Eftir 12 tíma leit fer útlitið að verða svart Snærós Sindradóttir skrifar 14. júní 2014 00:01 Kortleggja svæðið - Hér sést björgunarsveitarfólk að störfum við leit að konu sem hvarf í Fljótshlíð um síðustu helgi. Litlar vísbendingar eru um hvar hún gæti verið. VÍSIR/VILHELM „Ef við erum ekki búin að finna neitt eftir tólf tíma fer að læðast um mann vond tilfinning,“ segir Þorsteinn Þorkelsson, björgunarsveitarmaður til þrjátíu ára. „Níutíu prósentum leita lýkur á innan við sex til átta tímum en ef aðgerðarloturnar eru kannski orðnar þrjár eða fjórar þá fer hugurinn að plaga mann. Í sjálfu sér ber síðan alltaf að taka ákvörðun, fyrr eða síðar, um að hætta leit. Það er samt bara gert ef við teljum okkur hafa fullklárað allar forsendur sem liggja fyrir við leitina.“Þorsteinn Þorkelsson Björgunarsveitarmaður til þrjátíu ára. Fréttablaðið/ValliTækni björgunarsveitanna hefur fleytt fram á síðastliðnum árum og nú heyrir það sögunni til að leitarsvæði sé stækkað umfram það sem eðlilegt getur talist. „Við reynum að vera mjög fræðileg í þessu og erum að nota rannsóknir, meðal annars að utan, um hversu langt ákveðnir hópar fólks geta farið. Það er það sem stjórnar því hversu stórt leitarsvæðið er. Ef við værum alltaf að stækka leitarsvæðin eins og var gert í gamla daga þá gætum við endað með því að leita um allt landið,“ segir Þorsteinn. „Þegar við hefjum leitaraðgerð búum við til svipmyndir. Ókei, hér er týnd manneskja, hvað gæti hún hafa gert? Gæti hún hafa farið í einhverja ákveðna átt? Eru einhverjar vísbendingar?“ Eftir þrjátíu ár í starfi hefur Þorsteinn margoft komið að leit. Hann segir að í heildina beri kannski tíunda hver leit ekki árangur. Sjóslys og tilvik þar sem fólk gengur sjálft í sjóinn skekki þó tölurnar. „Leit að fólki á landi, sem hefur ekki farið í sjóinn heldur bara gufar upp, er sjaldgæfari. Ég myndi segja að á þriggja ára fresti kæmi upp dæmi þar sem umfangsmikil leit á landi skilar ekki árangri.“ Erfið leit getur tekið á andlegu hliðina. Þorsteinn nefnir sérstaklega leit að rjúpnaskyttu á Skáldabúðaheiði árið 2008 sem og leit að tveimur drengjum í Keflavík árið 1994. „Það eru þessi tvö skipti sem eru mér efst í huga og hafa haft mest áhrif á mig.“ Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
„Ef við erum ekki búin að finna neitt eftir tólf tíma fer að læðast um mann vond tilfinning,“ segir Þorsteinn Þorkelsson, björgunarsveitarmaður til þrjátíu ára. „Níutíu prósentum leita lýkur á innan við sex til átta tímum en ef aðgerðarloturnar eru kannski orðnar þrjár eða fjórar þá fer hugurinn að plaga mann. Í sjálfu sér ber síðan alltaf að taka ákvörðun, fyrr eða síðar, um að hætta leit. Það er samt bara gert ef við teljum okkur hafa fullklárað allar forsendur sem liggja fyrir við leitina.“Þorsteinn Þorkelsson Björgunarsveitarmaður til þrjátíu ára. Fréttablaðið/ValliTækni björgunarsveitanna hefur fleytt fram á síðastliðnum árum og nú heyrir það sögunni til að leitarsvæði sé stækkað umfram það sem eðlilegt getur talist. „Við reynum að vera mjög fræðileg í þessu og erum að nota rannsóknir, meðal annars að utan, um hversu langt ákveðnir hópar fólks geta farið. Það er það sem stjórnar því hversu stórt leitarsvæðið er. Ef við værum alltaf að stækka leitarsvæðin eins og var gert í gamla daga þá gætum við endað með því að leita um allt landið,“ segir Þorsteinn. „Þegar við hefjum leitaraðgerð búum við til svipmyndir. Ókei, hér er týnd manneskja, hvað gæti hún hafa gert? Gæti hún hafa farið í einhverja ákveðna átt? Eru einhverjar vísbendingar?“ Eftir þrjátíu ár í starfi hefur Þorsteinn margoft komið að leit. Hann segir að í heildina beri kannski tíunda hver leit ekki árangur. Sjóslys og tilvik þar sem fólk gengur sjálft í sjóinn skekki þó tölurnar. „Leit að fólki á landi, sem hefur ekki farið í sjóinn heldur bara gufar upp, er sjaldgæfari. Ég myndi segja að á þriggja ára fresti kæmi upp dæmi þar sem umfangsmikil leit á landi skilar ekki árangri.“ Erfið leit getur tekið á andlegu hliðina. Þorsteinn nefnir sérstaklega leit að rjúpnaskyttu á Skáldabúðaheiði árið 2008 sem og leit að tveimur drengjum í Keflavík árið 1994. „Það eru þessi tvö skipti sem eru mér efst í huga og hafa haft mest áhrif á mig.“
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira