Bakka hringveginn Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júní 2014 10:00 Gunnar Hansson er höfundur kvikmyndarinnar BAKK en hann leikstýrir myndinni og leikur einnig eitt aðalhlutverkið. vísir/stefán „Ég er að búa mér til skemmtilegasta verkefni sem ég gæti mögulega búið mér til, ég er bíladellukall og hef gengið með þessa hugmynd í um tólf ár,“ segir leikarinn Gunnar Hansson en hann er höfundur og leikstýrir nýrri íslenskri kvikmynd ásamt Davíð Óskari Ólafssyni. Myndin ber titilinn Bakk. Ásamt því að leikstýra myndinni leikur Gunnar einnig eitt aðalhlutverkanna en auk hans leika Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir einnig í myndinni. „Eins og ég segi þá hef ég gengið með þessa hugmynd í um tólf ár en þetta fór svo á flug þegar Davíð Óskar og Árni Filippusson hjá Mystery komu inn í þetta, þá fór þetta að gerast,“ bætir Gunnar við. Framleiðslufyrirtækið Mystery hefur unnið að gerð fjölda vinsælla kvikmynda og má nefna Málmhaus, Sveitabrúðkaup og Á annan veg, svo nokkrar séu nefndar. Myndin, sem er gamanmynd, fer í tökur í ágústmánuði og fara tökur fram víðs vegar um landið. „Myndin fjallar um tvo æskuvini sem ákveða að bakka hringinn í kringum landið. Að keyra aftur á bak á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða er ekki alveg það auðveldasta en við erum að fara að gera þetta,“ segir Davíð Óskar.Davíð Óskar ÓlafssonÞetta er þó ekki í fyrsta sinn sem einhverjum dettur í hug að bakka hringinn í kringum landið. „Árið 1981 bakkaði Hallgrímur Marinósson hringinn í kringum landið, þetta var fyrsta landssöfnun einstaklings fyrir góðan málstað, hann gerði þetta einn í ævintýramennsku. Helsti munurinn á honum og persónum myndarinnar er að þær fara vanhugsað út í þetta og lenda í veseni. Hallgrímur var aftur á móti betur undirbúinn og notaði meðal annars stóra spegla,“ útskýrir Gunnar. Ekki liggur fyrir hvernig bíll verður notaður í myndinni en það verður að minnsta kosti mikið álag á honum. „Við erum enn að velta þessu fyrir okkur, bíllinn leikur allavega stórt hlutverk,“ bætir Gunnar við. Gert er ráð fyrir að myndin verði tilbúin á næsta ári, í kringum páskaleytið. Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira
„Ég er að búa mér til skemmtilegasta verkefni sem ég gæti mögulega búið mér til, ég er bíladellukall og hef gengið með þessa hugmynd í um tólf ár,“ segir leikarinn Gunnar Hansson en hann er höfundur og leikstýrir nýrri íslenskri kvikmynd ásamt Davíð Óskari Ólafssyni. Myndin ber titilinn Bakk. Ásamt því að leikstýra myndinni leikur Gunnar einnig eitt aðalhlutverkanna en auk hans leika Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir einnig í myndinni. „Eins og ég segi þá hef ég gengið með þessa hugmynd í um tólf ár en þetta fór svo á flug þegar Davíð Óskar og Árni Filippusson hjá Mystery komu inn í þetta, þá fór þetta að gerast,“ bætir Gunnar við. Framleiðslufyrirtækið Mystery hefur unnið að gerð fjölda vinsælla kvikmynda og má nefna Málmhaus, Sveitabrúðkaup og Á annan veg, svo nokkrar séu nefndar. Myndin, sem er gamanmynd, fer í tökur í ágústmánuði og fara tökur fram víðs vegar um landið. „Myndin fjallar um tvo æskuvini sem ákveða að bakka hringinn í kringum landið. Að keyra aftur á bak á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða er ekki alveg það auðveldasta en við erum að fara að gera þetta,“ segir Davíð Óskar.Davíð Óskar ÓlafssonÞetta er þó ekki í fyrsta sinn sem einhverjum dettur í hug að bakka hringinn í kringum landið. „Árið 1981 bakkaði Hallgrímur Marinósson hringinn í kringum landið, þetta var fyrsta landssöfnun einstaklings fyrir góðan málstað, hann gerði þetta einn í ævintýramennsku. Helsti munurinn á honum og persónum myndarinnar er að þær fara vanhugsað út í þetta og lenda í veseni. Hallgrímur var aftur á móti betur undirbúinn og notaði meðal annars stóra spegla,“ útskýrir Gunnar. Ekki liggur fyrir hvernig bíll verður notaður í myndinni en það verður að minnsta kosti mikið álag á honum. „Við erum enn að velta þessu fyrir okkur, bíllinn leikur allavega stórt hlutverk,“ bætir Gunnar við. Gert er ráð fyrir að myndin verði tilbúin á næsta ári, í kringum páskaleytið.
Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira