Innlent

Dregið úr leitinni að týndu konunni

Bjarki Ármannsson skrifar
Leitin hefur nú staðið yfir frá því á þriðjudag.
Leitin hefur nú staðið yfir frá því á þriðjudag. Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Leit stendur enn yfir að konunni sem týndist í Fljótshlíð fyrir rúmri viku en leitarmönnum hefur verið fækkað. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, tóku aðeins um tíu til tuttugu manns þátt í leitinni í gær.

„Ef engar nýjar vísbendingar finnast verður þetta bara eftirlit með ákveðnum stöðum,“ segir Sveinn.

Leit hófst að konunni og erlendri vinkonu hennar síðastliðinn þriðjudag. Vinkonan fannst látin stuttu síðar en leit að þeirri íslensku hefur ekki borið árangur.

„Á meðan ekkert finnst, er alltaf von,“ segir Sveinn.


Tengdar fréttir

Eftir 12 tíma leit fer útlitið að verða svart

Árangurslaus leit að týndu fólki í langan tíma getur reynst björgunarsveitarfólki andlega erfið. Reyndur björgunarsveitarmaður segir leit oftast ljúka á átta tímum.

Leitin enn engan árangur borið

Leitað var til klukkan þrjú í nótt og voru fyrstu hópar aftur byrjaðir að leita klukkan átta í morgun.

Fundu fótspor eftir berfætta manneskju

Leit stendur enn yfir að konu sem saknað er eftir sumarbústaðaferð í Fljótshlíð. Fótspor eftir berfætta manneskju fannst í morgun um þremur kílómetrum austan við Bleiksárgljúfur.

Fannst látin í Bleiksárgljúfri

Erlend kona fannst látin í Bleiksárgljúfri um 25 kílómetra frá Hvolsvelli í gærkvöldi og leit stendur yfir að íslenskri konu.

Leggja megin áherslu á sporin

"Megin áhersla leitarinnar í dag eru að elta þau spor sem fundust,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×