Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. júní 2014 07:30 Ríkissaksóknari segir þau hlerunarbrot sem upplýst hefur verið um fyrnd. Fréttablaðið/Valli Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um ólöglegar hleranir embættisins árið 2012. Þetta kemur fram í greinargerð sem fréttastofa hefur undir höndum sem starfsmennirnir fyrrverandi sendu til Ríkissaksóknara í ágúst 2012. Tilefni þessarar greinargerðar var að starfsmennirnir voru til rannsóknar hjá Ríkissaksóknara vegna meintra brota á þagnarskyldu í starfi sem lögreglumenn hjá Sérstökum saksóknara. Málið var síðar fellt niður hjá Ríkissaksóknara þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Annar mannanna segir í samtali við Fréttablaðið að Ríkissaksóknari hafi aldrei haft samband við þá frekar eftir að sakamálið var fellt niður til að rannsaka þessar ásakanir um ólöglegar hleranir Sérstaks saksóknara.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari svaraði því aðeins til í fyrirspurn fréttastofu að embættið hefði brugðist við þessum ásökunum „með viðeigandi hætti“. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Imon-málinu svokallaða á dögunum, sem var höfðað á hendur stjórnendum Landsbankans, segir að Sérstakur saksóknari hafi brotið gegn sakborningunum með því að hafa hlerað símtöl þeirra við verjendur sína og sleppt því að farga símtölunum. Með því hafi embættið gerst sekt um brot á ákvæðum laga um meðferð sakamálagagna. Þessi hlustun á símtölum sakbornings og verjanda átti sér stað í fleiri málum. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, komst að því fyrir tilviljun að símtöl hans og Hreiðars hefðu verið hleruð. Hörður kærði hlerun á þessum trúnaðarsamtölum til Ríkissaksóknara sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðhafast.Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður„Það er mjög alvarlegt þegar æðsti handhafi ákæruvalds í landinu, sem hefur eftirlit með öllum rannsóknum, fær vitneskju um þessi vinnubrögð árið 2012 en þrátt fyrir það kemst þetta ekki upp fyrr en núna þegar brotin eru fyrnd,“ segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður. Sigurður er verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. „Það er mjög alvarlegt að Ríkissaksóknari skuli ekki grípa inn í atburðarásina þegar þessar ásakanir koma fram,“ segir Sigurður. Sigríður sagði í skriflegu svari til fréttastofu eftir niðurstöðu héraðsdóms að hún liti hleranirnar alvarlegum augum. Embættið ætlaði að krefja Sérstakan saksóknara svara um málin en hún gaf það síðar út að hún teldi ekki tilefni til frekari rannsókna á brotunum þar sem þau væru fyrnd. „Það er algjörlega bannað að fylgjast með samtölum verjenda og sakborninga. Sakborningar eiga skýlausan rétt á því að fá að tjá sig í friði og við verjendur erum þeirra trúnaðarmenn. Þetta eru miklu alvarlegri brot en menn gera sér grein fyrir og ekki síður gegn okkur lögmönnunum. En það virðist sem mannréttindasáttmálar og mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar eigi bara ekkert við um þessa menn. Það sé einhvern veginn stemningin,“ segir Sigurður. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um ólöglegar hleranir embættisins árið 2012. Þetta kemur fram í greinargerð sem fréttastofa hefur undir höndum sem starfsmennirnir fyrrverandi sendu til Ríkissaksóknara í ágúst 2012. Tilefni þessarar greinargerðar var að starfsmennirnir voru til rannsóknar hjá Ríkissaksóknara vegna meintra brota á þagnarskyldu í starfi sem lögreglumenn hjá Sérstökum saksóknara. Málið var síðar fellt niður hjá Ríkissaksóknara þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Annar mannanna segir í samtali við Fréttablaðið að Ríkissaksóknari hafi aldrei haft samband við þá frekar eftir að sakamálið var fellt niður til að rannsaka þessar ásakanir um ólöglegar hleranir Sérstaks saksóknara.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari svaraði því aðeins til í fyrirspurn fréttastofu að embættið hefði brugðist við þessum ásökunum „með viðeigandi hætti“. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Imon-málinu svokallaða á dögunum, sem var höfðað á hendur stjórnendum Landsbankans, segir að Sérstakur saksóknari hafi brotið gegn sakborningunum með því að hafa hlerað símtöl þeirra við verjendur sína og sleppt því að farga símtölunum. Með því hafi embættið gerst sekt um brot á ákvæðum laga um meðferð sakamálagagna. Þessi hlustun á símtölum sakbornings og verjanda átti sér stað í fleiri málum. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, komst að því fyrir tilviljun að símtöl hans og Hreiðars hefðu verið hleruð. Hörður kærði hlerun á þessum trúnaðarsamtölum til Ríkissaksóknara sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðhafast.Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður„Það er mjög alvarlegt þegar æðsti handhafi ákæruvalds í landinu, sem hefur eftirlit með öllum rannsóknum, fær vitneskju um þessi vinnubrögð árið 2012 en þrátt fyrir það kemst þetta ekki upp fyrr en núna þegar brotin eru fyrnd,“ segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður. Sigurður er verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. „Það er mjög alvarlegt að Ríkissaksóknari skuli ekki grípa inn í atburðarásina þegar þessar ásakanir koma fram,“ segir Sigurður. Sigríður sagði í skriflegu svari til fréttastofu eftir niðurstöðu héraðsdóms að hún liti hleranirnar alvarlegum augum. Embættið ætlaði að krefja Sérstakan saksóknara svara um málin en hún gaf það síðar út að hún teldi ekki tilefni til frekari rannsókna á brotunum þar sem þau væru fyrnd. „Það er algjörlega bannað að fylgjast með samtölum verjenda og sakborninga. Sakborningar eiga skýlausan rétt á því að fá að tjá sig í friði og við verjendur erum þeirra trúnaðarmenn. Þetta eru miklu alvarlegri brot en menn gera sér grein fyrir og ekki síður gegn okkur lögmönnunum. En það virðist sem mannréttindasáttmálar og mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar eigi bara ekkert við um þessa menn. Það sé einhvern veginn stemningin,“ segir Sigurður.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira