Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 07:00 Erla Bolladóttir segir að það að vera höfð fyrir rangri sök láti hana aldrei í friði. vísir/gva Erla Bolladóttir segir endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vera henni afar mikilvæga. „Að vera hafður fyrir rangri sök er eitthvað sem lætur mann aldrei í friði, ég tala nú ekki um í svo alvarlegu máli. Hvernig sem fer mun ég aldrei losna undan því að vera persónugervingur fyrir þetta mál,“ segir Erla og segir tvennt skipta sig mestu máli við endurupptöku málsins. „Ég vil að í huga afkomenda minna verði ljóst að amma þeirra og langamma var saklaus. Einnig er þetta mikilvægt fyrir samfélagið. Þetta mál hefur valdið miklu vantrausti í garð dómskerfisins og það þarf að hreinsa þetta upp, annars heldur það áfram að vera mein í kerfinu.“ Erla tók ákvörðun um að reyna endurupptöku árið 2000. Þá lagði hún inn beiðni um að talsmaður væri skipaður í máli hennar um endurupptöku. „En þetta var snauplega afgreitt af Hæstarétti. Umsókn mín um talsmann var ranglega afgreidd sem beiðni um endurupptöku og var hafnað, enda var ég bara með sýnishorn af gögnum sem ég ætlaði að nota.“ Erla segir að þegar hún hafi fengið neitun hafi ekki verið í fleiri hús að venda. Nú hefur aftur á móti verið skipuð sérstök endurupptökunefnd og hægt að leita til hennar. Það og niðurstaða starfshóps sem fjallaði um málið olli því að lögmaður Erlu mun á næstu dögum leggja fram formlega beiðni um endurupptöku málsins. „Niðurstaða starfshópsins var að það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður minn hafi verið óreiðanlegur, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Það þýðir að ekki sé hægt að reiða sig á framburðinn sem grundvöll fyrir dómi,“ segir Erla. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu, segir málið vera mjög stórt og gríðarlegt skjalamagn um að ræða. Því sé ómögulegt að áætla hvenær vinnu nefndarinnar ljúki. Tengdar fréttir Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Erla Bolladóttir segir endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vera henni afar mikilvæga. „Að vera hafður fyrir rangri sök er eitthvað sem lætur mann aldrei í friði, ég tala nú ekki um í svo alvarlegu máli. Hvernig sem fer mun ég aldrei losna undan því að vera persónugervingur fyrir þetta mál,“ segir Erla og segir tvennt skipta sig mestu máli við endurupptöku málsins. „Ég vil að í huga afkomenda minna verði ljóst að amma þeirra og langamma var saklaus. Einnig er þetta mikilvægt fyrir samfélagið. Þetta mál hefur valdið miklu vantrausti í garð dómskerfisins og það þarf að hreinsa þetta upp, annars heldur það áfram að vera mein í kerfinu.“ Erla tók ákvörðun um að reyna endurupptöku árið 2000. Þá lagði hún inn beiðni um að talsmaður væri skipaður í máli hennar um endurupptöku. „En þetta var snauplega afgreitt af Hæstarétti. Umsókn mín um talsmann var ranglega afgreidd sem beiðni um endurupptöku og var hafnað, enda var ég bara með sýnishorn af gögnum sem ég ætlaði að nota.“ Erla segir að þegar hún hafi fengið neitun hafi ekki verið í fleiri hús að venda. Nú hefur aftur á móti verið skipuð sérstök endurupptökunefnd og hægt að leita til hennar. Það og niðurstaða starfshóps sem fjallaði um málið olli því að lögmaður Erlu mun á næstu dögum leggja fram formlega beiðni um endurupptöku málsins. „Niðurstaða starfshópsins var að það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður minn hafi verið óreiðanlegur, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Það þýðir að ekki sé hægt að reiða sig á framburðinn sem grundvöll fyrir dómi,“ segir Erla. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu, segir málið vera mjög stórt og gríðarlegt skjalamagn um að ræða. Því sé ómögulegt að áætla hvenær vinnu nefndarinnar ljúki.
Tengdar fréttir Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30