Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Sveinn Arnarsson skrifar 3. júní 2014 07:00 Námaskarð Hverirnir austan Námaskarðs eru meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Norðurlandi. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps er formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar sem áformar gjaldtöku á svæðinu í sumar.Fréttablaðið/Vilhelm Hið opinbera veitir fjörutíu milljónum til gerðar göngustígs og nýs útsýnispalls við Dettifoss að vestanverðu. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í landi Vatnajökulsþjóðgarðs. Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á svæðinu í sumar. Auk þeirra fjörutíu milljóna sem fara í gerð göngustígs og útsýnispalls við Dettifoss verða tíu milljónir veittar í uppbyggingu og lagfæringu göngustíga við hveri austan Námaskarðs. Hverir þessir eru einnig í landi Reykjahlíðar. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði fyrir helgi reglugerð um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum nú í sumar. Heildarúthlutun ráðuneytisins nemur um 380 milljónum króna. Ferðamálastofa annast úthlutanir úr sjóðnum sem eiga nú að fara í brýnar framkvæmdir vegna verndunar náttúru eða öryggis ferðamanna. Framkvæmdasjóður ferðmannastaða óskaði eftir tillögum frá sveitarfélögum og opinberum aðilum um mögulegar framkvæmdir. Fyrir yrði þó að liggja skipulag til að hægt væri að fara í framkvæmdir strax á þessu ári.Sveitarstjóri er landeigandi Þær tíu milljónir sem veittar eru til uppbyggingar göngustíga við hverina við Námaskarð eru veittar til Skútustaðahrepps. Oddviti Skútustaðahrepps, Guðrún María Valgeirsdóttir, svaraði fyrirspurn framkvæmdasjóðs um á hvaða stöðum hægt væri að ráðast í framkvæmdir á þessu ári í sveitarfélaginu. Nefndi hún umræddan göngustíg sem álitlegan kost. Guðrún María er einnig forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar og á fjórðungshlut í landinu. Guðrún María sagði í viðtali við blaðamann Fréttablaðsins að engar breytingar væru áformaðar á gjaldtöku á svæðinu sem munu hefjast í sumar. Hún telur ekkert óeðlilegt við það að hún í nafni Skútustaðahrepps hafi óskað eftir styrk til lands í hennar eigu, lands sem landeigendur ætla svo að rukka aðgangseyri að. „Ég hef verið landeigandi í áratugi þarna og taldi mig ekki vera vanhæfa við að leggja fram lista um ferðamannastaði í sveitarfélaginu sem væru styrkhæfir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.“Gjaldtaka áformuð Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á ferðamenn á þremur stöðum í landi sínu. Ferðamannastaðirnir eru meðal þeirra fjölsóttustu á Norðausturlandi. Staðirnir eru Dettifoss og hverirnir austan Námaskarðs, auk Leirhnjúks við Kröflu. Á heimasíðunni natturugjald.is færa landeigendur rök fyrir áformaðri gjaldtöku. Ágangur ferðamanna sé slíkur á þessa staði að náttúran þar sé komin að þolmörkum og sé engan veginn sjálfbær. Því sé nauðsynlegt að hefja uppbyggingu á þessum svæðum með náttúruna í fyrirrúmi. Gjaldinu verði varið til uppbyggingar á svæðinu, meðal annars gerðir göngustígar og útsýnispallar. Gjald sem landeigendur ætla að taka fyrir að skoða alla þrjá staðina nemur 2.888 krónum. Því skýtur það skökku við að landeigendur ætli að taka gjald af ferðamönnum á þeim forsendum að bæta göngustíga á svæðinu þegar hið opinbera hefur þegar ákveðið að leggja 50 milljónir til að bæta aðgengi ferðamanna við þessa fjölsóttu ferðamannastaði. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira
Hið opinbera veitir fjörutíu milljónum til gerðar göngustígs og nýs útsýnispalls við Dettifoss að vestanverðu. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í landi Vatnajökulsþjóðgarðs. Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á svæðinu í sumar. Auk þeirra fjörutíu milljóna sem fara í gerð göngustígs og útsýnispalls við Dettifoss verða tíu milljónir veittar í uppbyggingu og lagfæringu göngustíga við hveri austan Námaskarðs. Hverir þessir eru einnig í landi Reykjahlíðar. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði fyrir helgi reglugerð um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum nú í sumar. Heildarúthlutun ráðuneytisins nemur um 380 milljónum króna. Ferðamálastofa annast úthlutanir úr sjóðnum sem eiga nú að fara í brýnar framkvæmdir vegna verndunar náttúru eða öryggis ferðamanna. Framkvæmdasjóður ferðmannastaða óskaði eftir tillögum frá sveitarfélögum og opinberum aðilum um mögulegar framkvæmdir. Fyrir yrði þó að liggja skipulag til að hægt væri að fara í framkvæmdir strax á þessu ári.Sveitarstjóri er landeigandi Þær tíu milljónir sem veittar eru til uppbyggingar göngustíga við hverina við Námaskarð eru veittar til Skútustaðahrepps. Oddviti Skútustaðahrepps, Guðrún María Valgeirsdóttir, svaraði fyrirspurn framkvæmdasjóðs um á hvaða stöðum hægt væri að ráðast í framkvæmdir á þessu ári í sveitarfélaginu. Nefndi hún umræddan göngustíg sem álitlegan kost. Guðrún María er einnig forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar og á fjórðungshlut í landinu. Guðrún María sagði í viðtali við blaðamann Fréttablaðsins að engar breytingar væru áformaðar á gjaldtöku á svæðinu sem munu hefjast í sumar. Hún telur ekkert óeðlilegt við það að hún í nafni Skútustaðahrepps hafi óskað eftir styrk til lands í hennar eigu, lands sem landeigendur ætla svo að rukka aðgangseyri að. „Ég hef verið landeigandi í áratugi þarna og taldi mig ekki vera vanhæfa við að leggja fram lista um ferðamannastaði í sveitarfélaginu sem væru styrkhæfir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.“Gjaldtaka áformuð Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á ferðamenn á þremur stöðum í landi sínu. Ferðamannastaðirnir eru meðal þeirra fjölsóttustu á Norðausturlandi. Staðirnir eru Dettifoss og hverirnir austan Námaskarðs, auk Leirhnjúks við Kröflu. Á heimasíðunni natturugjald.is færa landeigendur rök fyrir áformaðri gjaldtöku. Ágangur ferðamanna sé slíkur á þessa staði að náttúran þar sé komin að þolmörkum og sé engan veginn sjálfbær. Því sé nauðsynlegt að hefja uppbyggingu á þessum svæðum með náttúruna í fyrirrúmi. Gjaldinu verði varið til uppbyggingar á svæðinu, meðal annars gerðir göngustígar og útsýnispallar. Gjald sem landeigendur ætla að taka fyrir að skoða alla þrjá staðina nemur 2.888 krónum. Því skýtur það skökku við að landeigendur ætli að taka gjald af ferðamönnum á þeim forsendum að bæta göngustíga á svæðinu þegar hið opinbera hefur þegar ákveðið að leggja 50 milljónir til að bæta aðgengi ferðamanna við þessa fjölsóttu ferðamannastaði.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira