Vikulangt vopnahlé ekki virt Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. júní 2014 08:57 Þyrlan sem skotin var niður í gær. Vísir/AFP Níu menn fórust með úkraínskri herþyrlu sem uppreisnarmenn í austurhluta landsins skutu niður í gær. Þetta gerðist þrátt fyrir að uppreisnarmenn hefðu lýst því yfir að þeir myndu virða vikulangt vopnahlé sem Úkraínustjórn boðaði til einhliða um síðustu helgi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hvatti í gær Úkraínustjórn til þess að hafa vopnahléið lengra en eina viku. Þá skoraði hann á Úkraínustjórn að nota vopnahléið til þess að ræða beint við leiðtoga uppreisnarmanna. Þá hefur Pútín skrifað rússneska þjóðþinginu bréf, þar sem hann óskar eftir því að þingið afturkalli heimild rússneska hersins til þess að beita hervaldi í Úkraínu. Hann sjálfur hafði óskað eftir því að þingið veitti þessa heimild og samþykkti þingið hana 1. mars síðastliðinn. Fastlega er reiknað með því að þingið muni fúslega verða við ósk hans um að afturkalla heimildina. Úkraínustjórn fagnar því að heimildin verði afturkölluð og sagði það mikilvægt skref í áttina til þess að koma á friði á ný. Pútín hefur tekið vel í friðaráætlun Úkraínuforseta, sem segir vopnahléið ætlað til þess að uppreisnarmenn fái svigrúm til þess að leggja niður vopn og koma sér burt, vilji þeir fara burt. Evrópusambandið hefur hótað Rússlandi frekari refsiaðgerðum, sýni rússnesk stjórnvöld ekki raunverulega viðleitni til þess að koma á friði í Úkraínu. Pútín hefur frest þangað til á föstudag, þegar leiðtogafundur Evrópusambandsins verður haldinn. Sameinuðu þjóðirnar segja að 423 manns hafi látið lífið í átökum í austanverðri Úkraínu á tímabilinu frá 15. apríl til 20. júní. Rúmlega 46 þúsund manns hafa hrakist að heiman, þar af hafa um 11.500 manns flúið frá Krímskaga sem Rússland hefur nú innlimað. Úkraínustjórn hefur sakað rússneska hermenn um að hafa, um það leyti sem Krímskagi var innlimaður, komið fyrir jarðsprengjum á mörkum Krímskaga, til þess að hindra för úkraínskra hermanna inn á skagann. Rússar hafa undanfarið verið með um 40 þúsund manna herlið við landamæri Úkraínu, og hafa Úkraínumenn margir litið á það sem hótun um að rússneski herinn muni ráðast inn í landið telji rússnesk stjórnvöld ástæðu til. Úkraína Tengdar fréttir Pútín segir mikilvægt að friður komist á í Úkraínu Vladímír Pútín vill að stillt verði til friðar í Austur-Úkraínu. 24. júní 2014 07:00 Pútín styður friðaráætlun Porosjenkó Þrátt fyrir að Porosjenkó hafi lýst yfir vopnahléi á föstudag þá hafa átök átt sér stað milli aðskilnaðarsinna og herliðs stjórnvalda yfir helgina. Aðskilnaðarsinnar segja að Úkraínski herinn virði vopnahléið að vettugi. Sex landamæraverðir hafa særst í átökunum. 22. júní 2014 12:00 Forseti Litháens líkir Pútín við Stalín, Hitler og Katrínu miklu Forsetinn segir stjórnvöld í Moskvu reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas 24. júní 2014 18:15 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Níu menn fórust með úkraínskri herþyrlu sem uppreisnarmenn í austurhluta landsins skutu niður í gær. Þetta gerðist þrátt fyrir að uppreisnarmenn hefðu lýst því yfir að þeir myndu virða vikulangt vopnahlé sem Úkraínustjórn boðaði til einhliða um síðustu helgi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hvatti í gær Úkraínustjórn til þess að hafa vopnahléið lengra en eina viku. Þá skoraði hann á Úkraínustjórn að nota vopnahléið til þess að ræða beint við leiðtoga uppreisnarmanna. Þá hefur Pútín skrifað rússneska þjóðþinginu bréf, þar sem hann óskar eftir því að þingið afturkalli heimild rússneska hersins til þess að beita hervaldi í Úkraínu. Hann sjálfur hafði óskað eftir því að þingið veitti þessa heimild og samþykkti þingið hana 1. mars síðastliðinn. Fastlega er reiknað með því að þingið muni fúslega verða við ósk hans um að afturkalla heimildina. Úkraínustjórn fagnar því að heimildin verði afturkölluð og sagði það mikilvægt skref í áttina til þess að koma á friði á ný. Pútín hefur tekið vel í friðaráætlun Úkraínuforseta, sem segir vopnahléið ætlað til þess að uppreisnarmenn fái svigrúm til þess að leggja niður vopn og koma sér burt, vilji þeir fara burt. Evrópusambandið hefur hótað Rússlandi frekari refsiaðgerðum, sýni rússnesk stjórnvöld ekki raunverulega viðleitni til þess að koma á friði í Úkraínu. Pútín hefur frest þangað til á föstudag, þegar leiðtogafundur Evrópusambandsins verður haldinn. Sameinuðu þjóðirnar segja að 423 manns hafi látið lífið í átökum í austanverðri Úkraínu á tímabilinu frá 15. apríl til 20. júní. Rúmlega 46 þúsund manns hafa hrakist að heiman, þar af hafa um 11.500 manns flúið frá Krímskaga sem Rússland hefur nú innlimað. Úkraínustjórn hefur sakað rússneska hermenn um að hafa, um það leyti sem Krímskagi var innlimaður, komið fyrir jarðsprengjum á mörkum Krímskaga, til þess að hindra för úkraínskra hermanna inn á skagann. Rússar hafa undanfarið verið með um 40 þúsund manna herlið við landamæri Úkraínu, og hafa Úkraínumenn margir litið á það sem hótun um að rússneski herinn muni ráðast inn í landið telji rússnesk stjórnvöld ástæðu til.
Úkraína Tengdar fréttir Pútín segir mikilvægt að friður komist á í Úkraínu Vladímír Pútín vill að stillt verði til friðar í Austur-Úkraínu. 24. júní 2014 07:00 Pútín styður friðaráætlun Porosjenkó Þrátt fyrir að Porosjenkó hafi lýst yfir vopnahléi á föstudag þá hafa átök átt sér stað milli aðskilnaðarsinna og herliðs stjórnvalda yfir helgina. Aðskilnaðarsinnar segja að Úkraínski herinn virði vopnahléið að vettugi. Sex landamæraverðir hafa særst í átökunum. 22. júní 2014 12:00 Forseti Litháens líkir Pútín við Stalín, Hitler og Katrínu miklu Forsetinn segir stjórnvöld í Moskvu reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas 24. júní 2014 18:15 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Pútín segir mikilvægt að friður komist á í Úkraínu Vladímír Pútín vill að stillt verði til friðar í Austur-Úkraínu. 24. júní 2014 07:00
Pútín styður friðaráætlun Porosjenkó Þrátt fyrir að Porosjenkó hafi lýst yfir vopnahléi á föstudag þá hafa átök átt sér stað milli aðskilnaðarsinna og herliðs stjórnvalda yfir helgina. Aðskilnaðarsinnar segja að Úkraínski herinn virði vopnahléið að vettugi. Sex landamæraverðir hafa særst í átökunum. 22. júní 2014 12:00
Forseti Litháens líkir Pútín við Stalín, Hitler og Katrínu miklu Forsetinn segir stjórnvöld í Moskvu reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas 24. júní 2014 18:15