Tímabært að stytta vinnuvikuna Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. júní 2014 16:02 Fjöldi þeirra barna sem dvelja á leikskólum í sjö til tíu klukkustundir á dag hefur margfaldast frá 1998. Visir/anton „Atvinnulífið þarf að veita foreldrum nauðsynlegt svigrúm til að hugsa um fjölskylduna. Þess vegna fagna ég öllum tillögum sem komið hafa fram að undanförnu um styttingu vinnudagsins. Ýmsar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa stytt vinnudaginn. Við erum ekkert öðruvísi og hljótum að geta gert það líka. Það er klárlega börnunum okkar fyrir bestu að við séum ekki svona lengi í vinnunni,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hún bendir á að í mars síðastliðnum hafi meðalfjöldi unninna vinnustunda á Íslandi verið 41,3. „Yfirvöld í Gautaborg í Svíþjóð eru að skoða styttingu vinnuvikunnar í 30 stundir í stað 40 klukkustunda. Litið er á þetta sem tilraunaverkefni sem gengur út á að skoða hvort Svíar nái mögulega betri árangri með styttri vinnudegi. Belgar og Hollendingar hafa nokkuð lengi unnið 30 klukkustunda vinnuviku að meðaltali og í Þýskalandi eru meðalstundir vinnuviku 35,“ greinir Hrefna frá. Hún tekur það fram að stytting vinnudagsins sé ekki bara löngu tímabær til þess að fjölskyldan geti varið meiri tíma saman, heldur einnig vegna þess að framleiðnin á Íslandi reynist ekki meiri þrátt fyrir langan vinnudag. „Þegar fólk veit að það hefur ekki allan daginn fram undan til að sinna verkefnunum þá gefur það kannski frekar í og frestar síður verkinu. Það skreppur kannski síður frá ef það veit að það þarf ekki að vera átta stundir í vinnunni eða lengur. Ég held líka að það sé manneskjunni ekki eðlilegt að vera svona lengi í vinnunni. Þetta er sameiginlegt verkefni allra hlutaðeigandi. Atvinnurekendur þurfa líka að skipuleggja starfsemina þannig að unnt sé að ljúka verki fyrr að deginum.“ Fjöldi þeirra barna sem dvelja á leikskólum í sjö til tíu klukkustundir á dag hefur margfaldast frá 1998, að sögn Hrefnu. „Þótt margir leikskólar séu góðir þá veltir maður því fyrir sér hvort það henti yngstu börnunum að vera svona lengi í leikskóla á hverjum degi.“ Hrefna leggur áherslu á að þetta sé í raun spurning um í hvernig samfélagi við viljum ala börnin okkar upp. „Foreldrar eru í sífelldu kapphlaupi við tímann og sumir í stríði við samviskuna. Flestir foreldrar vinna fulla dagvinnu og margir hverjir talsverða yfirvinnu. Þegar vinnustundum hefur verið skilað á vinnustaðnum eru ótaldar vinnustundirnar sem inna þarf af hendi á heimilinu. Gæðastundir fjölskyldunnar verða því miður færri fyrir vikið.“ Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Atvinnulífið þarf að veita foreldrum nauðsynlegt svigrúm til að hugsa um fjölskylduna. Þess vegna fagna ég öllum tillögum sem komið hafa fram að undanförnu um styttingu vinnudagsins. Ýmsar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa stytt vinnudaginn. Við erum ekkert öðruvísi og hljótum að geta gert það líka. Það er klárlega börnunum okkar fyrir bestu að við séum ekki svona lengi í vinnunni,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hún bendir á að í mars síðastliðnum hafi meðalfjöldi unninna vinnustunda á Íslandi verið 41,3. „Yfirvöld í Gautaborg í Svíþjóð eru að skoða styttingu vinnuvikunnar í 30 stundir í stað 40 klukkustunda. Litið er á þetta sem tilraunaverkefni sem gengur út á að skoða hvort Svíar nái mögulega betri árangri með styttri vinnudegi. Belgar og Hollendingar hafa nokkuð lengi unnið 30 klukkustunda vinnuviku að meðaltali og í Þýskalandi eru meðalstundir vinnuviku 35,“ greinir Hrefna frá. Hún tekur það fram að stytting vinnudagsins sé ekki bara löngu tímabær til þess að fjölskyldan geti varið meiri tíma saman, heldur einnig vegna þess að framleiðnin á Íslandi reynist ekki meiri þrátt fyrir langan vinnudag. „Þegar fólk veit að það hefur ekki allan daginn fram undan til að sinna verkefnunum þá gefur það kannski frekar í og frestar síður verkinu. Það skreppur kannski síður frá ef það veit að það þarf ekki að vera átta stundir í vinnunni eða lengur. Ég held líka að það sé manneskjunni ekki eðlilegt að vera svona lengi í vinnunni. Þetta er sameiginlegt verkefni allra hlutaðeigandi. Atvinnurekendur þurfa líka að skipuleggja starfsemina þannig að unnt sé að ljúka verki fyrr að deginum.“ Fjöldi þeirra barna sem dvelja á leikskólum í sjö til tíu klukkustundir á dag hefur margfaldast frá 1998, að sögn Hrefnu. „Þótt margir leikskólar séu góðir þá veltir maður því fyrir sér hvort það henti yngstu börnunum að vera svona lengi í leikskóla á hverjum degi.“ Hrefna leggur áherslu á að þetta sé í raun spurning um í hvernig samfélagi við viljum ala börnin okkar upp. „Foreldrar eru í sífelldu kapphlaupi við tímann og sumir í stríði við samviskuna. Flestir foreldrar vinna fulla dagvinnu og margir hverjir talsverða yfirvinnu. Þegar vinnustundum hefur verið skilað á vinnustaðnum eru ótaldar vinnustundirnar sem inna þarf af hendi á heimilinu. Gæðastundir fjölskyldunnar verða því miður færri fyrir vikið.“
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira