Við höfum ítrekað bent á og bókað um það í bæjarstjórn að bæjaryfirvöld fylgja ekki settum innkaupareglum við kaup á vöru og þjónustu. Um grafalvarlegt mál er að ræða sem mikilvægt er að ráða bót á þannig að gegnsæi ríki um hvernig gengið er til samninga og tryggt að öll fyrirtæki og einstaklingar sitji við sama borð,“ segir María. „Slagorð sjálfstæðismanna, „höldum áfram“, hljómar ekki vel í okkar eyrum því við teljum veruleg tækifæri til úrbóta í rekstri bæjarins,“ segir hún. Erling Ásgeirsson, oddviti sjálfstæðismanna á kjörtímabilinu, vildi ekki tjá sig um umrædda samninga við Nýherja þegar blaðamaður náði tali af honum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira