Kalla yrði þing saman í dag til að hindra flugvirkjaverkfall Freyr Bjarnason og Snærós Sindradóttir skrifar 17. júní 2014 07:00 Samninganefnd flugvirkja, með formanninn Maríus Sigurjónsson hægra megin, við samningaborðið hjá Ríkissáttasemjara í gær. Fréttablaðið/GVA „Það er að minnsta kosti enginn gangur,“ sagði Maríus Sigurjónsson, varaformaður Flugvirkjafélags Íslands, á níunda tímanum í gærkvöldi en þá sátu samninganefnd flugvirkja og fulltrúar Icelandair enn á fundi hjá Ríkissáttasemjara. Bein afskipti stjórnvalda gætu komið í veg fyrir ótímabundið verkfall flugvirkja sem er fyrirhugað á fimmtudaginn. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra getur kallað saman þing með sólarhringsfyrirvara í því skyni að setja lög á verkfallið. Fari svo að samningar takist ekki hjá Ríkissáttasemjara yrði hún því að kalla þingið saman í dag til að koma í veg fyrir að flugvirkjar geti lagt niður störf á fimmtudag.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.Förum bara í gegn um daginn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði að ekki væri búið að ákveða að fella niður flug fari svo að verkfallið hefjist á fimmtudag. „Við erum í þessum gír að fara bara í gegnum daginn,“ sagði hann. Sólarhringsverkfall flugvirkja hófst klukkan sex í gærmorgun. Verkfallið hafði áhrif á um tólf þúsund farþega Icelandair en alls var sextíu og fimm flugferðum aflýst með tilheyrandi óþægindum.Ferðaþjónustan uggandi Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands var haldinn í Reykjavík í gær. Í ályktun samtakanna kom fram að þau harmi þá stöðu sem ferðaþjónustan hafi ítrekað verið sett í vegna verkfallsaðgerða og stöðvunar á flugi hjá stærsta flugfélagi landsins. Áhrif þessara aðgerða komi fram um allt land og hafi skaðað atvinnugreinina. Skoraði fundurinn á viðsemjendur að ná sáttum svo eðlilegt ástand skapist sem fyrst hjá þessari mikilvægustu atvinnugrein landsins. „Afþreyingaraðilar úti um allt land finna verulega fyrir þessu,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður samtakanna, aðspurður.Ásbjörn Björgvinsson.Hrís hugur við ótímabundnu verkfalli „Okkur hrýs hugur við því ef það verður ótímabundið verkfall sem gæti tekið einhverja daga eða vikur að leysa. Þá hleypur skaðinn á milljörðum. Þessi atvinnugrein er að velta gríðarlegum upphæðum. Menn verða að taka tillit til þess hver hliðaráhrifin af svona aðgerðum verða um allt land,“ segir Ásbjörn og vill aðkomu stjórnvalda að deilunni. „Það er lágmarkskrafa að stjórnvöld komi að þessu og leysi ef þetta verður komið í hnút. Þetta eru almannahagsmunir og á þeim grundvelli verður að grípa inn í þegar svona er. Auðvitað vonumst við til að menn beri gæfu til að ná lendingu í þessum málum en þessi litli hópur getur sett þetta algerlega á hliðina hjá okkur.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Það er að minnsta kosti enginn gangur,“ sagði Maríus Sigurjónsson, varaformaður Flugvirkjafélags Íslands, á níunda tímanum í gærkvöldi en þá sátu samninganefnd flugvirkja og fulltrúar Icelandair enn á fundi hjá Ríkissáttasemjara. Bein afskipti stjórnvalda gætu komið í veg fyrir ótímabundið verkfall flugvirkja sem er fyrirhugað á fimmtudaginn. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra getur kallað saman þing með sólarhringsfyrirvara í því skyni að setja lög á verkfallið. Fari svo að samningar takist ekki hjá Ríkissáttasemjara yrði hún því að kalla þingið saman í dag til að koma í veg fyrir að flugvirkjar geti lagt niður störf á fimmtudag.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.Förum bara í gegn um daginn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði að ekki væri búið að ákveða að fella niður flug fari svo að verkfallið hefjist á fimmtudag. „Við erum í þessum gír að fara bara í gegnum daginn,“ sagði hann. Sólarhringsverkfall flugvirkja hófst klukkan sex í gærmorgun. Verkfallið hafði áhrif á um tólf þúsund farþega Icelandair en alls var sextíu og fimm flugferðum aflýst með tilheyrandi óþægindum.Ferðaþjónustan uggandi Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands var haldinn í Reykjavík í gær. Í ályktun samtakanna kom fram að þau harmi þá stöðu sem ferðaþjónustan hafi ítrekað verið sett í vegna verkfallsaðgerða og stöðvunar á flugi hjá stærsta flugfélagi landsins. Áhrif þessara aðgerða komi fram um allt land og hafi skaðað atvinnugreinina. Skoraði fundurinn á viðsemjendur að ná sáttum svo eðlilegt ástand skapist sem fyrst hjá þessari mikilvægustu atvinnugrein landsins. „Afþreyingaraðilar úti um allt land finna verulega fyrir þessu,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður samtakanna, aðspurður.Ásbjörn Björgvinsson.Hrís hugur við ótímabundnu verkfalli „Okkur hrýs hugur við því ef það verður ótímabundið verkfall sem gæti tekið einhverja daga eða vikur að leysa. Þá hleypur skaðinn á milljörðum. Þessi atvinnugrein er að velta gríðarlegum upphæðum. Menn verða að taka tillit til þess hver hliðaráhrifin af svona aðgerðum verða um allt land,“ segir Ásbjörn og vill aðkomu stjórnvalda að deilunni. „Það er lágmarkskrafa að stjórnvöld komi að þessu og leysi ef þetta verður komið í hnút. Þetta eru almannahagsmunir og á þeim grundvelli verður að grípa inn í þegar svona er. Auðvitað vonumst við til að menn beri gæfu til að ná lendingu í þessum málum en þessi litli hópur getur sett þetta algerlega á hliðina hjá okkur.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira