Griðastaðurinn Reykjavík S. Björn Blöndal skrifar 31. maí 2014 07:00 Ástkæri Reykvíkingur Í dag getur þú haft áhrif á það hvernig næstu fjögur ár verða í borginni okkar. Reykjavík er í mikilli mótun. Gríðarlegar breytingar hafa orðið hér á allra síðustu árum. Við eigum að taka þeim fagnandi og með opnum hug. Fyrir fjórum árum tóku Reykvíkingar þá frábæru ákvörðun að gera breytingar á stjórn borgarinnar. Reykvíkingar vildu breyta ríkjandi viðhorfi til stjórnmálanna og Besti flokkurinn vann sögulegan sigur og af því að hugarfarið var nýtt breyttist mjög margt. Við erum stolt af því sem hefur verið gert á þessu kjörtímabili. Við erum líka stolt af því sem við höfum gert í aðdraganda þessara kosninga. Besti flokkurinn hefur runnið inn í Bjarta framtíð. Björt framtíð er farartækið okkar næstu árin. Með því að kjósa Bjarta framtíð ert þú að taka skýra afstöðu. Þú ert að segja að mannréttindi skipti máli. Þú ert að segja að heiðarleiki skipti máli. Þú ert að velja afl sem er ótengt hagsmunaaðilum. Þú ert að velja ábyrgð. Þú ert líka að segja að það megi ríkja gleði í stjórnmálum og stjórn borgar og sveitarfélaga. Í Bjartri framtíð er allskonar fólk. Við hjálpumst að, stöndum saman og vegum og metum alltaf hvert mál út frá hagsmunum borgarbúa. Þannig vinnur fólk saman, eins og fjölskylda gerir þegar taka þarf ákvarðanir sem hafa áhrif á alla. Þá kemur hún saman og reynir að leysa málin. Þó að í fjölskyldum sé allskonar fólk passar það upp á hvert annað. Heimilið er griðastaður og þar á öllum að líða vel. Þannig Reykjavík viljum við. Griðastað. Reykjavík á að vera friðarborg. Það er verðugt og raunhæft markmið. Í friði felast nefnilega óteljandi tækifæri. Það er svo auðvelt að standa í stríði og illdeilum. En það er erfitt hlutverk að standa í friði og standa fyrir friði. Stjórnmál framtíðarinnar munu ekki snúast um átök og ágreining um smáatriði. Þau munu snúast um að búa til umhverfi þar sem ríkir friður. Þannig verður framþróun. Við viljum öll geta sest niður að kvöldi dags og sagt: dagurinn var góður. Framtíðin er björt ef við kjósum það. X-Æ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Sjá meira
Ástkæri Reykvíkingur Í dag getur þú haft áhrif á það hvernig næstu fjögur ár verða í borginni okkar. Reykjavík er í mikilli mótun. Gríðarlegar breytingar hafa orðið hér á allra síðustu árum. Við eigum að taka þeim fagnandi og með opnum hug. Fyrir fjórum árum tóku Reykvíkingar þá frábæru ákvörðun að gera breytingar á stjórn borgarinnar. Reykvíkingar vildu breyta ríkjandi viðhorfi til stjórnmálanna og Besti flokkurinn vann sögulegan sigur og af því að hugarfarið var nýtt breyttist mjög margt. Við erum stolt af því sem hefur verið gert á þessu kjörtímabili. Við erum líka stolt af því sem við höfum gert í aðdraganda þessara kosninga. Besti flokkurinn hefur runnið inn í Bjarta framtíð. Björt framtíð er farartækið okkar næstu árin. Með því að kjósa Bjarta framtíð ert þú að taka skýra afstöðu. Þú ert að segja að mannréttindi skipti máli. Þú ert að segja að heiðarleiki skipti máli. Þú ert að velja afl sem er ótengt hagsmunaaðilum. Þú ert að velja ábyrgð. Þú ert líka að segja að það megi ríkja gleði í stjórnmálum og stjórn borgar og sveitarfélaga. Í Bjartri framtíð er allskonar fólk. Við hjálpumst að, stöndum saman og vegum og metum alltaf hvert mál út frá hagsmunum borgarbúa. Þannig vinnur fólk saman, eins og fjölskylda gerir þegar taka þarf ákvarðanir sem hafa áhrif á alla. Þá kemur hún saman og reynir að leysa málin. Þó að í fjölskyldum sé allskonar fólk passar það upp á hvert annað. Heimilið er griðastaður og þar á öllum að líða vel. Þannig Reykjavík viljum við. Griðastað. Reykjavík á að vera friðarborg. Það er verðugt og raunhæft markmið. Í friði felast nefnilega óteljandi tækifæri. Það er svo auðvelt að standa í stríði og illdeilum. En það er erfitt hlutverk að standa í friði og standa fyrir friði. Stjórnmál framtíðarinnar munu ekki snúast um átök og ágreining um smáatriði. Þau munu snúast um að búa til umhverfi þar sem ríkir friður. Þannig verður framþróun. Við viljum öll geta sest niður að kvöldi dags og sagt: dagurinn var góður. Framtíðin er björt ef við kjósum það. X-Æ
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar