Innlent

Hópnauðgun til saksóknara

Snærós Sindradóttir skrifar
Mennirnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald um tíma.
Mennirnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald um tíma. VÍSIR/VILHELM
Rannsókn á hópnauðgun sem kærð var til lögreglunnar í maí síðastliðnum er á lokastigi. Hún verður send til ríkissaksóknara á allra næstu dögum.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar, staðfestir þetta.

Stúlka undir lögaldri kærði fimm menn fyrir nauðgun sem á að hafa átt sér stað í samkvæmi í Breiðholti í maí. Mennirnir voru allir í gæsluvarðhaldi um stund en Hæstiréttur úrskurðaði að áframhaldandi gæsluvarðhald væri óþarft. Fjórir mannanna eru undir átján ára aldri.


Tengdar fréttir

Reyndu að eyða myndbandi af nauðguninni

Fimmmenningarnir sem grunaðir eru um að nauðga sextán ára stúlku ræddu saman um atvikið á Facebook og báru saman bækur sínar. Þeir eyddu myndbandi sem til var af nauðguninni og töldu þá að engin sönnunargögn væru til í málinu.

Fimm piltar handteknir vegna hópnauðgunar

Fórnarlambið er sextán ára menntaskólastúlka. Dómari í héraðsdómi hefur tekið sér frest til morguns til að ákveða um gæsluvarðhald. Ungu mennirnir eru í haldi lögreglu og verða vistaðir í fangageymslum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×