Fjöldamorð þaggað niður Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. júní 2014 07:00 Í gær voru liðin 25 ár frá því kínversk stjórnvöld frömdu fjöldamorð á mótmælendum á Torgi hins himneska friðar í Peking. Mörg hundruð manns, aðallega ungt fólk, voru drepin fyrir að krefjast mannréttinda, frelsis og lýðræðis. Mikill viðbúnaður var af hálfu stjórnvalda í Peking í gær til að koma í veg fyrir að grimmdarverkanna yrði minnzt með nokkrum hætti. Í aðdraganda tímamótanna hafa útsendarar Kínastjórnar sett að minnsta kosti 66 andófsmenn í varðhald eða stofufangelsi, að því er mannréttindasamtökin Amnesty International hafa staðreynt. Gengið hefur verið enn lengra í að þagga niður alla umræðu en fyrir fimm árum, þegar 20 ár voru liðin frá atburðunum. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt glæpina sem voru framdir 4. júní 1989. Þau hafa raunar lagt mikið á sig til að reyna að fá þátttakendur í mótmælunum á torginu til að gleyma því líka hvað átti sér stað. Í gær birtust í bandarískum fjölmiðlum viðtöl við Fang Zheng, einn af námsmönnunum sem mótmæltu á torginu 1989. Hann missti báða fætur þegar skriðdreki ók yfir hann. Hann hafði þá rétt náð að bjarga meðvitundarlausri stúlku frá því að verða undir skriðdrekanum. Strax á sjúkrahúsinu, þar sem hann var til meðhöndlunar, reyndu útsendarar stjórnvalda að fá hann til að viðurkenna að hann hefði beitt ofbeldi og skriðdrekastjórinn ekki átt annars kost en að aka yfir hann. „Það fyrsta sem þeir vildu að ég gerði var að gleyma sannleikanum, snúa staðreyndunum á haus. Þetta var stöðug barátta. Þeir vildu að ég hylmdi yfir það sem gerðist,“ segir Fang í viðtali við Epoch Times. Honum var síðar neitað um að taka þátt í íþróttamótum fatlaðra nema hann lygi til um hvernig hann missti fæturna. Eftir 20 ára baráttu, þar sem stöðugt var lagt að honum að segja ekki sannleikann, flutti hann til Bandaríkjanna. Amnesty krafðist þess í gær af Kínastjórn að hún viðurkenndi mannréttindabrotin 1989, efndi til opinberrar rannsóknar á atburðunum og drægi þá til ábyrgðar sem stóðu fyrir fjöldamorðunum. Amnesty krefst þess líka að aðstandendum fórnarlambanna verði greiddar bætur og áreitni og ofsóknum á hendur þeim sem ræða opinberlega um atburðina verði hætt. Það er ágætt að rifja upp þegar ráðamennirnir okkar brosa á myndum með kínverskum kollegum sínum og tala um gildi aukins samstarfs við Kína hvers konar ríki er um að ræða. Þótt Kína hafi tekið upp markaðsbúskap er það ekki frjálslynt lýðræðisríki. Það er einræðisríki, þar sem mannréttindabrot og skoðanakúgun er daglegt brauð. Það er sjálfsagt að eiga samskipti og viðskipti við Kína eins og önnur ríki, en íslenzk stjórnvöld eiga að nota öll tækifæri til að taka undir kröfur Amnesty og fleiri mannréttindasamtaka um að þessi partur kínverskrar sögu verði gerður upp. Hjörleifur Sveinbjörnsson, sem bjó lengi í Kína, benti á það í grein í Fréttablaðinu í gær að slíkt uppgjör, á hvaða formi sem væri, væri til marks um stefnubreytingu hjá kínverskum stjórnvöldum. Við eigum að nýta tengsl okkar við Kína til að ýta undir slíka breytingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Í gær voru liðin 25 ár frá því kínversk stjórnvöld frömdu fjöldamorð á mótmælendum á Torgi hins himneska friðar í Peking. Mörg hundruð manns, aðallega ungt fólk, voru drepin fyrir að krefjast mannréttinda, frelsis og lýðræðis. Mikill viðbúnaður var af hálfu stjórnvalda í Peking í gær til að koma í veg fyrir að grimmdarverkanna yrði minnzt með nokkrum hætti. Í aðdraganda tímamótanna hafa útsendarar Kínastjórnar sett að minnsta kosti 66 andófsmenn í varðhald eða stofufangelsi, að því er mannréttindasamtökin Amnesty International hafa staðreynt. Gengið hefur verið enn lengra í að þagga niður alla umræðu en fyrir fimm árum, þegar 20 ár voru liðin frá atburðunum. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt glæpina sem voru framdir 4. júní 1989. Þau hafa raunar lagt mikið á sig til að reyna að fá þátttakendur í mótmælunum á torginu til að gleyma því líka hvað átti sér stað. Í gær birtust í bandarískum fjölmiðlum viðtöl við Fang Zheng, einn af námsmönnunum sem mótmæltu á torginu 1989. Hann missti báða fætur þegar skriðdreki ók yfir hann. Hann hafði þá rétt náð að bjarga meðvitundarlausri stúlku frá því að verða undir skriðdrekanum. Strax á sjúkrahúsinu, þar sem hann var til meðhöndlunar, reyndu útsendarar stjórnvalda að fá hann til að viðurkenna að hann hefði beitt ofbeldi og skriðdrekastjórinn ekki átt annars kost en að aka yfir hann. „Það fyrsta sem þeir vildu að ég gerði var að gleyma sannleikanum, snúa staðreyndunum á haus. Þetta var stöðug barátta. Þeir vildu að ég hylmdi yfir það sem gerðist,“ segir Fang í viðtali við Epoch Times. Honum var síðar neitað um að taka þátt í íþróttamótum fatlaðra nema hann lygi til um hvernig hann missti fæturna. Eftir 20 ára baráttu, þar sem stöðugt var lagt að honum að segja ekki sannleikann, flutti hann til Bandaríkjanna. Amnesty krafðist þess í gær af Kínastjórn að hún viðurkenndi mannréttindabrotin 1989, efndi til opinberrar rannsóknar á atburðunum og drægi þá til ábyrgðar sem stóðu fyrir fjöldamorðunum. Amnesty krefst þess líka að aðstandendum fórnarlambanna verði greiddar bætur og áreitni og ofsóknum á hendur þeim sem ræða opinberlega um atburðina verði hætt. Það er ágætt að rifja upp þegar ráðamennirnir okkar brosa á myndum með kínverskum kollegum sínum og tala um gildi aukins samstarfs við Kína hvers konar ríki er um að ræða. Þótt Kína hafi tekið upp markaðsbúskap er það ekki frjálslynt lýðræðisríki. Það er einræðisríki, þar sem mannréttindabrot og skoðanakúgun er daglegt brauð. Það er sjálfsagt að eiga samskipti og viðskipti við Kína eins og önnur ríki, en íslenzk stjórnvöld eiga að nota öll tækifæri til að taka undir kröfur Amnesty og fleiri mannréttindasamtaka um að þessi partur kínverskrar sögu verði gerður upp. Hjörleifur Sveinbjörnsson, sem bjó lengi í Kína, benti á það í grein í Fréttablaðinu í gær að slíkt uppgjör, á hvaða formi sem væri, væri til marks um stefnubreytingu hjá kínverskum stjórnvöldum. Við eigum að nýta tengsl okkar við Kína til að ýta undir slíka breytingu.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun