Lágkúrupólitík Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. júní 2014 07:00 Forysta Framsóknarflokksins barmar sér enn yfir að vera krafin um skýra afstöðu til kosningaútspils frambjóðenda flokksins í borgarstjórn; að krækja sér í atkvæði með því að höfða til andúðar á útlendingum og fólki sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga. Skoðum fyrst hvað Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði fyrir kosningar. Í fyrsta viðtalinu sem tekið var við hana eftir að hún sagðist á Facebook hafa fengið fyrirspurnir um afstöðu sína til mosku í Reykjavík, sagði hún: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna.“ Sveinbjörg sneri þessu síðar upp í að hún vildi íbúakosningu um hvort úthluta ætti lóð fyrir mosku. Það er reyndar hugmynd frá Danska Þjóðarflokknum, hægrilýðskrumsflokki sem gerði slíkar atkvæðagreiðslur að kosningamáli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2009, af því að moskur væru griðastaður trúarofstækismanna og stuðningsmanna hryðjuverka. Þjóðarflokkurinn blés nýju lífi í þetta stefnumál sitt í febrúar síðastliðnum vegna deilna um mosku í Haderslev. Næst reyndi oddvitinn að halda því fram að þetta snerist bara um lóðamál í Reykjavík, en þá hafði fræjum útlendingaandúðarinnar verið sáð og fylgið, sem vissulega er að sækja á þeim miðum, byrjað að skila sér. Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar bætti hún rækilega í og spurði hvort við vildum búa í samfélagi þar sem fólk væri þvingað í hjónaband. Skoðum næst hvað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði um málflutning oddvitans fyrir kosningar. Lengst af ekki neitt, enda gengu atkvæðaveiðarnar augljóslega vel. Svo kom loks pistill frá formanninum, þar sem hann tók enga efnislega afstöðu, heldur bætti enn í efnismiklar kvartanir sínar yfir því að flokkurinn hans væri gagnrýndur. Skoðum þá hvað Sigmundur hefur sagt eftir kosningarnar, eftir að metfjöldi atkvæða Framsóknar í Reykjavík í fjörutíu ár var kominn í hús. Jú, hann hefur sagt að múslimar megi alveg byggja sér mosku, ef hún falli bara að umhverfinu. Ekki samt á lóðinni sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað henni, hún eigi áfram að vera grænt svæði. En skipulagsferlinu er lokið, engar athugasemdir bárust og borginni ber bæði að lögum og mannréttindasáttmálum að útvega múslimum lóð fyrir helgidóm sinn. Svo hefur Sigmundur líka sagt að Framsókn geri ekki upp á milli trúarbragða og starfi á grundvelli jafnréttis. Um atkvæðaveiðar flokksins í krafti fordóma og útlendingaandúðar hefur hann hins vegar ekki sagt nokkurn skapaðan hlut nema að gagnrýnin misbjóði honum. Hann vill ekki styggja nýja fylgið. Þetta er prinsipplaus og lágkúruleg pólitík, sem skortir alla reisn. Það er eðlilegt að fulltrúar samstarfsflokks framsóknarmanna í ríkisstjórn geri kröfu um að flokksforystan tali skýrar, eins og Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerði til dæmis í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Allir kjósendur eiga raunar kröfu á að Framsóknarflokkurinn svari því skýrt, hvort taktík flokksins í borginni hafi verið forystu flokksins að skapi og hvort Framsókn hyggist áfram spila inn á andúð á minnihlutahópum í leit sinni að nýju fylgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Forysta Framsóknarflokksins barmar sér enn yfir að vera krafin um skýra afstöðu til kosningaútspils frambjóðenda flokksins í borgarstjórn; að krækja sér í atkvæði með því að höfða til andúðar á útlendingum og fólki sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga. Skoðum fyrst hvað Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði fyrir kosningar. Í fyrsta viðtalinu sem tekið var við hana eftir að hún sagðist á Facebook hafa fengið fyrirspurnir um afstöðu sína til mosku í Reykjavík, sagði hún: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna.“ Sveinbjörg sneri þessu síðar upp í að hún vildi íbúakosningu um hvort úthluta ætti lóð fyrir mosku. Það er reyndar hugmynd frá Danska Þjóðarflokknum, hægrilýðskrumsflokki sem gerði slíkar atkvæðagreiðslur að kosningamáli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2009, af því að moskur væru griðastaður trúarofstækismanna og stuðningsmanna hryðjuverka. Þjóðarflokkurinn blés nýju lífi í þetta stefnumál sitt í febrúar síðastliðnum vegna deilna um mosku í Haderslev. Næst reyndi oddvitinn að halda því fram að þetta snerist bara um lóðamál í Reykjavík, en þá hafði fræjum útlendingaandúðarinnar verið sáð og fylgið, sem vissulega er að sækja á þeim miðum, byrjað að skila sér. Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar bætti hún rækilega í og spurði hvort við vildum búa í samfélagi þar sem fólk væri þvingað í hjónaband. Skoðum næst hvað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði um málflutning oddvitans fyrir kosningar. Lengst af ekki neitt, enda gengu atkvæðaveiðarnar augljóslega vel. Svo kom loks pistill frá formanninum, þar sem hann tók enga efnislega afstöðu, heldur bætti enn í efnismiklar kvartanir sínar yfir því að flokkurinn hans væri gagnrýndur. Skoðum þá hvað Sigmundur hefur sagt eftir kosningarnar, eftir að metfjöldi atkvæða Framsóknar í Reykjavík í fjörutíu ár var kominn í hús. Jú, hann hefur sagt að múslimar megi alveg byggja sér mosku, ef hún falli bara að umhverfinu. Ekki samt á lóðinni sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað henni, hún eigi áfram að vera grænt svæði. En skipulagsferlinu er lokið, engar athugasemdir bárust og borginni ber bæði að lögum og mannréttindasáttmálum að útvega múslimum lóð fyrir helgidóm sinn. Svo hefur Sigmundur líka sagt að Framsókn geri ekki upp á milli trúarbragða og starfi á grundvelli jafnréttis. Um atkvæðaveiðar flokksins í krafti fordóma og útlendingaandúðar hefur hann hins vegar ekki sagt nokkurn skapaðan hlut nema að gagnrýnin misbjóði honum. Hann vill ekki styggja nýja fylgið. Þetta er prinsipplaus og lágkúruleg pólitík, sem skortir alla reisn. Það er eðlilegt að fulltrúar samstarfsflokks framsóknarmanna í ríkisstjórn geri kröfu um að flokksforystan tali skýrar, eins og Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerði til dæmis í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Allir kjósendur eiga raunar kröfu á að Framsóknarflokkurinn svari því skýrt, hvort taktík flokksins í borginni hafi verið forystu flokksins að skapi og hvort Framsókn hyggist áfram spila inn á andúð á minnihlutahópum í leit sinni að nýju fylgi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun