Snýst ekki um almannarétt segir landeigandi um gjaldtöku í Námaskarði Sveinn Arnarsson skrifar 19. júní 2014 07:00 Frá og með gærdeginum rukka landeigendur 800 krónur fyrir að skoða hverina í Námaskarði og Leirhnúk við Kröflu. Nauðsyn segja landeigendur en oddviti Skútustaðahrepps og fulltrúar ferðaþjónustunnar eru ósáttir. Mynd/Völundur Jónsson Mynd/Völundur Landeigendafélag Reykjahlíðar ehf. hefur hafið gjaldtöku af ferðamönnum á tveimur svæðum í landi sínu austan Mývatns. Ferðamannastaðirnir sem um ræðir eru Leirhnjúkur við Kröflu og hverirnir austan Námaskarðs. Til stóð í upphafi að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss, en landeigendafélagið og Vatnajökulsþjóðgarður komust að samkomulagi um að fresta gjaldtöku þar um eitt ár. Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., segir gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldið verður 800 krónur á hvorn stað fyrir sig.Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður eigenda Reykjahlíðar.Mynd/VölundurSnýst ekki um frjálsa för segir landeigandi „Þetta snýst ekkert um frjálsa för fólks heldur flutning á fólki inn á okkar svæði þar sem einhverjir græða á meðan við þurfum að borga alla uppbyggingu. Þetta er löngu komið út fyrir einhvern almannarétt,“ segir Ólafur. Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) áttu í gær fund með Landeigendafélagi Reykjahlíðar. „Við teljum það ekki vera æskilega þróun að hver landeigandi fyrir sig hefji gjaldtöku á sínu svæði heldur á að reyna að finna heildstæða lausn á viðfangsefninu,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps.Oddvitinn vill ekki „varðturnamenningu“ Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps, er ósáttur við framgöngu landeigendafélagsins. „Við í sveitarstjórn erum alfarið á móti gjaldtöku af ferðamönnum í þessu formi. Ég vil ekki sjá einhverja varðturnamenningu hér á þessu svæði,“ segir Yngvi. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og eigandi fjórðungshlutar í landi Reykjahlíðar, vill ekki tjá sig um málið, hvorki fyrir hönd sveitarfélagsins né landeigendafélagsins, þar sem hún situr sem formaður.Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Landeigendafélag Reykjahlíðar ehf. hefur hafið gjaldtöku af ferðamönnum á tveimur svæðum í landi sínu austan Mývatns. Ferðamannastaðirnir sem um ræðir eru Leirhnjúkur við Kröflu og hverirnir austan Námaskarðs. Til stóð í upphafi að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss, en landeigendafélagið og Vatnajökulsþjóðgarður komust að samkomulagi um að fresta gjaldtöku þar um eitt ár. Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., segir gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldið verður 800 krónur á hvorn stað fyrir sig.Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður eigenda Reykjahlíðar.Mynd/VölundurSnýst ekki um frjálsa för segir landeigandi „Þetta snýst ekkert um frjálsa för fólks heldur flutning á fólki inn á okkar svæði þar sem einhverjir græða á meðan við þurfum að borga alla uppbyggingu. Þetta er löngu komið út fyrir einhvern almannarétt,“ segir Ólafur. Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) áttu í gær fund með Landeigendafélagi Reykjahlíðar. „Við teljum það ekki vera æskilega þróun að hver landeigandi fyrir sig hefji gjaldtöku á sínu svæði heldur á að reyna að finna heildstæða lausn á viðfangsefninu,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps.Oddvitinn vill ekki „varðturnamenningu“ Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps, er ósáttur við framgöngu landeigendafélagsins. „Við í sveitarstjórn erum alfarið á móti gjaldtöku af ferðamönnum í þessu formi. Ég vil ekki sjá einhverja varðturnamenningu hér á þessu svæði,“ segir Yngvi. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og eigandi fjórðungshlutar í landi Reykjahlíðar, vill ekki tjá sig um málið, hvorki fyrir hönd sveitarfélagsins né landeigendafélagsins, þar sem hún situr sem formaður.Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira